Heimili og skóli - 01.04.1970, Blaðsíða 8
Já. Með því að haga kennslunni þannig,
að hún sé nemandanum þroskavænleg. Nem-
andinn vinnur sér þroska sinn úr því efni,
sem við með kennslunni og allri okkar
breytni berum á borð fyrir hann. Það er því
þeim mun meiri vandi fyrir kennarann að
bera kennsluefnið aðlögunarhæft fyrir nem-
andann sem þroski viðtakandans er minni.
Hver er skoðun þín á forskólum?
Eg hef ævinlega kosið, að börnin kæmu
ólæs til mín sjö ára. Sjálfur hef ég helzt vilj-
að móta þau og þjálfa fyrstu sporin eða í
upphafi lestrarkennslunnar. Forskólanum
er ég því aðeins meðmæltur, að sérmenntað-
ir kennarar veiti börnunum forsjá og
fræðslu í öllu því, er að lestrarnámi lýtur,
eða undirbúningi að því. Slíkur skóli yrði
ætíð að vera mjög leikrænn, en margt er það
í leikformi, sem skýr og góður lestur grund-
vallast á. Ég tel það farsælast, að sami kenn-
arinn hafi sömu börnin til lestrarnáms a. m.
k. þrjú fyrstu skólaárin.
Geta foreldrar unnið börnum sínum
ógagn með því að þrýsta þeim til náms?
Vissulega getur ógætileg þvingun við
barn orðið því „fjötur um fót“ við æskileg-
an árangur í námi, og þó alveg sérstaklega,
ef um hægfara og tregan þroska er að ræða
hjá viðkomandi barni. Mín reynsla er sú,
að námsárangurinn náist beztur með kær-
leiksríkum, hvetjandi samtölum og einlægri
viðurkenningu fyrir hvert smáatriði, sem
vel er gert. Það skyldi jafnan athugast gaum-
gæfilega, hvort andlegur þroski barns er í
samræmi við þær kröfur, sem til þess eru
gerðar.
Ef værir þú ungur maður, myndir þú þá
velja þér sama lífsstarf?
Já. Það gerði ég hiklaust. Og vel væri ég
þess fús að halda starfinu áfram, þegar
framhaldslífið tekur við, ef kennara af
mínu tæi verður þörf þar.
Hvernig á GÓÐUR KENNARI að vera?
Ja! Þyrfti hann ekki helzt að vera algóð-
ur? En það hefur víst fáum tekizt, utan
Kristi einum. Hann er hin sanna fyrirmynd,
sem allir þurfa af fremsta megni að líkjast.
Góður kennari þarf — eins og allir menn —
að vera sem flestum góðum eðliskostum
gæddur. Ég má með kinnroða játa, að mig
hefur vantað þá marga. Ég vel þann kost að
segja, hvernig ég vildi hafa verið: Trúaður
og bænrækinn, reglusamur og skylduræk-
inn, þekkingarþyrstur og laginn að miðla
nemendum mínum þeirn þekkingarforða, er
ég á hverjum tíma hafði yfir að ráða, glað-
lyndur og jafn góðviljaður við alla mína
nmendur, sísyngjandi og sögur segjandi,
hreinn og snyrtilega klæddur, háttprúður og
skýrmæltur, grandvar í öllu orðfari og hugs-
un, vandvirkur og hreinskiptinn í allri fram-
komu. Þannig mætti lengi telja nauðsynlega
kennai'akosti. En ef allt þetta væri fyrir
hendi, mundi agi og góður andi ríkja í hverj-
um skóla og samskiptin verða einlæg milli
heimila og skóla. Heimsóknir og samtöl við
foreldra, hafa reynzt mér ómetanlegur styrk-
ur í öllu mínu kennslustarfi.
Hvernig lízt þér á íslenzka æsku og hvers
óskarðu henni til handa?
Ég hef ævinlega borið mikið traust til
æsku allra tíma síðan ég komst til fullorð-
ins ára. Öll börn eru mér kær, og því kær-
ari sem þau eru máttarminni andlega eða
líkamlega. Börn hafa ávallt aukið mér lífs-
gleði. Ég treysti því, að æskan geymi barns-
hjartað í brjósti sér á framtíðarvegi. Að
henni megi auðnast að verða þjóðarstolt og
sómi á komandi tímum. Það mun henni tak-
ast giftusamlega, ef hún gætir þess að
HEIMILI OG SKÓLÍ
28