Heimili og skóli - 01.04.1970, Blaðsíða 15

Heimili og skóli - 01.04.1970, Blaðsíða 15
Margt nýtt er á döfinni varðandi kennara- menntun og þá sérstaklega allt háskólanám. Mest er talað um nauðsyn þess, að háskól- arnir geri meiri kröfur til nemenda sinna um að ljúka viðfangsefnunum á ákveðnum afmörkuðum tíma og þannig tryggja að við- unandi árangur náist af skólastarfinu. Stefnt er að því, að kennarar á öllum skólastigum fái að kynnast rannsóknum á sínu sviði. Einnig er leitast við að koma á lýðræðislegu samstarfi milli allra þeirra, sem að skólastörfum vinna. A kennarafund- um í lýðháskólunum hafa allir málfrelsi og tillögurétt varðandi skólastarfið, allt frá húsverði og ráðskonu, að skólastjóra. Einstaklingurinn. í hinum nýja sænska skóla er reynt að setja einstaklinginn í öndvegi. Þetta hefur í för með sér, að hjálpargögn og einstaklings- bundin kennslutæki, sem skólinn hefur til umráða, verða að vera fjölbreytt og við það miðuð, að fá nemandanum í hendur við- fangsefni í samræmi við getu hans og áhuga- svið. Hjálpargögnin ein út af fyrir sig, leysa þó ekki allan vanda. Þau eru aðeins verk- færi, sem eru kennurum mikil hjálp, ef þeir kunna að hagnýta sér þau. Ekki reynast þó alltaf dýrustu tækin þau áhrifamestu. Ein- föld og heimatilbúin tæki, sem eru gerð af hugkvæmni orka oft meiru. Framhald í næsta blaði. BÆKUR OG RIT Eitt er landið, 2. hefti, eftir Stefán Jónsson kennara. Áður er út komið 1. hefti af þessari fall- egu og skemmtilegu 'bók, en þetta eru þættir úr íslandssögu, einkum ætlaðir til heimanáms, til að vekja forvitni barna á íslandssögunni, löngun til að vilja heyra meira. Frásögn er einföld og skýr. í lok hvers kafla eru nokkrar spurningar, sem ætlast er til að börnin svari með ritgerð, eða í vinnubók og þarna er fjöldi smærri og stærri mynda til skýringar. Þær gæða bókina lífi og frá- sagnir hennar. Myndirnar teiknaði hinn kunni listamaður Halldór Pétursson, en Gunnar Guðmundsson skólastjóri sá um útgáfuna. Bókin er 112 blaðsíð- ur að stærð. í henni er mikill fengur fyrir íslenzk, fróðleiksfús börn. ★ Litlu shólaljóðin. Útgefandi Ríkisútgáfa náms- bóka. Jóhannes úr Kötlum tók saman. Þetta er geðþekk bók, sem hefur að geyma smáljóð, þul- ur, vikivaka og þjóðvísur. Þessi skáldskapur er bæði gamall og nýr og bæði í rírnuðu og órímuðu máli. Höfundarnir eru allt frá Agli Skallagríms- syni til Matthíasar Jóhannesen. List þessara Ijóða liggur í einfaldleikanum, bæði þeim nýju og gömlu. Allmargar myndir prýða bókina eftir Gunnlaug Scheving, einnig í þjóðlegum stíl. Það er gaman að fá ungum ljóðaunnendum þessa bók í hendur. Þetta er ekki ómerk sending, sem skáld- ið, Jóhannes úr Kötlum, lætur þjóð sinni í té á sjötugsafmælinu, þótt hann sé svo hæverskur að birta þarna engin ljóð eftir sjálfan sig. H. J. M. HEIMILI OG SKÓLI 35

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.