Heimili og skóli - 01.04.1970, Blaðsíða 14

Heimili og skóli - 01.04.1970, Blaðsíða 14
kynnast sveitastörfum af eigin raun. Fyrstu 8 árin breytast bekkirnir sem minnst, en við valgreinar, hlutast þeir í sundur og mætast þá hópar úr mismunandi deildum, er það gert til þess að nýta húsnæði og kennslu- kraftana sem bezt. Kennsluskyldan. Við smábarna- og barnastig er kennslu- skylda almennra kennara 30 stundir. Á þetta einnig við um sérgreinar svo sem: tón- list, handavinnu o. fl. Auk þess vinna kenn- arar margt án endurgjalds, og er það fyrst og fremst við undirbúning kennslunnar, um- sjón og sem verkstjórar við ákveðna þætti námsins. í Svíþjóð er algengt að á unglinga- stiginu hafi einn af kennurum skólans um- sjón með kennslu í ákveðinni námsgrein og sé forsvarsmaður hennar á kennarafundum, kynni sér helztu nýjungar í kennslu þessar- ar námsgreinar og komi þeim á framfæri við aðra kennara. Foreldrafundir. Viðtöl við foreldra eru oft þannig, að gef- inn er ákveðinn tími til heimsóknarinnar og foreldrum gert að koma þennan ákveðna dag á afmörkuðum tíma. Þegar foreldrarn- ir svo mæta, þá segir kennarinn oft: „Ja, ég hef ekkert að athuga við barnið yðar, en við skulum fylgjast með hvað það hefur gert í skólanum.“ Síðan er rætt um barnið og skólagönguna, ásamt tilgangi og markmiði námsins á yfirstandandi skólaári. Stundum býður kennarinn nokkrum foreldrum upp á kaffi og ræðir við þá um skólamálin. í nokkrum kennslustundum á vetrinum er for- eldrum heimilt að koma og hlusta á kennslu. Við marga skóla eru foreldrafélög og starfa þau í tengslum við skólana, en á öðrum stöð- um eru ákveðnir foréldrar fulltrúar vissra bekkjardeilda, hliðstætt og kennarinn. Aðr- ir foreldrar geta svo snúið sér til þeirra með kvartanir, sem þeir þurfa að koma á fram- færi. Kennaramenntunin. Stefnan í Svíþjóð í dag, er að kennara- menntunin verði sérhæfing. Talið er óger- legt fyrir eina og sömu manneskju að hafa vald á kennslu á öllum skólastigum, þó er reynt að hafa sameiginlegt inntak við mennt- un allra kennara, t. d. uppeldisfræðina. 011 kennaramenntun er nú byggð á stúdents- prófi, en eins og fyrr segir er möguleiki fyr- ir fólk frá lýðháskólum að komast inn í kennaraskólana (bundið ákveðnu prósenti). Lögð er áherzla á, að fólkið hafi kennslu að markmiði og það sé tryggt, eftir því sem hægt er, að þeir fari í kennslu, er útskrifist úr kennaraskólunum. Kennaramenntunin er í höfuðdráttum þannig: 1. Smábarnakennarar (fyrir 1,-—-3. skóla- ár) fara í tveggja ára nám og kenna síð- an allar greinar nema handavinnu. 2. Barnakennarar (fyrir 4.—6. skólaár) fara í tveggja og hálfs árs nám og kenna síðan allar greinar nema: ensku, söng, leikfimi og handavinnu. 3. Unglingakennarar (fyrir7.—-9. skólaár) fara í 4 ára sérhæft nám í minnst þrem- ur greinum. 4. Menntaskólakennarar fara í fimm ára nám. Af þeim eru 4 fyrstu árin sérhæf- ingarár í 2 námsgreinum, en fimmta ár- ið er lögð áherzla á hagnýta uppeldis- fræði. Kennari, sem lokið hefur þessu námi, þarf að bæta við sig tveggja ára námi til þess að ná lektorsgráðu. 34 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.