Heimili og skóli - 01.04.1970, Blaðsíða 12
Árið 1930 var skólaskyldan komin í fast
form og ákveðið með lögum, að hún skyldi
vera 6 ár. Með athugunum, sem síðar hafa
verið gerðar, hefur komið í ljós, að þá hafa
30% nemenda haldið áfram námi í gagn-
fræðaskólum eða lengra námi. Nú er skóla-
skyldan í Svíþjóð 9 ár og um 90% nem-
enda fara í lengra nám. Þar að auki fara
svo æði margir í einhverja sérhæfingu varð-
andi það starf, sem þeir stunda.
Fyrir nokkrum árum var mikið um það
rætt í Svíþjóð og raunar stefnt að því í skóla-
málum að sérhæfa nemendur sem allra
fyrst. Þetta yrði að gera vegna þess að fjöl-
mörg störf í nútíma þjóðfélagi væru það
flókin að sérhæfingin þyrfti að koma
snemma. Nú á síðari árum hafa þessi við-
horf nokkuð breytzt. Komið hefur í ljós, að
mjög margir, sem fengið hafa sérhæft nám,
hafa síðar á lífsleiðinni skipt um störf og þá
komið í ljós, að þeir standa miklu lakar að
vígi en hinir, sem fengu langa almenna
menntun. Því má segja, að stefna skólamála
í Svíþjóð sé nú:
a) að auka hina almennu menntun,
b) að minnka sérhæfinguna,
c) að auka félagslegt uppeldi,
d) að efla hjá nemandanum betra við-
horf til ólíkra starfa,
e) að gefa öllum jafngóða möguleika til
menntunar,
f) að auka valfrelsið, en sá ákvörðunar-
réttur þarf bæði að vera í höndum
nemandans og fjölskyldunnar.
Skólaþroskapróf.
Kennarar og sálfræðingar í Svíþjóð, hafa
lagt mikla vinnu í gerð svonefndra skóla-
þroskaprófa. Þetta eru að sjálfsögðu mjög
umdeild próf eins og öll önnur próf, sem
miða að sálfræðilegri könnun. Almenn er
sú skoðun, að hluti 7 ára barna myndi
standa sig betur í skóla, ef námið væri hafið
ári síðar, þar sem við sjö ára aldur er ekki
nægilegur þroski fyrir hendi til námsins
(þetta á aðeins við um seinfær börn).
Reynsla sálfræðinga sannar, að samræmi er
milli námsárangurs við upphaf skólagöngu
og námsárangurs síðar meir.
Hugtakið skólaþroski er afstætt. Það er
háð námskröfum og skólaaðstæðum hverju
sinni. Fyrir nokkrum áratugum var litið svo
á, að hér væri um fastmótað þroskatímabil
að ræða og samkvæmt þeirri kenningu kom
svo, að annað hvort hefðu 7 ára börn náð
skólaþroska eða ekki. Svo einfalt er málið
ekki talið í dag og er mikið til umræðu í
Svíþjóð. Rannsóknarnefnd vinnur nú að
þessum málum og bíða fræðsluyfirvöld
með ákvarðanir. í þessu sambandi má geta
þess, að þó að skólaskylda í Svíþjóð hefjist
það ár, sem barnið verður 7 ára (eins á Is-
landi), þá má, eftir jákvæðan árangur af
skólaþroskaprófi og með leyfi viðkomandi
fræðsluyfirvalda, láta börn hefja skóla-
göngu ári fyrr. Nokkuð mikil ásókn er eftir
þessu, sem stafar meðal annars af því, að
nánast er um undantekningu að ræða, ef
húsmæður vinna ekki utan heimilis og því
hagkvæmara fyrir þær að láta skólann ann-
ast um börnin.
Æskilegt þykir, nú sem áður, að kennar-
ar og sálfræðingar taki höndum saman í
þessu máli, hugleiði það og rannsaki, en við
það þurfa þeir að hafa fyrst og fremst 3 at-
riði í huga:
1. Uppeldi og sálfræðilegt sjónarmið.
Með kennslufræðilegum rannsóknum er
unnt að ákveða heppilegastan tíma fyrir
hvert námsefni.
32
HEIMILI OG SKOLI