Heimili og skóli - 01.04.1970, Blaðsíða 10
IN DRIÐI ÚLFSSON :
2. GREIN
Skólar á Norðurlöndum
Á skólastjóramóti I Nvíþjóð iumarið 1909
Lýðháskólinn.
Norræni lýðháskólinn í Kungalv var
stofnaður rétt eftir stríðið eða um 1947. Þá
voru landamæri Norðurlanda opnuð og
mjög aukin norræn samvinna á dagskrá. Ar-
ið 1968 var mynduð „norræn akademía“,
sem starfar í skólanum, en hana sækja ein-
göngu stúdentar. Skólastjóri hennar er
Björn Höjer. Marksmið beggja þessara
deilda skólans er að auka menntun og sjálf-
stæðan persónuleika hvers nemanda.
Nemendur skólans.
Nemendurnir eru víða að. Um helming-
ur sænskir, en næstir að fjölda og nokkuð
jafnir eru: norskir, danskir og finnskir.
Finnarnir koma margir til þess að læra
sænsku og eru í skólanum allt að tveimur
árum. Nokkuð margir Færeyingar hafa ár-
lega verið við skólann og svo slæðingur af
Islendingum, en í allt hafa numið við skól-
ann milli 70—80 íslendingar. Til viðbótar
þessu, hafa svo verið nemendur frá: Asíu,
Afríku og Ameríku.
Kennslan fer fram á fjórum tungumálum:
sænsku, norsku, dönsku og íslenzku. Að
sjálfsögðu er íslenzkukennslan aðeins bund-
in við ákveðinn hóp nemenda, en það eru
Islendingar, sumt af Færeyingunum (þeir
skilja flestir íslenzku) og svo nokkrir nem-
endur, sem hafa áhuga á íslenzku. Eitt árið
voru 17 nemendur í íslenzkukennslunni.
Nemendur skólans geta valið um ákveðn-
ar námsleiðir eða námsbrautir, sem svo eru
nefndar og margt hefur verið skrifað um.
Fjölmargir fara í blaðamannadeildina, en
frá henni hafa útskrifast þó nokkrir þekktir
blaðamenn og ritstjórar í Svíþjóð. í blaða-
mannadeildinni er lögð áherzla á málvernd,
meðferð efnis og stíl. Þar er kennd félags-
fræði og álmenn blaðamennska.
Sumir fara í leiklistardeildina, en hún er
líka nokkuð fjölmenn. Þar er lögð áherzla
á framsögn og leiksviðsstörf. Unglingarnir
fá tækifæri til æfinga á leiksviði, ásamt
kynningu á norrænum leikhúsverkum.
Markmið kennslunnar við deildina er, að
nemendurnir geti síðar orðið leiðbeinendur
30
HEIMILI OG SKÓLI