Heimili og skóli - 01.10.1987, Qupperneq 5
Bannað að læra
*
- Garðar Amason -
í þessu stutta spjalli verð ég að
sjálfsögðu að tala út ffá minni
reynslu. Eg byrjaði í Lundar-
skóla í svokölluðum núllbekk
eða forskóla. Þegar ég var bú-
inn að læra námsefni vetrar-
ins, þ.e. að þekkja sundur
„rauða” og „græna” stafi var
ég settur út í hom og þar máti
ég lesa og lita að vild. Ég veit
vel að forskóli er nokkurs kon-
ar aðlögunartími fyrir skóla-
gönguna og ekki ætlast til að
„nemendur” læri nein ósköp,
sem er mjög eðlilegt og gott út
af fyrir sig ef þetta sama hefði
ekki gengið upp næstu bekki
líka. Skólinn var að mestu
leyti geymsla, lærdómur var
lítill og föndur því meira, og
það var ekki eingöngu í fyrstu
bekkjunum heldur alveg upp í
sjötta bekk. Stökk milli
bekkja voru svo að segja engin
hvað námsefni varðar.
Geymsluhlutvekið gekk jafn-
vel svo langt að þeim sem áttu
ekki í neinum stórvandræðum
með námsefnið var bannað
að læra Það finnst mér há-
markið. Stærðffæðibækurnar,
svo dæmi sé tekið, voru fönd-
ur, sumir nemendur gátu
reiknað 10-20 blaðsíður fram
úr bekknum á nokkrum dög-
um án nokkurrar heimavinnu
né aðstoðar. Þá var settur kvóti
á það sem mátti gera og þeir
sem gerðu of mikið máttu
horfa upp á kennarann stroka
út heilu blaðsíðurnar í vinnu-
bókunum. Þetta getur vart tal-
ist hvetjandi kennsla.
Fyrsta stökkið var að fara úr
sjötta bekk í sjöunda, þar sem
ég þurfti þá að skipta um
skóla. Stökk hvað námsefni og
kröfur varðar var sáralítið
nema hvað hætt var að föndra.
Meginmunurinn var að fá
kennara fyrir hvert fag og vera
í nýjum bekk í nýjum skóla.
Þá er ég kominn að þeim
bekk þar sem pottur er illa
brotinn, áttunda bekk. Nýtt
námsefni í áttunda bekk er
sáralítið. Ég get fullyrt að þeir
nemendur sem hafa tileinkað
sér námsefni fyrri bekkja hafa
ekkert með áttunda bekk að
gera. Ég get fullyrt það vegna
þess að ég hef reynslu af því
sjálfur. Þrjár síðustu vikur sjö-
unda bekkjar sótti ég ein-
göngu tíma í áttunda bekk og
tók próf úr þeim bekk ásamt
tveim kunningjum mínum og
jafnöldrum. Eg varð varla var
við breytinguna, sem dæmi
get ég nefnt að í íslensku var
sama bók kennd í báðum
bekkjum, munurinn var sá að
áttundi bekkur var kominn
tveim blaðsíðum lengra. í
stærðfræði sýndi kennarinn
mér jöfnuna prósenta • heild
= hluti og sagði að þetta væri
allt sem bættist við í stærð-
fræði áttunda bekkjar. Einn
okkar þriggja sem, .stukkum’ ’
svona yfir áttunda bekk hafði
enga einkunn undir 8 í prófirn-
um og allir náðum við þeim og
vel það. Úr því að svo til meðal-
nemendur geta gert þetta hlýt-
ur eitthvað að vera að þessu
skólastigi, það virðist einfald-
lega ekki vera nauðsynlegt. Ég
hef aldrei orðið var við að hafa
misst nokkuð úr við þetta
framhjáhlaup.
Að koma í níunda bekk var
sáralítið stökk, nema hvað öll
kennsla miðaðist við sam-
ræmdu prófin. Það var hins
vegar nokkurt stökk að koma í
framhaldsskóla, þá fyrst var
farið að gera einhverjar kröfur.
Þótt þær væru ekki miklar til
að byrja með dugðu þær til að
fella um þriðjung nemenda á
fýrsta ári. Fyrsta alvöru stökk-
ið var að koma í annan bekk
menntaskóla, þá fyrst var farið
að gera einhverjar kröfur um
heimavinnu og vinnu yfirleitt.
Ef einhverjum hefur dottið í
hug að gagnfræðaskóli, það er
að segja sjöundi til níundi
bekkur, sé of mikið miðaður
við framhaldsskóla þá er það
út í hött. Þvert á móti undirbýr
gagnfræðaskóli nemendur þá
sem stefna á framhaldsnám
alls ekki nógu vel. Ég er á
stærðfræðibraut og verð sér-
staklega var við að ég er illa
undirbúinn í stærðfræði, eðl-
isfræði og efnafræði. í raun
hefur kennsla í þessum fögum
engin verið í grunnskóla og þá
í mesta lagi eitthvert gutl. Þeir
sem hafa stefnt á framhalds-
nám á því sviði hafa þar af leið-
andi sáralítinn undirbúning
fengið. Ef það er nauðsynlegt
að kenna öllum nemendum í
gagnfræðaskóla það sama þá
er betra að miða kennsluna við
framhaldsskólana en ekki, af
þeirri ástæðu að stærstur hluti
nemenda fer í framhaldsskóla
og þeir sem gera það ekki eru
ekkert verr settir með þá
menntun sem þeir fá heldur en
án hennar.
Niðurstaða mín er sú að
grunnskólarnir gera of litlar
kröfur, sérstaklega síðustu
tveir til þrír bekkirnir. Það
hlýtur að vera eitthvað að
grunnskólakerfinu þegar að-
eins um helmingur þeirra sem
fara í framhaldsnám nær
fyrsta árinu áfallalaust. Það
þarf að losa grunnskólann við
geymsluhlutverkið, þar er
stefnuleysi stjórnvalda í
menntamálum versti Þrándur
í Götu.
5