Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.10.1987, Blaðsíða 8

Heimili og skóli - 01.10.1987, Blaðsíða 8
menn gerðu sér grein fyrir að styrkar og heilbrigðar fjöl- skyldur myndu tryggja sterkt og heilbrigt þjóðfélag. Eins og nú er ástatt, segir Jeny, hugsar fólk ekkert um fjölskyldu sína nema þegar eitthvað er að og einblínir þá á vandamálið sjálft fremur en orsakirnar sem liggja að baki. Þótt fjölskyldan sé komin meira í sjónmáli, a.m.k. í um- ræðu okkar íslendinga, en áð- ur er þó langt í land með að við höfum gefið henni þann sess sem þyrfti. Á aðalmatartíma þjóðarinn- ar klukkan sjö á kvöldin eru sjónvarpsstöðvarnar með efni sem höfðar mjög til bama og unglinga. Þessi matartími er sá tími dagsins þegar fjölskyldan er að jafnaði öll saman komin heima, í sumum tilfellum sá eini. Þetta er ennfremur tími sem er mjög mikilvægur í upp- eldislegu tilliti. Þar við bætist að á þessum tíma sólarhrings- ins em bömin oftast orðin þreytt og foreldramir á stund- um líka. Mótlætaþolið er því minna en oft ella og þá stutt í pirringinn. Það gefur því auga leið að þessi ráðstöfun sjón- varpsstöðvanna eykur mjög á vanda foreldra við að halda fjölskyldunni saman við 8 kvöldverðarborðið og nýta þessa samverustund, enda hafa margir gefist upp við að reyna það. Mér finnst það ætti að vera siðferðileg skylda þessara stöðva að virða matar- tíma þjóðarinnar fremur en að láta sjónarmið samkeppninnar ráða för. Menntakerfið endurspeglar glöggt ríkjandi viðhorf samfé- lagsins. Það er kannski tím- anna tákn að nú er mikil um- ræða í gangi um hvernig það þjóni hlutverki sínu og hvert hlutverkið ætti að vera. Til þessa hafa skólarnir tekið lítið mið af þeim vemleika sem börn og unglingar upplifa sjálf, né heldur reynt að búa þau undir hlutverk sitt sem uppalendur og makar. Fræðsl- an hefur einkum beinst að hlutverkunum úti í þjóðfélag- inu, - að samkeppni og sérhæf- ingu velferðarsamfélagsins. Fjölskyldan og mannleg sam- skipti hafa einnig þar verið hornreka. En ýmsar breytingar eru greinilega í aðsigi eða eru jafn- vel þegar orðnar. Eg tel það t.d. mjög jákvætt að nú er víða haf- in tilraunakennsla í jafnrétti kynja og forvörnum gegn vímuefnum. Mér fmnst at- hygli vert að það fólk sem hef- TVeir að tafli. ur verið að hanna námsefni í þessum greinum og hefur kannað og reynt að meta hvað það er sem kemur unglingun- um að mestu gagni, hefur komist að svipaðri niðurstöðu. Hún er sú að gera unglingana betur meðvitaða um sig sjálfa, eigin tilfinningar og ábyrgð og kenna þeim undirstöðuatriði í heilbrigðum tjáskiptum við annað fólk. - Það verður okkur auðvitað ljóst þegar við förum að skoða orsakir fyrir bæði misrétti og flótta inn í vímuefni að þær felast kannski fyrst og síðast í því að við kunnum ekki sem skyldi að meta og virða okkur sjálf eða aðra og horfast í augu við þá ábyrgð sem við berum sjálf á eigin lífi og sam- félagi. Námsefnið í báðum þessum greinum og þær kennsluaðferðir sem eru not- aðar virðast höfða mjög til unglinganna. Þetta snertir þau sjálf og þeirra líf í dag og styrk- ir þau sem einstaklinga þar sem þau læra sjálf að skoða og meta hlutina sjálf út frá eigin tilfinningum og veruleika og læra að virða ólík sjónarmið. Kennarinn er ekki lengur sÁ sem situr með réttu svörin því öll svör eru í sjálfu sér jafn rétt- há. Hér er sem sé ekki á ferð- inni eitthvert fræðsluefni sem þau eiga að læra utan að eða læra réttu svörin við. Eg tel mikilvægt að haldið verði áfram á þessari braut og að skólamir verði í stakk búnir til að miðla einhveiju af þekk- ingu nútímans um undirstöðu- atriði að andlegu og félagslegu heilbrigði. Slík kennsla er í eðli sínu þroskandi og styrkj- andi bæði fyrir nemendur og kennara eins og allt uppeldis- starf og varla getur það verið þjóðhagslega hagkvæmt að sérfræðingar sitji svo að segja einir að slíkri þekkingu. Karólína Stefánsdóttir húsmóðir og foreldri á Akureyri.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.