Heimili og skóli - 01.10.1987, Síða 11
in annars vegar og ríkisvaldið
hins vegar.
Þrátt fyrir sársauka og erfið-
leika sem nýafstaðnar deilur á
Norðurlandi eystra hafa haft í
för með sér, hafa átök þau sem
þar áttu sér stað, þó skýrt
verulega þýðingu fræðslu-
skrifstofanna fyrir dreifbýlið
og sannað stuðning við þær,
jafnt frá skóiamönnum sem
sveitarstjórnarmönnum.
Fræðsiuskrifstofa Vest-
fjarðaumdæmis er á ísafirði og
síðastiiðinn vetur störfuðu á
hennar vegum auk fræðsiu-
stjóra, forstöðumaður Ráðgjaf-
ar- og sálfræðideiidar, rekstr-
arfuiitrúi, kennslufulltrúi og
sérkennslufulltrúi í hluta-
starfi.
í samvinnu við Fræðsluskrif-
stofuna á Blönduósi sinnti sál-
fræðingur þaðan þjónustu við
skólana í Strandasýsiu. Gekk
það samstarf allvel, enda að-
eins um 100 km frá Blönduósi
til Borðeyrar, en nær 350 km
eru þangað frá ísafirði.
Þá hafa verið ráðnir talkenn-
arar og fleiri til sérstakra verk-
efna. Koma þeir þá að jafnaði
í stuttar ferðir að sumarlagi
eða í leyfum, því yfirleitt eru
þeir í föstu starfi annars staðar.
Skrifstofan hefur staðið fyrir
fræðslufundum og námskeið-
um víðs vegar um svæðið á
undanförnum árum auk miðl-
unar á kennsluefni og útlánum
á videomyndum og hljóðbók-
um.
Samstarf hefur verið gott
með sveitarstjórnum á svæð-
inu og þær hafa sýnt skólamál-
um vaxandi áhuga. Á Fjórð-
ungsþingi í fyrra var ákveðið
að standa að átaki í skólamál-
um á Vestijörðum og var skip-
uð nefnd á vegum Fræðsluráðs
Vestfjarða til að starfa með
sveitarstjórnarmönnum og að-
stoða við framkvæmd. Nefnd
þessi skilaði áfangaskýrslu nú
fyrir skömmu, þar sem gerð er
úttekt á skólahúsnæði og bún-
aði skólanna á Vestfjörðum.
Brunavarnaæfing á Patreksfirði.
Kemur þar fram, líkt og í
þeim könnunum sem áður
hafa verið gerðar (í Reykjanes-
umdæmi 1973-74 og á Vestur-
landi 1975) að verulega skortir
á fullnægjandi aðstöðu til
skólahaldsins, einkum hvað
varðar íþróttarými og félags-
og samkomuaðstöðu. Erfitt er
þó að bera þessar niðurstöður
við hinar fyrri, þar sem nýjar
viðmiðunarreglur eru notaðar
í þessari könnun. Það er raun-
ar ekki tilgangurinn að sýna
fram á vanhæfni skólanna,
heldur hitt, að gera sér betur
grein fyrir því á hverju er byggt
og hvar þarf fyrst að einbeita
sér að framkvæmdum. Næsta
verk nefndarinnar verður síð-
an að vinna á grundvelli
skýrslunnar með sveitastjórn-
um að því að gera fram-
kvæmda- og kostnaðaráætlan-
ir um framhaldið.
Niðurlagsorð
Hér hefur verið spjallað vítt
og breitt um skólamál vestur á
fjörðum. Enginn má taka þetta
sem fræðilega skýrslu eða
greinargerð, um slfkt var ekki
beðið. Vestfirðingum eru ljósir
ýmsir anmarkar á skólamál-
um sínum og ætla sér að bæta
þar um. Þeir hafa sýnt það
löngum, að þeir eru menn til
að ljúka þeim verkum sem þeir
takast á hendur. Svo mun og
verða að þessu sinni.
11