Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.10.1987, Blaðsíða 12

Heimili og skóli - 01.10.1987, Blaðsíða 12
Er menntun ekki undirstaða hvers þjóðfélags? - Gefðu mér gott í skóinn - Um þarfir unglings og þátt skólans Þarfir einstaklinga eru af tvennum toga, þ.e. lífffæðileg- ar, t.d. svefnþörf, kynferðis- þörf o.s.frv. og félagslegar eða áunnar hvatir, en undir þær falla margar hvatir, sem orka sterkt á atferli unglinga, svo sem þörfin fyrir að blanda geði við aðra og sjálfræðishvöt. Þarfir af þessu tagi verða ekki rannsakaðar beint og hlutlægt, enda háðar tilgátum. Athafnahvötina hafa kennar- ar eða skólakerfin ærið oft vanrækt. Það hefur löngum verið litið svo á, að unglingar sem lokið hafa skólaskyldu séu reiðubúnir til að fella sjálfa sig inn í venjubundið og fast- mótað námskerfi, sem ekkert tillit tekur til forvitnisvölunar eða atferlis sem beinist að virkri lausn á námsþrautum. Nám er yfirleitt um of byggt á köldum staðreyndum, sem margar þarf að gleypa hráar, en rannsókn, forvitni eða áhugi á námsstarfinu sjálfu er ekki byggður upp, heldur þvert á móti, nemendur keyrð- ir áfram með góðu eða illu og til þess notaðar einkunnir (töl- ur) fyrir einstök próf. Til þess að virkja þessa sterku hvöt í skólastarfinu þarf að skipu- leggja nám þannig að umbun eða svölun sé fólgin í hinu vits- munalega starfi og nemendur fái svör við þeim spurningum, sem liggja þeim á hjarta eða hugurinn stefnir til. Nemand- inn þarf að eygja tiltölulega ná- lægan tilgang með starfi sínu í skóla, þetta má ekki vera þrúgandi seta og þreytandi áheyrsla. 12 Mikilvægustu félagslegu hvatir ungdómsáranna eru: 1. Þörfin fyrir að komast í snertingu við aðra. 2. Sjálfræðishvötin (að standa á eigin fótum). 3. Frammistöðuhvötin (það að láta sjást e-ð eftir sig). Sú fyrsttalda þessara hvata er fólgin í því að sækjast eftir viðurkenningu, vera tekinn til greina. Þetta er löngunin til að afla sér viðgangs meðal full- orðinna og einkum og sér í lagi jafnaldra. Nú á einstaklingur- inn að láta til sín taka, vera ekki lengur bam, sem klappað er á kollinn. í skólastarfinu þarf að gefa þessari hvöt mikinn gaum. Kennari þarf helst að skapa það andrúmsloft í skólastofu (ef vel ætti að vera) að sérhver einstaklingur finni til stöðu sinnar í bekknum, því að um leið og einhver er settur hjá skapast vamarástand og spenna hjá þeim er fyrir verð- ur og vandamál gjósa upp. Agavandamál verða vart til hjá

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.