Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.10.1987, Side 13

Heimili og skóli - 01.10.1987, Side 13
nemendum sem fá á einn eða annan hátt viðurkenningu eða umbun í starfi bekkjarins (eða hópsins). Það reynist vel að láta nemendur vinna í hóp til þess að hvötin fái fullnægingu. Verkefnin þurfa svo að vera þannig valin að nemendur finni til upphefðar að leysa þau og telji sér þau samboðin. Það sem aftur á móti drepur þessa hvöt eða eitrar andrúmsloftið er, að kennari vanmeti við- leitni unglinganna til að kom- ast af bernskuskeiðinu með því að brýna þá á barnaskap eða umgangast þá sem krakkakjána, sem þurfa strangt eftirlit. Þörfin fyrir sjálfsforræði verður að fá eðlilega útrás á ungdómsárum. Unglingar vilja losna undan áhrifavaldi og afskiptasemi foreldra og taka stjórn sinna mála í eigin hendur. Nú vilja þeir vera útaf fyrir sig, eiga sín persónulegu vandamál (sbr. dagbókina með lásnum í fórum ungu stúlkunnar). Unga fólkið vill lifa sínu eigin lífi, það er and- vígt heimsóknum foreldra í skólana og nánum afskipt- um af frammistöðu (gæti jafn- vel tekið slíkt sem tortryggni og vantraust). Nemendur 14-16 ára ættu jafnvel að fá tækifæri til að bera fram óskir og tillögur um námstilhögun og vinnu í skólunum, slíkt gæti byggt upp sjálfstraust þeirra og þroska, það væri að ýmsu leyti vænlegra í skóla- starfi, en að tilreiða allt ofan frá og miða við ímyndaðar hvatir fullorðinna í þessum efnum. Það er engu líkara en skóli vænti oft og tíðum einsk- is góðs frá nemendum sínum, þetta séu hugmyndasnauðir og vanþroskaðir einstaklingar, sem þurfi að styðja og vernda á allan hátt. En séu unglingar teknir sem hugsandi og á- byrgðarfullir nemendur, gefur það meiri sjálfræðistilfinningu og leiðir til þroskaðra atferlis þeirra. Hvötin sem kallar á frammi- stöðu er þýðingarmikil hjá unglingum einkum í skóla- starfi, því að allt nám sækist best, þegar í kjölfarið fer sú til- finning, að verkefnið hafi verið leyst á fullnægjandi hátt. Það virkar styrkjandi á nem- andann að hafa innt náms- starfið af hendi. Viðurkenn- ingin hefur geysimikla þýð- ingu til að efla þessa hvöt og auðvelda námið. Allir nem- endur gera eitthvað í náminu sem er þakkarvert og þá má ekki undir höfuð leggjast að kennarinn virði það sem vel er gert. Stöðugar aðfinnslur eða hótanir virka öfugt á frammi- stöðuhvötina. Hrós og viður- kenning er öflugasta tæki kennara, þegar þeir vilja koma í veg fyrir námsleiða, en slíkt verður að vera innan skyn- samlegra marka, þ.e. ekki innantómt orðagjálfur. Frammistöðuhvötin er fyrir hendi hjá öllum nemendum en kröfunum í náminu verður að stilla í hóf og gera þær ein- staklingsbundnar í hlutfalli við kröfustig nemendanna. Þannig skapast góður starfs- grundvöllur fyrir kennarann og rétt andrúmsloft í skól- anum. Til þess að varðveita þessa hvöt má ekki láta undir höfuð leggjast í skólastarfinu að sundurgreina og einstakl- ingsbinda námið í bekknum, þannig að sérhver nemandi fái tækifæri til að finna, að skól- inn geri kröfur til hans og hann geti uppfyllt þær að einhverju marki og hljóti viðurkenn- ingu. Þörfin fyrir sjálfsskilning knýr fram löngunina til að finna sinn eigin rétta tján- ingarmáta, kanna möguleika sína, efla dugnað sinn og skilning, verða skapandi persóna og þroska sjálfan sig á verðugan og fullnægjandi hátt (sbr. fyrirmyndar móðir - prýðis íþróttamaður - skap- andi listamaður). Þegar þess- ari víðtæku þörf er fullnægt, á sér stað nýtt nám og stöðug þróun, en sé hún ófullnægð, stendur einstaklingur í stað eða dagar uppi. Þegar vitsmunalegur þroski einstaklingsins eykst, vakna knýjandi spurningar um sannleikann - réttlætið - trúna - hugsjónirnar. Skilningseyð- urnar þarf að fylla. Á þessu skeiði (unglingsárum) verður skoðanamyndun og afstaðan til lífsins sjálfs áleitið viðfangs- efnihugans. Spurningin: Hver er ég ? er í brennidepli. Að þessari viðkvæmu en yfirgripsmiklu hvöt verða skólar að hlynna, einkum í þjóðfélögum neyslu og sam- keppni, þar sem foreldrar og forsvarsmenn unglinga hafa lítinn eða engan tíma aflögu til að tala við ungt fólk eða opna því hugarfylgsni sín, enda ó- víst, að margir treystu sér til svo opins eða náins sambands við sín eigin börn og unglinga. Það hlýtur þess vegna að vera í verkahring kennara, sem vill taka starf sitt alvar- lega, að gefa nemendum sín- um innsýn í eigin persónulega mannshugsjón og lífsviðhorf, en ekki þó í áróðursskyni, heldur svo að sjónhringur hins unga stækki og hann þar með fái ný viðhorf til að vega og meta. Skólar þurfa þess vegna að hugsa fyrir því að búa nem- endurna undir lífið sjálft með því að sýna þeim þjóðfélagið í hnotskurn og kynna þeim heimspeki- og trúarkenningar, en áróðurslaust. Páll Helgason Grunnskólanum Sigluflrði 13

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.