Heimili og skóli - 01.10.1987, Síða 14
Nokkur orð um málefni
heimavistarskóla
í þessu greinarkorni ætla ég
að segja stuttlega frá starfi
nokkurra kennara við heima-
vistarskóla á Fljótsdalshéraði
og lýsa lítillega hugmyndum
þeirra um eðli og hlutverk
heimavistarskóla og nauðsyn-
legar breytingar á starfsemi
þeirra.
Inngangur
Eitt af því sem til skamms
tíma einkenndi skólahald í
sveitum á Islandi voru heima-
vistarskólar. Þessum skólum
hefur að vísu fækkað mjög á
síðustu árum en engu að síður
eru enn starfandi u.þ.b. 34
heimavistarskólar á grunn-
skólastigi og hafa innan sinna
veggja um 1000 nemendur.
Því miður hefur verið næsta
hljótt um þessa skóla í skóla-
málaumræðum síðustu ára.
Svo virðist sem bæði skóla-
menn og stjórnvöld hafi litið á
þá sem bráðabirgðalausn sem
ekki sé ástæða til að eyða tíma
í að ræða, hvað þá eyða fé í að
byggja upp innra starf þeirra.
Upp á síðkastið hefur ýmislegt
orðið til að ýta undir umræður
um skólahald á landsbyggð-
inni og sem betur fer er nú ým-
islegt til marks um að nokkur
áhugi hafi vaknað á málefnum
þessara skóla.
Héraðshópurinn
Síðastliðið ár hefur hópur
kennara austur á Fljótdalshér-
aði unnið nokkuð að því að
vekja athygli á málefnumum
heimavistarskóla. Hér er um
að ræða kennara við Alþýðu-
skólann á Eiðum, Grunnskól-
ann á Eiðum og Hallorms-
staðaskóla.
Fyrsta verkefni hópsins var
að vekja athygli á því ófremd-
14
arástandi sem ríkir í kjaramál-
um þeirra kennara sem sinna
heimavistargæslu. í þeim til-
gangi samdi hópurinn og sendi
fulltrúaráði og samninganefnd
KÍ, í febrúar ’86, ítarlegar til-
lögur um þau kjaraatriði sem
sambandið þyrfti að berjast
fyrir til að tryggja kjör þessa
fólks. Þessar kröfur, ásamt
greinargerð, voru einnig send-
ar öllum heimavistarskólum á
landinu í mars ’86.
í vetur hefur hópurinn unnið
að því að kanna þau ákvæði
laga og reglugerða sem tengj-
ast heimavistarskólum og
reynt að gera sér grein fyrir
hvernig þau eru framkvæmd.
Ennfremur höfum við sett
fram nokkuð ítarlegar hug-
myndir um eðli og æskilegt
fyrirkomulag þess starfs sem
fram þarf að fara á heimavist-
um.
Þessi gögn hafa verið send
nokkrum aðilum, m.a. skóla-
málaráði KÍ, Skólaþróunar-
deild menntamálaráðuneytis-
ins og nokkrum fræðsluskrif-
stofum. Einnig er hugmyndin
að senda þau til allra heima-
vistarskóla á næstunni.
Ég mun nú í stuttu máli
reyna að gera grein fyrir
nokkrum atriðum sem hópur-
inn leggur áherslu á.
Lög og reglugerðir
Hópurinn vill sérstaklega
benda á mikilvægi eftirfarandi
laga- og reglugerðarákvæða og
nauðsyn þess að þau séu höfð
í heiðri:
í 25. grein grunnskólalag-
anna segir m.a.:
,, . . . Viðgerð heimavistar-
skóla skal kappkostað, að
þeir minni sem mest á al-
menn heimili og sé þannig
gengið frá að nemendur geti
jafnan náð til umsjónar-
manns heimavistar.”
I reglugerð um heimavistir
grunnskóla nr. 428/1978 segir
ennfremur:
3. gr. í heimavistum skal eft-
irlit og umsjón nemenda vera
í höndum kennara, fóstra
eða annarra starfsmanna
með uppeldismenntun . . .
4. gr. Gœslufólk skal leitast
við að veita nemendum hlið-
stœða umhyggju og vernd og
þeir njóta á heimilum sín-
um . . .
Alþýðuskólinn á Eiðum.