Heimili og skóli - 01.10.1987, Síða 15
5. gr. I öllum heimavistar-
skólum skal aðbúnaður vera
þannig að nemendur geti
notið sem best hvíldar og
nœðis utan skólatíma. Einn-
ig sé góð aðstaða til tóm-
stunda- og félagsstarfa. (Let-
urbreytingar eru höfundar).
Þessi ákvæði eru sérlega
mikilvæg í ljósi þess að heima-
vistarskólar eru uppeldis-
stofnanir í mun meira mæli en
heimangönguskólar. Þá átta
mánuði á ári sem slíkir skólar
starfa verða þeir að koma í stað
heimila nemendanna og
starfsfólk þeirra verður að
verulegu leyti staðgenglar for-
eldra. Þar að auki verður
heimavistarskóli að sinna þörf
nemendanna fyrir félags- og
tómstundastörf og gegna
þannig hlutverki þeirra félags-
og æskulýðsmiðstöðva sem
nemendur þéttbýlisskóla eiga
oftast aðgang að.
Sé litið á skólana í þessu ljósi
eru einkum tvö svið sem leggja
verður áherslu á: Annars vegar
er það húsnæði og búnaður og
hins vegar sú umönnun starfs-
fólks sem tryggja þarf nem-
endum.
Verður nú vikið nokkuð að
hvoru fyrir sig.
Húsnæði og
aðbúnaður
Því miður liggur ekki fyrir
nein úttekt á búnaði heima-
vista en það er skoðun okkíir
að mikið vanti á að framan-
greindum reglugerðarákvæð-
um sé fullnægt. Freistandi
væri að rökstyðja þessa full-
yrðingu með dæmum úr raun-
veruleikanum. Það vrður þó
látið ógert að sinni en þess í
stað vitnað í nýútkomna
skýrslu OECD um skólamál á
Islandi.
í stuttu máli þá draga höf-
undar skýrslunnar upp þá
mynd af heimavistarskólum
að þrátt fyrir að húsnæði
þeirra sé oft aðlaðandi á ytra
borxM líði þeir fyrir mennt-
unarskort kennara, tíð
kennaraskipti og skort á
rými, búnaði og fjármagni
og skorti algerlega þá fé-
lagsaðstöðu og aðbúnað
sem börn þurfi.
,,Gæsla”
Hópurinn skilur þau ákvæði
reglugerðarinnar um heima-
vistir sem vitnað var til hér að
framan þannig að nemendur
eigi rétt á umönnun uppeldis-
menntaðs fólks allan þann
tima sem þeir eru ekki í
kennslustundum, hvort
heldur er að nóttu eða degi.
Því miður er menntamála-
ráðuneytið á öðru máli.
Ákvæði þessarar sömu reglu-
gerðar um greiðslur fyrir
gæslustörf í heimavistum taka
af öll tvímæli um það. Þessi út-
reikningur á gæsluþörf nem-
enda gengur undir nafninu
„gæslukvóti” og er reiknaður
út frá nemendafjölda. Lág-
markskvótinn er 26,63 stund-
ir á viku (ykkur missýndist
ekki, hann er reiknaður með
tveimur aukastöfum) og er
miðaður við 6-10 nemendur í
heimavist. Það verður naum-
ast skilið öðruvísi en svo að
séu nemendur færri þurfi þeir
enga gæslu. Sé nú þessum
stundafjölda jafnað niður á
tímann frá mánudagsmorgni
til föstudagskvölds fást u.þ.b.
sex stundir á sólarhring. Sé
reiknað með því að kennslu
ljúki um kl. 4 á daginn og tveir
tímar hafi farið í gæslu í matar-
tímum, nægir gæslukvótinn til
kl. 8 um kvöldið. Þá eru
a.m.k. 12 klukkutímar þang-
að til kennsla hefst næsta
morgun. Umönnun sína þann
tíma hljóta nemendur í svona
skóla að eiga undir mann-
gæsku kennara sinna og þolin-
mæði þeirra gagnvart enda-
lausum brotum á kjarasamn-
ingum og lögum um lágmarks-
hvíldartíma.
I þeim skólum þar sem kenn-
araíbúðir eru ekki tengdar
heimavist þarf gæslukvótinn
að vera 18 stundir á sólarhring
til að hægt sé að sinna nætur-
umsjón. Og þær stundir halda
áfram að vera 60 mínútur hver
þó nemendur séu ekki nema
6. Það þarf hins vegar 95 nem-
endur til að því marki verði
náð. Og þá þarf einn maður að
veita 95 nemendum samtímis,
hliðstæða umhyggju og vernd
og þeir njóta á heimilum sín-
um. Ég er ekki frá því að jafn-
vel átján barna föður úr álf-
heimum hefðu fallist hendur
frammi fyrir slíku hlutverki.
Að mati hópsins er eina leið-
in út úr þessum fáránleika sú
að hætt verði að úthluta skól-
um föstum kvóta til gæslu, án
tillits til aðstæðna, eins og nú
er gert. Þess í stað verður að
viðurkenna mat skólastjóra
hvers skóla á gæsluþörf miðað
við aðstæður.
Eigi heimavistarskólar að
standa undir nafni sem upp-
eldisstofnanir verður að setja
reglur um hámarksfjölda nem-
enda sem hver starfsmaður má
hafa umsjón með hverju sinni.
Jafnframt verður að afnema
það fráleita fyrirkomulag að
leggja sólarhringsumsjón
nemenda á kennara sem eru í
fullu starfi við kennslu. Þetta
þýðir auðvitað að ekki verður
hjá því komist að veita heima-
vistarskólum rétt til að ráða
íleira starfsfólk en heiman-
gönguskólum.
Nú mun mál að þessum
skrifum linni. llér er ekki
rými til að gera þessu máli
tæmandi skil og því er margt
ósagt. Við það verður að sitja
að sinni. En hafi þessar línur
orðið til að vekja einhverja til
umhugsunar og kannski and-
svara er til nokkurs unnið.
Rúnar Sigþórsson
Alþýðuskólanum á Eiðum
15