Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.10.1987, Blaðsíða 17

Heimili og skóli - 01.10.1987, Blaðsíða 17
um úrræði, og ákvörðun tekin í samráði við foreldra og kenn- ara. Nokkuð er um að foreldrar leiti til sérkennara RSD með áhyggjur af námsframvindu barna sinna. Við fögnum slíku frumkvæði og undirstrikum að þessi þjónusta er opin öll- um foreldrum grunnskóla- nemenda, ekki síður en kenn- urum. Starfssvið sálfræðings á RSD Sálfræðingur á RSD hefur sití fasta aðsetur á deildinni, sem er hluti af Fræðsluskrifstofu. Mikill hluti starfsins fer hins- vegar fram í skólum þess svæðis, sem Fræðsluskrifstof- an þjónar. Auk beinnar vinnu með kennurum, nemendum og foreldrum, tekur sálfræð- ingurinn þátt í að móta stefnu í uppbyggingu skólastarfsins. Þetta gerir hann með rann- sóknarvinnu, námskeiðahaldi fyrir kennara og skólastjórn- endur, og með virkri þátttöku í opinberri umræðu um skóla- mál. Líta má á sálfræðing skóla, sem úrræði og stuðning til handa nemendum fyrst og fremst. Það þýðir þó ekki, að sálfræðingurinn vinni ein- göngu með einstaka nemend- ur eða hópa. Sálfræðingurinn er í samstarfl við flesta þá að- ila, sem hugsanlega tengjast skólagöngu, uppeldi og velferð nemendanna, og þá fyrst og fremst foreldra og kennara. Það má því segja, að starfið fel- ist aðallega í því að styðja við nemendur, og þá sem eru í sem mestum tengslum við þá. Sál- fræðingurinn miðlar þekkingu sinni um andlega líðan nem- andans, þroska hans og þær breytingar, sem hann gengur í gegnum í uppvextinum. I skólanum vinnur sálfræð- ingurinn að lausnum þeirra erfiðleika sem nemandinn kann að eiga í. Það gerir hann í samvinnu við foreldra, kenn- ara og e.t.v. sérfræðinga utan skólans. Erfiðleikarnir geta verið margvíslegir, s.s. náms- eða aðlögunarvandamál, lík- amleg fötlun, andlegur sein- þroski eða vanlíðan af ýmsum toga. Sálfræðingurinn greinir og leggur á ráðin, ásamt sér- kennara, varðandi þá nem- endur, sem hægt er að mæta og hjálpa með stuðnings- og sér- kennslu. Hann fýlgir þessum nemendum eftir og er innan handar með ráðgjöf til heimilis og skóla. Mikill hluti vinnunnar fer í viðræður við kennara, foreldra og nemandann um námið, námsaðferðir og líðan nem- andans í skólanum. Einnig er tekið á vandamálum fjöl- skyldunnar, ef einhver eru og vilji fyrir hendi til að taka á þeim. Það er þó vert að geta þess, að í flestum tilfellum er hægt að leysa þau vandamál sem upp koma hjá nemandan- um, innan veggja skólans. Það er ljóst, að þroski nemandans felur oft á tíðum í sér tíma- bundið andlegt álag, sem hægt er að líta á sem jákvæð átök við lífið og tilveruna. Þetta álag, eða sú tímabundna andlega kreppa, sem nemandinn upp- lifir, er þess eðlis að nemand- inn kemst sjálfur, eða með að- stoð foreldra og félaga, í gegn- um þá erfiðleika. Það kemur þó fyrir að börn þurfi, í lengri eða skemmri tíma, meiri að- stoð og þá sérfræðilega. Hvenær er leitað til sérfræðings? Það er afar mismunandi hve- nær kennurum, foreldrum eða nemendum sjálfum fmnst þeir Reglugerð um ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu grunnskóla 3. gr. Hlutverk ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu er: a) að nýta sálfræðilega og uppeldisfræðilega þekkingu í skólastarfi, b) að vera ráðgefandi um umbætur í skólastarfi sem verða mættu til að fyrirbyggja geðræn vandkvæði og námsörðugleika, c) að annast rannsókn á afbrigðilegum nemendum og þeim sem ekki nýtast hæfileikar í námi og starfi, d) að vera skólastjórum og kennurum til ráðuneytis um kennslu og foreldrum til leiðbeiningar um uppeldi og meðferð nemenda sem rannsakaðir eru (sbr. c-lið), e) að taka til meðferðar nemendur, sem sýna merki geð- rænna erfiðleika, og leiðbeina foreldrum og kennur- um um meðferð þeirra, f) að annast hæfniprófaniar og ráðgjöf í sambandi við náms- og starfsval unglinga, g) að annast ýmis rannsóknarstörf og athuganir í sam- bandi við ráðgjafarþjónustuna. 17

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.