Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.10.1987, Page 18

Heimili og skóli - 01.10.1987, Page 18
vera í þörf fyrir sérfræðilega ráðgjöf. Algengast er, að kenn- ari viðkomandi nemanda, hafi fyrstur samband við RSD. Leiti kennari aðstoðar varð- andi einstakan nemanda, verður hann ætíð að afla sam- þykkis foreldra fyrir því. Sér- fræðingar RSD taka aldrei við beiðni um athugun nema sam- þykki foreldra liggi fyrir. Þess- ar beiðnir fara eftir ákveðnu tilvísunarkerfi og er það háð eðii erindisins, hvort það er sérkennari eða sálfræðingur, sem tekur málið að sér. Eðli- lega getur slík tilvísun einnig verið stíluð beint á ákveðinn sérfræðing. Hafi tilvísun borist og sér- fræðingurinn byrjað athugun, gefst foreldrum að sjáifsögðu tækifæri til að fylgjast með framvindu mála. Sérfræðing- urinn hefur einnig heilmikið til foreldranna að sækja. Það eru mikiivægar uppiýsingar, sem þeir geta veitt um nem- andann, s.s. þroskaferil, hegð- un og venjur á heimili. Sérfræðingurinn hefur ráð- gefandi hlutverki að gegna. I Iann kemur einungis með til- lögur og ráðgjöf um það, hvernig hugsanlega megi leysa tiltekið mál. Sérfræðingurinn getur aldrei ákveðið, þvert gegn vilja foreldra, eitthvert úrræði og framkvæmt það. Það er algerlega undir þeim komið, sem fara fram á ráðgjöf, hvort farið er eftir henni eða ekki. Það er augljóst, að ráðgjöf, sem veitt er dugar skammt, ef allir eru ekki á eitt sáttir um að fara eftir henni. Það er því mikilvægt að þeir, sem leita slíkrar ráðgjafar, sem RSD býður, velti því vel fyrir sér, hvaða áhrif sú ráðgjöf getur haft fyrir einstaklinginn og hans nánasta umhverfi. Hverjir geta leitað þjónustunnar og hvernig? Eins og áður sagði er það al- 18 gengt, að kennarar leiti aðstoð- ar RSD vegna starfs síns. Þeir eru samt sem áður einungis hluti af þeim, sem geta nýtt sér þessa þjónustu. AÍlir foreldrar nemenda í grunnskólanum, auk nemendanna sjálfra, geta leitað til sérfræðinga RSD. Það er annað hvort hægt að leita beint til skrifstofunnar eða nýta sér milligöngu skóla- stjóra eða kennara. í stærstu skólunum eru sálfræðingar með fasta viðverutíma. Heim- sóknir í minni skólana eru farnar í samráði við starfsfólk þeirra. Sömuleiðis heimsóknir sérkennslufulltrúa. Það er mikilvægt, að þeim sem hafa nánust samskipti við nemandann, finnist þeir óhindrað geta leitað þjónustu RSD. Foreldrar og kennarar, sem fylgjast náið með skóla- göngu nemandans, finna fljótt ef eitthvað er að, og hvort ein- hverju megi breyta. Foreldrar ættu að vera óhræddir að ræða við kennara eða sérfræðinga á RSD og koma með ábending- ar. Því fyrr sem hægt er að taka á vandanum, þeim mun meiri líkur eru á að við hann ráðist í tíma. Stundum verðum við vör við að foreldrar hika við að taka tilboði um aðstoð af hálfu RSD. Ýmsar ástæður kunna að vera fyrir slíku hiki. Sumir kvíða því, að barn þeirra og fjölskylda þess verði stimplað sem eitthvert undirmálsfólk, þiggi það aðstoð sálfræðings eða sérkennara. Sumir hafa tilhneigingu til að afneita vandanum, og telja því aðstoð sérfræðinga ónauðsynlega. Aðrir telja vandann það smá- vægilegan, að ekki megi eyða dýrmætum tíma sérfræðings í slíkt smáræði. Enn aðrir eru hræddir um meðferð þeirra upplýsinga, sem þeir kunna að verða krafðir um, þegar lausna er leitað á tilgreindum vanda. Fleiri ástæður væri unnt að tilgreina, en þeim og ofangreindum er það sam- eiginlegt að vera að verulegu leyti á misskilningi byggðar. Erfiðleikar fara ekki í mann- greinarálit, og allir eiga sama rétt á þjónustu af hálfu skrif- stofunnar. Of fáir gera sér grein fyrir því, að reikna má með að fimmta hvert barn þurfi á einhverri séraðstoð að halda einhvern tíma á grunn- skólaleiðinni. Það hafa endur- teknar kannanir, innlendar og erlendar, staðfest. Æ fleiri for- eldrar gera sér og grein fyrir því, að þeir eru ekki einu for- eldrarnir, sem þurfa sérfræði- aðstoð við lausn einhvers vanda. Reyndir skólamenn hafa sagt, að ein mesta breyt- ingin, sem þeir hafi orðið varir við síðustu áratugina, sé einmitt jákvæðari viðhorf for- eldra til þeirra sérúrræða, sem skólinn býður upp á. Óttinn við að vera talinn eitt- hvað ruglaður, leiti maður að- stoðar sálfræðings, er á und- anhaldi. Þó má ætla, að hann sé til staðar í nokkrum mæli, þótt undantekning sé, að þjón- ustutilboði sé hafnað af þeim sökum. Svo virðist sem þessi ótti byggist fyrst og fremst á vanþekkingu á störfum sál- fræðinga. Alla vega er reynsla okkar sú, að óttinn hjaðni, oft eins og dögg fyrir sólu, þegar fólk hefur fengið tækifæri til að átta sig á og skilja, hvernig sálfræðingar vinna. Leitt þykir okkur, þegar við höfum af því spurnir, að fólk hafi ekki viljað trufla okkur, þar sem það taldi víst, að okk- ur mundi þykja vandi þess svo ómerkilegur eða smávægileg- ur. Þetta getur leitt til þess, að neikvæðri þróun er ekki snúíð við, meðan það er hvað auð- veldast. Fyrir vikið verða lausnaleiðirnar vandfundnari og framkvæmdin oftlega tíma- frek og flókin. Því er mikil- vægt að draga það ekki að leáta ráða, sé fólki ráðafátt í eín- hverjum þeim aðstæðum, er varða skólagöngu barns, líðan þess eða uppeldi.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.