Heimili og skóli - 01.10.1987, Blaðsíða 24
Reynsla kennara af Fræðsluskrifstofunni:
Fræðsluskrifstofan hefur sannað gildi sitt
- Valey Jónsdóttir -
Eftirfarandi pistill er unninn
upp úr viðtali sem fram fór um
síma við Valeyju Jónsdóttir
kennara á Siglufirði. Valey
hefur mikla reynslu af sér-
kennslu.
- rIblur þú að Fræðsluskrif-
stofur úti íkjördæmunum hafi
sannað gildi sitt?
,,Já það tel ég tvímælalaust
og þá lít ég fyrst og fremst til
þeirra breytinga sem urðu eftir
að Fræðsluskrifstofan á
Blönduósi tók til starfa. Nú er
þeim bömum sem em með
sérþarfir á einhverju sviði
náms og þroska mun meiri
gaumur gefinn en fyrr. Þá er og
einnig auðveldara að nálgast
ýmiskonar upplýsingar er
tengjast kennarastarfinu fyrir
tilstilli þessarar stofnunar.”
— Nú er Sigiufjörður býsna
fjarri aðsetri skrifstofunnar á
BJönduósi. Virðist þér sem
það hái samstarfinu?
,, Já það gerir það. Starfsfólk
ráðgjafa- og sálfræðiþjónust-
unnar hefur ekki haft tök á að
koma nógu oft í skólann í vet-
ur. Það er afar slæmt þegar of
langur tími líður milli heim-
sókna og mér finnst úrvinnsla
dragast óeðlilega á langinn.’ ’
- Hvað telur þú helst til
úrbóta?
,,Fyrir fáum ámm störfuðu 2
sérkennslufulltrúar í kjör-
dæminu og var það til bóta. Ég
tel að menntaður sérkennari
nýttist vel við leiðbeinanda-
starf kennslufræðilegs eðlis
meðfram þeirri starfsemi sem
fyrir er.’ ’
Frá Grunnskóla Blönduóss
- Sigurlaug Þóra Hermanns, kennari -
Grunnskóli Blönduóss er 8'/?
mánaðar skóli. Nemendur em
227 í 10 bekkjardeildum.
Kennarar eru 17, þar af 13 í
fullu starfi. Skólastjóri er Ei-
ríkur Jónsson.
Nemendum hefur fjölgað
jafnt og þétt undanfarin ár og
er skólahúsnæðið orðið allt of
þétt setið. Þess má geta að
vegna þrengsla em nokkrar
greinar kenndar utan skólans,
svo sem heimilisfræði, hand-
mennt (smíðar og handavinna)
og tónmennt að hluta til.
Síðastliðinn vetur tók til
starfa vísir að sérdeild sem á
vonandi eftir að styðja við bak-
ið á þeim sem erfitt eiga með
að nýta sér kennslu í hinum al-
24
mennu bekkjardeildum.
Félagslíf er blómlegt, bekkj-
arkvöld eru einu sinni í mán-
uði fyrir nemendur yngri
bekkja undir stjóm umsjónar-
kennara. Þessi kvöld em mjög
vinsæl meðal nemenda. Þarna
geta þau tjáð sig í leik, söng og
dansi, þau kynnast hvert öðm
betur svo og kennaranum. Það
má segja að þessar stundir efli
samkenndina, þjappi hópnum
saman og með lagni er hægt að
láta óframfæma einstaklinga
læðast út úr skelinni og fá þá
til að taka þátt í gleðskapnum
af lífi og sál.
Opið hús er svo hálfsmán-
aðarlega fyrir 5 bekk og upp úr
og einnig sér 9. bekkur um op-
ið hús 2-3 sinnum á vetri fyrír
6-10 ára nemendur.
5. desember fóru nemend-
ur 4. bekkjar í kynnisferð
til Skagastrandar, skoðuðu
frystitogarann Örvar og heim-
sóttu fyrirtæki á staðnum.
Vom móttökur frábærar í alla