Heimili og skóli

Ataaseq assigiiaat ilaat

Heimili og skóli - 01.10.1987, Qupperneq 25

Heimili og skóli - 01.10.1987, Qupperneq 25
staði. Síðan var unnið úr heim- ildum og sett upp sýning fyrir foreldra og buðu nemendur einnig jafnöldrum frá Skaga- strönd ásamt kennara og skólastjóra. Fleiri bekkir hafa verið með foreldrakvöld í þess- um dúr og hefur vinna og und- irbúningur farið fram í samfé- lagsfræðitímum svo og móður- málstímum. I nóvember og desember var danskennsla á vegum Danslínunnar og 21. janúar leikhúsferð til Sauðár- króks, fóru þangað 100 nem- endur úr yngri bekkjum skól- ans til að sjá Línu langsokk og Erla ísafold Sigurðardóttir, 9 ára frá Vestmannaeyjum: - Hvernig fannst þér að skipta um skóla? ,,Gaman.” - Hverjar eru helstu breyt- ingarnar? ,,I Vestmannaeyjum var ég í skólanum eftir hádegi en héma fyrir hádegi og mér finnst þetta miklu betra. Við vomm 16 í mínum bekk í Eyj- um en 23 hér. Svo emm við með svo skemmtilegar móður- málsbækur hér.’ ’ - Saknar þú einhvers frá Eyjum? ,,Já, ömmu og afa og svo vin- konu minnar. Svo var sund- laugin miklu betri þar, hún er með salti en ekki klór og mað- ur flýtur miklu betur.’ ’ skemmtu allir sér konunglega. í vetur gáfu nemendur 9. bekkjar út blaðið Skóla-Líf undir handleiðslu kennara sinna í samfélagsgreinum. Engin félagsaðstaða hefur verið fyrir nemendur utan skólans, en framundan er stór- átak í þessum málum. Hefur Blönduóshreppur gert samn- ing við Félagsheimilið um leigu á efri hæð hússins undir þessa starfsemi og færast þá föst skemmtikvöld (að vild) úr skólanum í félagsmiðstöðina. Iþróttafréttir: Nemendur 4.-6. bekkjar heimsóttu Borg- ames í nóvember. Var keppt í boltagreinum, skák, borð- tennis og diskótek á eftir. 16. febrúar kepptu 7.-9. bekkur í boltagreinum að Húnavöllum. Keppendur vom frá Húnavöllum, Skagaströnd, Hvammstanga og Blönduósi. Einnig hafa bekkjakennarar farið með nemendur í keppnis- og kynnisferðir t.d. að Húna- völlum. Eins og sjá má er líf og íjör hér á Blönduósi og alveg óþarfí að láta sér leiðast. Viðtöl við nemendur sem eru nýlega fluttir til Blönduóss — Hvernig fannst þér að kynnast krökkunum og kom- ast inn í hópinn? ,,Ég var fljót að kynnast og eignast vinkonur. Það var líka bekkjarkvöld tveimur dögum eftir að ég byrjaði og þá kynnt- ist ég öllum.” Elías Öm Eyþórsson, 10 ára frá Seljaskóla í Breið- holti: — Hvemig fannst þér að skipta um skóla? ,,Bara gaman.” - Hverjar eru helstu breyt- ingarnar? ,,Þar vom alltof margir krakkar og ekki eins mikið fé- lagsh'f.’ ’ - Saknar þú einhvers? ,,Já, ég sakna íþróttasalar- ins, hann var sko bæði stór og flottur.’ ’ — Hvernig fannst þér að kynnast krökkunum og kom- ast í hópinn? „Það var auðvelt, ég þekkti flesta. Ég átti nefnilega heima hér einu sinni og svo var ég hérna á sumrin eftir að ég flutti suður.’ ’ Asgeir Hólm, 10 ára frá ísa- firði: - Hvernig fannst þér að skipta um skóla? ,,Mér fannst það ágætt.” — Hverjar eru helstu breyt- ingarnar? ,,Hér em færri krakkar, svo vom ekki svona oft bekkjar- kvöld á ísafirði, bara eitt á vetri. Við fómm heldur aldrei svona í leikhúsferðir.’ ’ — Saknar þú einhvers? ,,Ekki úr skólanum, en ég sakna vina og ættingja.” — Hvemig fannst þér að kynnast krökkunum og kom- ast í hópinn? ,,Það var allt í lagi, það gekk bara ljómandi vel.” 25

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.