Heimili og skóli

Ataaseq assigiiaat ilaat

Heimili og skóli - 01.10.1987, Qupperneq 29

Heimili og skóli - 01.10.1987, Qupperneq 29
Skólaskipti - Ingibjörg Magnúsdóttir - Er æskilegt íyrir böm að skipta um skóla milli sjötta og sjöunda bekkjar gmnnskóla? Eg treysti mér ekki til að svara þessari spurningu játandi eða neitandi, þar sem aðstæður á hinum ýmsu stöðum geta verið mjög mismunandi. Ég hef t.d. ekki trú á að svo róttækar breytingar séu æskilegar fyrir börn á þessum aldri, að skipta um skóla, bekkjarfélaga, um- hverfi og kennara. Þetta er við- kvæmur aldur og á þessum aldri em börn oft mjög háð vinum sínum í skólanum. Þó þekki ég dæmi um börn, sem flust hafa með fjölskyldum sínum á milli staða á þessum aldri og gengið hefur ljómandi vel að aðlagast breyttum að- stæðum. Viss aðskilnaður barna í efstu og neðstu bekkjum gmnnskólans hefur sína kosti þar sem gífurlegur munur er á nemanda í forskólabekk og nemanda í níunda bekk grunnskóla. Hér á Húsavík flytjast börnin í gagnfræðaskólann þegar þau hefja nám í sjöunda bekk. Mjög skammt er á milli skóla- húsanna og leikfimikennsla fyrir báða skólana hefur farið fram í húsnæði barnaskólans. 'léngslin við gömlu félagana rofna ekki, þar sem aðeins er um einn skóla fyrir þennan aldursflokk að ræða, á staðn- um. Þau börn sem ég þekki best til láta mjög vel af þessari skiptingu, því þó kennslu- hættir breytist nokkuð og nýir kennarar taki við þá em börn- in þó enn í vissum tengslum við gamla skólann sinn og skólafélagana. Á þessum aldri er líka eitt að- almarkmiðið að verða stór og þegar börnin flytja sig úr barnaskólanum í gagnfræða- skólann stækka þau öll skelf- ingar býsn, í raun má segja að þau breytist bæði í sínum eigin augum og annarra, úr börnum í unglinga. Þegar ég sjálf steig þetta skref var barnaskólinn og gagnfræðaskólinn í sama skólahúsi, en gagnfræðaskól- inn var á efri hæðinni. Það var ein af þessum stóm stundum í lífinu að ganga upp stigann um haustið og vera komin í gaggó. I^esið af meginljorra þjóðarinnar daglega! Auglýsingasíminn er 23634 Áskriftarsíminn er 21100 Hafnarstræti 85, Akureyri 29

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.