Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1964, Síða 5

Læknaneminn - 01.07.1964, Síða 5
LÆKNANEMINN 5 oddsen: Therapían er exstirpation. En á að taka mikið eða lítið, á að láta sárið fyllast upp eða á að sauma það saman og þá hvernig? Á að sauma subcutis fyrst og síð- an húðina eða á að sauma með einfaldri djúpri saumaröð sem heldur sárveggjunum saman, eða á kannski að sauma húðbarmana niður í fascíuna í sárbotninum og skilja eftir rennu í miðju svo að engin hætta sé á að holrúm verði undir húðinni? Er einhvers konar eftirmeðferð æskileg eða jafnvel nauðsynleg ? Sennilega er þeim sem oft hafa reynt að lækna þennan sjúkdóm öðrum ljósara, hve fjarstætt er að setja fram ákveðnar reglur um meðferð hans og segja: Svona á að gera við sinus pilonidalis! Reynslan kennir að í þessu efni sem mörgum öðrum verða menn látlaust að þreifa sig áfram, haga sér eftir aðstæðum, vanda hverju sinni valið á svari við þeirri spurn- ingu, sem þó virðist í aðalatriðum vera hin sama æ ofan í æ. Kennari minn einn, prófessor í skurðlækn- ingum, hrósaði aðstoðarlækni sín- um með þessum orðum, þegar rætt var um meðferð brunasára: ,,He does not use any particular met- hod. He treats burns by intelli- gence“. Svipað á við um meðferð sinus pilonidalis, en ekki væri úr vegi að lokum að rif ja upp nokkur atriði, sem orðið gætu leiðarvísir þeim sem eiga eftir að þreifa sig áfram. 1. Aðeins bráðabirgðaaðgerð kemur til greina meðan svæðið er bólgið; incisio, drænage og, ef sér- staklega stendur á, lyfjagjöf. 2. Húðin þarf að vera eins hrein og heil og kostur er, og er ekkert áhorfsmál að búa sjúklinginn sem bszt undir radical aðgerð með rakstri og þvottum. Ekki er tilfinn- anlegt þótt sá undirbúningur tef ji aðgerðina í nokkra daga, ef þurfa þykir. Þeir dagar eru líklegir til að 1. mynd: A. Litlu opin í miðlínu. B. Fistilgangurinn. C. Fistilopið. skila sér aftur með rentum og renturentum í skjótum og örugg- um bata. 3. Áður en aðgerð hefst er rétt að gera sér eftir föngum hugmynd um útbreiðslu fistilganganna (sondera), og þeir sem hafa vanið sig á að sprauta ,,bleki“ (met- hylenbláma) inn í fistilinn eiga erfitt með að komast af án þess. 4. Ef ætlunin er að loka sárinu, og það er vitaskuld æskilegast, er nauðsynlegt að nema burt allan fistilinn en taka á hinn bóginn sem minnst af normal vef, og gefur þá auga leið að ,,blekið“ er mikið þarfaþing. Því minna sem tekið er af húð og subcutis því auðveld- ara er að loka sárinu, því minni verður þenslan og meiri líkur til að sárið grói per primam intentionem. Sumir virðast halda að keppi- keflið sé að flá sem stærst flykki burtu, en þeir hljóta að lifa í gamla tímanum og trúa á meðfæddar

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.