Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1964, Side 13

Læknaneminn - 01.07.1964, Side 13
LÆKNANEMINN 13 GunnsteÍBin Gunnarsson stud. med. Aetiologia carcinomae pulmonum I upphafi máls skal gerð grein fyrir merkingu nokkurra orða, sem oft eru frjálslega þýdd á ís- lenzku með orðinu æxli. Orðið tumor merkir fyrirferðar- aukning á vef eða líffæri, hver sem orsökin er. Orðið neoplasma merkir æxli, þ. e. vefjavöxtur (frumufjölgun), sem líkaminn hefur misst stjórnar á, en vex samkvæmt eigin lögmál- um, og hagar sér sem sníkill í líkamanum. Góðkynja (benign) æxli vaxa hægt, eru staðbundin og hafa litla tilhneigingu til að mynd- ast aftur, ef þau eru skorin burt. Illkynja (malign) æxli vaxa hratt, vaxa inn í nærliggjandi vefi og hættir mjög til að koma aftur eft- ir brottnám. Hin illkynja æxli skiptast í tvo flokka eftir uppruna, þ.e. sarcomata (gríska fleirtalan af sarcoma), runnin frá stoðvef eða vöðvavef, þýtt á íslenzku sark- mein, og carcinomata, runnin frá þekjuvef, þýtt á íslenzku með krabbi eða krabbamein. I ensku- mælandi löndum er orðið cancer notað um báðar tegundir illkynja æxla. Orðið metastasis merkir æxlis- vefur, sem borizt hefur til fjar- lægs líffæris og tekur að vaxa þar, en það kallast á íslenzku meinvarp. Carcinogenesis. Nú skal rætt um helztu al- mennu orsakir þess, að æxli tekur að vaxa. Böndin berast að mörg- um hlutum, bæði lifandi og dauð- um, lífrænum og ólífrænum, og eru þeir einu nafni nefndir carcinogen. 1. Kemísk carcinogen. Tæplega 300 efni hafa við tilraunir fram- kallað æxlisvöxt (1), og eru þau flest af eftirtöldum efnaflokkum: hydrocarbon, azo-sambönd og ani- lin litarefni. Einnig polimer- og plasticefni. 2. Jóníserandi geislar. Þeir verka bæði á kjarna og cytoplasma frum- unnar og valda arfberabreytingu (gen-mutation), óstarfhæfni eða dauða frumunnar, allt eftir geisla- magninu og tegund vefsins, sem fyrir þeim verður. Þessi Janusar- mynd, sem geislar sýna, er þeir verka á lifandi vef, sézt af tveim- ur dæmum, annars vegar arfbera- breyting og mögulegur æxlisvöxt- ur sem afleiðing af því, svo sem hvítblæði, hins vegar er þeir valda óstarfhæfni eða frumu dauða, eins og notfært er við geislalækningar á æxlum. 3. Veirur. Sannast hefur með tilraunum, að nokkrar tegundir æxla orsakast af veirum, og má nefna „Bittner’s milk factor“ sem orsök cancer mammae í músum, og veiru þá, sem veldur Rous sar- coma í hænsnum. 4. Hormón. Er þar einkum um að ræða kynhormónin, en þau eiga það sammerkt með áðurnefndum hydrocarbonum að vera byggð út

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.