Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1964, Page 15

Læknaneminn - 01.07.1964, Page 15
LÆKNANEMINN 15 I. Æxli, flest malign, runnin frá þekjufrumum berkj- anna. a. Carcinoma bronchogenis. 1. Carcinoma epidermoidis (squamocellulare), flöguþekjukrabbi, nú nefndur reykingakrabbi, og telst a.m.k. 50% af öllum kröbbum (carci- nomata) í lungum. 2. Carcinoma anaplastica (um 30%). 3. Adenocarcinoma (um 15%). Blönduð æxli, þegar fleiri en ein týpa kemur fyrir í sama æxlinu, oftast ca. epiderm. og adenocarci- noma. b. Carcinoma bronchiolaris (alveolar cell carcinoma eða pulmonary adenoma- tosis); til þess teljast um 3% af carcinomata. c. Adenoma bronchiolaris. II. Sarcoma pulmonum. III. Æxli af reticulo-endot- helial kerfis uppruna. B. Sekúnder æxli. Það eru mein- vörp frá æxlum í öðrum líf- færum, t.d. meltingarfærum eins og algengast er (blóð- leiðina), eða frá brjóstum. Meinvörp í lungum eru mjög algeng (2,4). Sarcomata í lungum eru heldur fátíð. Það sem hér fer á eftir á eink- um við um carcinomata. Helztu orsakir lungnakrabba. Lungun eru loftfyllt líffæri, sem standa í beinu sambandi við and- rúmsloftið um berkjurnar, bark- ann, munninn og nefið. Loftið, sem maður andar að sér, er ekki alltaf hreint, og því liggja lungun undir stöðugum árásum frá ýmsum víg- stöðvum. Við hvern andardrátt sogast inn í þau um 500 ml af lofti, og með því getur borizt rykkorn, steinefnamylsna, sót, sýklar, veir- ur og aðrar smáagnir, sem setjast í lungnablöðrurnar og berkjurnar. Stundum grefst steinefnamylsna niður í lungnavefinn og veldur fibrosis, svo sem asbestosis. Til þess að losna við aðskotahluti, eru þekjufrumurnar settar bifhárum, sem sópa þeim út með jöfnum, taktföstum hreyfingum. Til þess er einnig hóstinn. Kirtlar í mucosa berkjanna framleiða slím, sem berst á sama hátt upp eftir önd- unarveginum. I þessu slími leysast upp, eða eru í suspension, mörg þeirra efna, sem berast inn með öndunarloftinu, og sýklar límast í það. Slímið verður mest á þeim stað, sem aðalberkjurnar greinast í smærri berkjur, en þar sitja æxl- in oftast. Skipta má fólki í þrjá flokka, eftir því hvað það er útsett fyrir carcinogen: 1. Fólk, sem vinnur með carcinogen. 2. Óhreinkun and- rúmsloftsins af carcinogenum og fólk, sem á við hana að búa. 3. Reykingamenn (2). 1. Vinna með carcinogen. Allt fram á seinni hluta síðustu aldar, var carcinoma í lungum ekki tal- inn prímer æxlisvöxtur, heldur kallað annað, t.d. lymphosarcoma, sem meinvarpaði í berkju. Mor- gagni á Italíu fann við krufningu fyrstur manna krabbamein í lunga, en það var á 18. öld. Þeir, sem fyrstir lýstu krabbanum, voru Frakkinn Laennec og írinn Stokes, sem gaf út rannsóknir sínar í Dublin 1837. Þeir, sem fyrstir rannsökuðu sjúkdóminn með tilliti til aetiologiu, voru þeir Haerting og Hesse í Þýzkalandi (1879), og stóð það í sambandi við óljósa

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.