Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1964, Qupperneq 16

Læknaneminn - 01.07.1964, Qupperneq 16
16 LÆKNANEMINN brjóstveiki, sem hafði allt frá því á 16. öld hrjáð námumenn við málmnámurnar í Joachimsthal og Schneeberg í Erzf jöllum í Saxlandi, og var ruglað saman við berkla, silicosis og aðra sjúkdóma, og var kölluð fjallaveiki, „Bergkrank- heit“. Athuganir þeirra sýndu, að 75% af sjúkdómum meðal námu- mannanna var ca. pulm. Hann kom að meðaltali eftir 20 ár í námun- um. Lengi eftir þetta var hann kallaður námukrabbi. I þessum námum var unnið kóbalt, nikkel, magnesíum og króm, en auk þess er þar að finna arsen-sambönd, en þau eru mörg mjög kröftug carci- nogen; ennfremur geislavirku efn- in úraníum og radíum, og eru þau gerð ábyrg fyrir þessum sögu- fræga námukrabba. Á síðustu ára- tugum hefur verið gerð mikil leit að carcinogenum meðal steinefna og málma í iðnaði, og hefur króm og krómsölt, einkum mónókrómöt, verið dregið í þann dilk, en tíðni lungnakrabba hjá þeim, sem vinna við krómiðnað, er áberandi meiri en hjá þeim, sem eru lausir við króm. Málarar virðast hafa til- hneigingu til aukinnar tíðni, en í málningu er notað króm. Hjá mönnum með asbestosis er lungna- krabbi tíðari en ella, einnig hjá mönnum í tjöruiðnaði, við heitar gufur, sem meðal annars innihalda hydrocarbon, svo sem 3,4-benz- pyrene. Lýst hefur verið aukningu hjá stéttum eins og blikksmiðum, trésmiðum, leturgröfurum og málmsteypumönnum (2,4). 2. Öhreinkun andrúmsloftsins. Áberandi er hve tíðni lungna- krabba er meiri í borgum en í sveit- um, og er það kennt því hvað and- rúmsloftið er spillt af reyk og alls konar gufum frá verksmiðjum og bifreiðum í borgum, svo og asfalti. Við bruna á lífrænum efnum eins og benzíni, olíu og kolum, eða hit- un slíkra efna yfir 300 stig á C, myndast meira og minna af car- cinogenum (2). Gott dæmi um ó- hreinkun andrúmsloftsins er Lun- dúnaþokan. 3. Sígarettureykingar. Munurinn á tíðni lungnakrabba meðal karla og kvenna, 6—10 karlar (eftir heimildum) á móti 1 konu, bendir til, að á einhverju sviði séu karlar meira útsettir fyrir carcinogen en konur. Það hefur verið skýrt með sígarettureykingum. Almennar sígarettureykingar karla hófust fyrr en meðal kvenna; eða í byrj- un þessarar aldar, en hjá konunum upp úr fyrra stríði. Aukningin hef- ur verið gífurleg hjá báðum kynj- um, jöfn og stígandi (6). Sömu sögu er að segja frá íslandi, en hér byrjuðu almennar sígarettu- reykingar um 20 árum seinna hjá hvoru kyni, karlar upp úr fyrri heimsstyrjöldinni og konur á ár- um seinna stríðs. Tíðni lungna- krabba fer vaxandi í löndum við lík skilyrði og hér á landi. Aukn- ingin á íslandi hefur einnig orðið mjög mikil, og er nú svo komið, að carcinoma pulmonum er fjórði algengasti krabbi hjá körlum, eða 4,86% illkynja æxla, samkvæmt skrá Krabbameinsfélagsins yfir ár- in 1955—’59. Tíðnin virðist vaxa enn, og draga konur á, en þar sem meðgöngutími lungnakrabba er talinn 10—15 ár að meðaltali, fell- ur það inn í kenninguna um að aðalaukningin stafi af sígarettu- reykingum, því nú eru liðin 20— 25 ár frá því konur fóru að taka virkan þátt í reykingum hér á landi. Þessi svokallaði reykinga- krabbi er ca. bronchogenis af frumutýpunni ca. epidermoidis, eða sá sami og áður var kallaður námukrabbi, en einnig er ca. ana- plastica í aukningu. Sem dæmi um

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.