Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1964, Qupperneq 19

Læknaneminn - 01.07.1964, Qupperneq 19
LÆKNANEMINN 19 Hann er hálf vantrúaður á að ég sé ekki sonur læknis eða háttsetts embættismanns. Líklega tíðkast ekki annað um læknanema þarna fyrir botni Miðjarðarhafnsins. Eitt sinn féll Vassilis á anatómíu og kunni því heldur illa. Lokaði hann sig þá inni í herbergi sínu og gerði ekki annað en éta og lesa. Þyngd- ist hann þá um 20 kg og fékk pre í anatómíu. Nú er hann léttur og stæltur og allt spik runnið af hon- um. Um líffærafræðina veit ég ekki. Þetta er annars mikill ágætis stúdentagarður. Herbergið okkar er stórt og rúmgott og því fylgja góðir skápar og snyrtiherbergi. Svalir eru hér reyndar líka. Niðri er svo allra vistlegasti matsalur. Mér er tjáð að hér búi kennaraefni á vetrum og þurfi ekki að borga grænan túskilding fyrir. Eru það hinir sæmilegustu kostir. Fái þeir svo 5—10.000 kr. sænskar í lán eða styrki, eins og kunningi minn, Pepper fuglafræðingur sagði mér, þurfa þeir varla að kvíða vetrar- harðindum. En við heima á íslandi höfum Esjuna og Keili svo við þurfum ekki að kvarta? Þá er kominn laugardagur og búið að slíta mótinu. Nú fyrir há- degið voru f jörugar umræður uppi í anatómíska institutinu. Þar voru saman komnir nokkrir læknar og prófessorar á Sahlgrenska, fulltrú- ar kvikmyndaframleiðenda og svo við stúdentamir, höfuðpaurarnir í samsærinu. Rætt var fram og aft- ur um hagnýtingu kvikmynda í læknisfræðikennslu og tekið á mál- inu ýmsum tökum. Á þessum dög- um er ég búinn að sjá fjöldan all- an af myndum og heyra mikið um málið rætt. Helztu vandamálin virðast mér þessi: 1. leti, deyfð og framtaksleysi, (eigi fullt gagn að vera að sýn- ingu kostar það töluverðan undirbúning og fyrirhöfn, eins og reyndar öll önnur kennsla. 2. hávaði, smellir, brak og spreng- ingar, (allt draslið í biliríi eins og venjulega). 3. skýringartextinn óskiljanlegur, (suð í hátalaranum). 4. myndin léleg, (enginn nennir að athuga fyrir sýningu hvort hún er gerð til að auglýsa ónýtt lyf eða af prófessor, sem er að monta sig). 5. rökkur er meðan á sýningu stendur, (stúdentar nota tæki- færið og blunda). Kvikmyndasýningar hjá okkur heima eru oft heldur dauflegar. Við þyrftum að vanda val mynd- anna betur. I Helsinki sýna þeir Woody Woodcopper inn á milli og hafa dans á eftir, en þar er nú helmingur læknanema stelpur. I Kaupmannahöfn sýna þeir í viku hverri og alls ekki nema góðar myndir. Svo eru myndir í skólan- um af og til. Þjóðverjar sögðu sína prófessora litla kvikmyndasýn- ingamenn, varla sýndar meir en 2—3 myndir í mánuði. Mér varð óvart hugsað heim. Þeir eru ekki sérlega framtakssamir þar. Kann- ske dettur þeim þetta alls ekki í hug, það er svo langt síðan þeir voru litlir og lásu Edison.------ Núna eftir hádegið verður siglt til Marstrandar. Ég ætla í stutt- buxum með sundskýlu og spariföt í poka. Fyrst verður synt í sjón- um og svo er veizla á eftir. Ég hef verið varaður við marglyttunum. Gautaborg, í ágúst 1963. Jón G. Stefánsson.

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.