Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 25.11.1966, Side 27

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 25.11.1966, Side 27
Með Ásgeiri G. Stefánssyni er genginn einn gagnmerk- asti borgari Hafnarfjarðar, frábær dugnaðarmaður, jafnvígur á byggingastarfsemi og útgerð og raungóður drengskaparmaður, sem ekkert aumt mátti sjá og öll- um vildi hjálpa. Ásgeir G. Stefánsson var borinn og barnfæddur Hafnfirðingur og í Hafnarfirði átti hann heima alla sína ævi, að undanteknum stuttum tíma, er hann dvaldi við nám erlendis eða byggingastarfsemi úti á landi. Annar aðalþátturinn í ævistarfi Ásgeirs G. Stefássonar er tengdur sjávarútvegsmálum. En þar ber hæst störf hans fyrir Bæjarútgerð Hafnarfjarðar nokkuð á þriðja áratug. Alþýðuflokkurinn, og alveg sérstaklega Alþýðuflokk- urinn í Hafnarfirði, á Ásgeiri G. Stefánssyni mikið að þakka. Hann var ötull og áhugasamur stuðningsmaður flokksins um áratugaskeið. Þykkjur hans og flokksins fóru saman. Uppbygging atvinnulífsins í landinu til hagsbóta fyrir allan almenning var honum hjartansmál, og stuðningur hans við þá, sem erfitt áttu uppdráttar, var þannig að hægri hendin vissi aldrei hvað sú vinstri gerði. I hvað mestri þakkarskuld stendur flokkurinn þó við hann fyrir störf hans við bæjarútgerðina. Ásgeir sóttist aldrei eftir sæti í bæjarstjórn. Hann lét þó til leiðast 1942 að gefa kost á sér til þeirra starfa og var þá kosinn. Hann átti sæti í bæjarstjórninni um nokk- urra ára skeið, en dró sig í hlé og eftirlét öðrum sætið. Við fráfall Ásgeirs G. Stefánssonar var mikið skarð fyrir skildi. Frábær athafnamaður var genginn, athafna- maður, sem unni bæjarfélagi sínu og raunar þjóðinni allri og vildi þoka henni til betra mannlífs. Drengskap- armaður, sem hvers manns vanda vildi leysa, og styðja 25

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.