Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 25.11.1966, Page 30

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 25.11.1966, Page 30
langt árabil var hann forstöðumaður sjúkrasamlags hreppsins. Ólafur Gunnlaugsson. Ólafur Gunnlaugsson garðyrkjubóndi að Laugabóli lézt hinn 12. júlí 1966. Hann var mikill félagshyggju- maður og vildi sem flest mál til lyktar leiða á félags- legum grundvelli, væri þess nokkur kostur. Hann var einn af stofnendum Sölufélags garðyrkjumanna og í stjórn þess og síðar endurskoðandi. Einnig stóð hann að stofnun fyrirtækisins Blóm & Grænmetis h.f. og var í stjórn þess um skeið. Hann var stofnandi Kaup- félags Kjalarness og endurskoðandi þar, auk margra annarra félagssamtaka sem hann var í. Ólafur var hvar- vetna góður liðsmaður og félagi, sem gott var að kynn- ast og vinna með og vildi alla hluti til betri vegar færa. Hann var í framboði fyrir Alþýðuflokkinn í Reykja- neskjördæmi. Sigurður Jónasson. Sigurður Jónasson forstjóri lézt 28. október 1965. Hafði hann nokkur afskipti af stjórnmálum, sat m. a. í bæjarstjórn Reykjavíkur í 6 ár samfleytt sem fulltrúi Alþýðuflokksins. Einnig var hann um nokkurt skeið blaðamaður við Alþýðublaðið. Sigurður var mikill at- hafnamaður og lét hendur standa fram úr ermum, og óttaðist hvergi erfiðleika né andstöðu. Þórunn Helgadóttir. Þórunn Helgadóttir, Hafnarfirði, lézt hinn 3. ágúst 1965, 62 ára að aldri. Við fráfall hennar hefur Alþýðu- 28

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.