Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 25.11.1966, Side 43

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 25.11.1966, Side 43
íslendingar hafa öðlazt á undanförnum árum, tryggja áframhald stöðugrar atvinnu fyrir alla, kom í veg fyrir óþarfar verðhækkanir og óraunhæfar kauphækkanir, en haída jafnframt áfram sókn síðustu ára á sviði at- vinnumála, félagsmála og memitamála. Undanfarið árabil hefur verið skeið örra framfara á íslandi. Þjóðarframleiðslan hefur vaxið mikið, bæði vegna góðs afla, nýrrar tækni og betri skilyrða, sem frjáls innflutningur og traust efnahagsstjórn hafa skap- að. Jafnframt hefur verðlagsþróun erlendis verið svo hagstæð, að þjóðatekjur hafa aukizt örar en nokkru sinni fyrr. Og ekki er það sízt mikilvægt, að kjör laun- þega hafa, þegar á allt er litið, batnað í réttu hlutfalli við aukningu þjóðarteknanna. Það vandamál, sem erfiðast hefur reynzt að leysa, er verðbólgan. Hins vegar hefur hún ekki til þessa vald- ið útflutningsatvinnuvegum og þjóðarheildinni óviðráð- anlegum erfiðleikum vegna þess, hve ört framleiðslan hefur aukizt og verðlag hækkað á íslenzkum afurðum erlendis undanfarin ár. En alltaf má búast við breytingum á þróun í efna- hagsmálum. Hér á landi, eins og með öðrum þjóðum, verða áraskipti að framleiðsluskilyrðum og viðskipta- kjörum. Nú á þessu ári hafa orðið miklar breytingar á útflutningsverðlagi, íslendingum í óhag, og jafnframt er ekki um að ræða sömu aukningu í veigamiklum greinum útflutningsframleiðslunnar og áður var. Þetta hefur valdið nýjum viðhorfum í fslenzkum efnahags- málum. 41

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.