Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 25.11.1966, Page 46

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 25.11.1966, Page 46
kunnáttu í landinu og tryggja nægilegt fjármagn til þess að koma á fót slíkum stóriðnaði, er sú samvinna, sem nú hefur tekizt í þessum efnum við erlenda aðila, æskileg og gagnleg. En almennur smærri iðnaður mun ávallt gegna mikilvægu hlutverki í íslenzku atvinnu- lífi. Þarf að bæta skilyrði hans til aukinnar hagræðing- ar og vélavæðingar og tryggja honum hæfilegan aðlög- unartíma vegna breyttra aðstæðna. 3) Málefni íslenzks landbúnaðar þarfnast gagngerr- ar endurskoðunar. Skipulagsleysi í framleiðslumálum hans hefur valdið því að framleiðsla landbúnaðarafurða hefur vaxið langt umfram innanlandsþarfir, svo að flytja hefur orðið til útlanda mikið magn af íslenzkum landbúnaðarafurðum. En samtímis er bilið milli fram- leiðslukostnaðar innanlands og söluverðs erlendis, orðið svo breitt, að þótt greitt sé 10% alls framleiðsluverðmæt- isins eða nær 250 milljónir króna af almannafé í útflutn- ingsbætur, þá dugar það ekki til þess að tryggja bændum grundvallarverð fyrir framleiðsluna. Verður því að endurskoða frá grunni stefnuna í framleiðslumálum landbúnaðarins, miða framleiðsluna aðallega við innan- landsþarfir, gera áætlanir fram í tímann um framleiðslu- þörfina og skipuleggja hagnýtingu byggilegra jarða, auka hagræðingu í landbúnaðinum og með þessum hætti stefna að því tvennu að lækka framleiðslukostn- aðinn og bæta lífskjör hinna smærri bænda. 4) íslenzkir neytendur hafa notið mikilla hagsbóta af því, að innflutningsverzlunin hefur á undanförnum ár- um verið gefin frjáís og vöruval á innanlandsmarkaðnum þess vegna stóraukizt. En verzlunin er dýr, bæði heild- 44

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.