Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 25.11.1966, Side 55

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 25.11.1966, Side 55
sé mögulegt. Þar, sem eigi er unnt að koma við ákvæðis- vinnu, verði verkamönnum tryggt fast vikukaup, eftir því sem verður við komið. 3) Þingið fagnar þeim áfanga sem einstök aðildar- félög innan A. S. í. hafa náð, með viðurkenningu 40 stunda vinnuviku, og væntir þess að ekki dragist á laginn að allir launtakar búi við 40 stunda vinnuviku. 4) Athugað verði, hvort ekki komi til greina, að nauðsynleg nætur- og helgidagavinna launtaka, unnin í þágu útflutningsframleiðslunnar, verði að einhverju eða öllu leyti skattfrjáls. 5. Þingið fagnar því að komið hefur verið upp vísi að tæknistofnun, sem starfi að vinnuhagræðingu og aðstoði launtakasamtökin í kaupsamningum um ákvæð- isvinnu. Þingið telur nauðsynlegt, að verkalýðssam- tökin komi á fót hagstofnun, sem fylgist með þróun efnahagsmála og fylgist með á hverjum tíma hver er raunveruleg afkoma atvinnuveganna. Jafnframt því, sem þingið fagnar þeirri ákvörðun einstakra verkalýðsfélaga að ráða sérmenntaða menn til starfa við kjararannsóknir, hvetur það verkalýðs- hreyfinguna til enn frekari átaka í þeim rannsóknum. Þingið skorar á alþingismenn og ráðherra flokksins að beita sér fyrir framgangi eftirtalinna atriða: 1 i Að ríkið hafi forystu fyrir skipulegri uppbyggingu og endurskipulagningu atvinnulífsins um land allt og tryggi atvinnulegt byggðarjafnvægi. 2) Að fiskiskipafloti og fiskiðjuver landsmanna verði nýtt til þess ýtrasta, til þess að sem samfelldust atvinna verði allt árið, og að ekki verði byggðar nýjar fisk- vinnslustöðvar að lítt breyttum skipakosti landsmanna, 53

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.