Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 25.11.1966, Page 87

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 25.11.1966, Page 87
Ávarp til íslendinga I hálfa öld hefur Alþýðuflokkurinn verið í fararbroddi í baráttunni fyrir bættu lýðræði á íslandi, meiri mann- réttíndum, vaxandi velmegun, auknum jöfnuði og æ fjölskrúðugri menningu. Fyrir fimm áratugum hófu framsýnir menn og konur merki jafnaðarstefnunnar hátt á loft með stofnun íslenzkra allsherjarsamtaka jafnaðar- manna og verkalýðssinna, Alþýðuflokksins. Undir hans forustu var hafin sú barátta, sem fært hefur íslenzkum almenningi aukið fi'elsi og ný réttindi, bætt kjör og betra líf. Sú kynslóð, sem byggir Island í dag, stendur í þeirri þakkarskuld við alla brautryðjendurna, sem aðeins verð- ur goldin með því að hefja merkið enn hærra á loft í framtíðinni og unna sér engrar hvíldar í baráttunni fyrir því, að íslenzkt þjóðfélag verði fyrirmyndarríki frelsis og öryggis, almennrar velmegunar og félagslegs rétt- lætis. Ahrifanna af störfum Alþýðuflokksins í fimmtíu ár hefur gætt mikið og víða. Barátta hans fyrir almennum kosningarétti og bættri kjördæmaskipun setur svip sinn á íslenzkt lýðræði. Forusta hans um almannatryggingar á Islandi og margs konar félagsmálalöggjöf á meiri þátt í því en nokkuð annað, að Island er nú velferðarríki. Barátta hans fyrir opinberri forustu um stórframkvæmd- ir og aukna heildarskipulagningu í atvinnumálum og fjármálum hefur haft stórfellda þýðingu fyrir vöxt þjóðarframleiðslunnar og bætt lífskjör. Stuðningur hans við hagsmunabaráttu launþegasamtakanna hefur stuðl- að að jákvæðum árangri hennar. Barátta hans fyrir 85

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.