Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Síða 5
6. janúar 2023 | | 5
„Heilsa, hreyfing og góð rútína er
mikilvægur partur í lífi pabba. Dag
hvern mætir hann stundvíslega árla
morguns í sundhöllina, finnur sinn
snaga og syndir sinn kílómetra eða
svo. Um helgar bætir hann göngu
við þessa rútínu. Auk þess hafa þau
mamma stundað Janusarprógram
af kappi í nokkur ár við góðan
árangur og gleði,“ segir Sif um
pabba sinn, Pál Zóphóníasson.
„Áhugamál pabba eru einna helst
vinnan hans því það að skapa,
teikna og vinna að lausnum drífur
hann áfram. Hann lætur góðar
bækur ekki framhjá sér fara og
er ötull að viða að sér fróðleik og
áhugaverðum upplýsingum. Hann
grípur hvert tækifæri til útivistar,
nýtur þess að fara í göngutúra með
fjölskyldu og vinum, hverskyns
viðvera í Skátastykkinu veitir hon-
um gleði og eflaust vildi hann vera
í útilegu allt sumarið og á skíðum
allan veturinn.
Segja má að hann sé enn svo-
lítill sveitastrákur í sér eftir góðu
æskusumrin í Ási í Vatnsdal með
hörkuvinnu, reiðtúrum, smölun og
öðrum sveitastörfum. Seinni árin
hefur árleg berjatínsla á haustin
með mömmu verið fastur liður þar
sem ársbirgðir af blá- og kræki-
berjum eru týnd á akkorði. En
einmitt það lýsir pabba kannski
einna helst, hann er sérlega iðinn
og hvort sem það er að ditta að
húsinu eða Skátastykkinu, henda
í fallega kransaköku eða að skissa
upp hönnun á skátaskála á einni
helgi þá er drifkrafturinn áberandi
mikill.“
Eyjamaður ársins 2022 er Páll
Hjaltdal Zóphóníasson, fyrrum
bæjartæknifræðingur og bæj-
arstjóri í Vestmannaeyjum. Er
þetta í annað skiptið sem Páll er
tilnefndur sem Eyjamaður ársins
af ritstjórn Eyjafrétta. Fyrra skiptið
var árið 2003 en hafi verið ástæða
til þess þá er hún ekki síðri núna
þegar við m.a. minnumst þess 23.
janúar nk. að gos hófst á Heimaey
árið 1973. Þá var Páll í framvarðar-
sveit Vestmannaeyjabæjar sem
tókst á við stærsta viðfangsefni
sem ein bæjarstjórn hefur fengið í
allri Íslandssögunni. Gossprunga
opnaðist við bæjardyrnar og
þriðjungur bæjarins, um 400 íbúðir
fór undir hraun og vikur. En vonin
lifði og með Magnús H. Magnús-
son, bæjarstjóra í fararbroddi hófst
hreinsun bæjarins strax í febrúar
og um sumarið 1973 byrjaði fólk
að flytja til baka.
Þau voru mörg ljónin í veginum
sem takast varð á við. Páll tók við
sem bæjartæknifræðingur árið á
undan og fékk gosið og allt sem
því fylgdi beint í fangið rétt þrí-
tugur. Kom að flestum verkefnum
sem sneru að gosinu og þau flest
risastór. Varð seinna bæjarstjóri og
saman lagði bæjarstjórn og hann
grunninn að því bæjarfélagi sem
við þekkjum í dag og hefur risið
úr öskustónni í þess orðs fyllstu
merkingu. Hefur Páll og hans fólk
á Teiknistofunni víða komið þar að
verki við hönnun og tæknivinnu
fjölmargra bygginga í Vestmanna-
eyjum.
Eigum þeim mikið að þakka
Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag
og Framsókn mynduðu fimm
manna meirihluta í bæjarstjórn
kjörtímabilið 1970 til 1974. Fjórir
voru á lista Sjálfstæðisflokks en
við aðstæður eins og voru í gosinu
kom bæjarstjórn fram sem ein
heild.
Eftirtaldir voru kjörnir bæjarfull-
trúar fyrir kjörtímabilið 1970 til
1974. Fyrir A – lista Alþýðuflokks,
Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri
og Reynir Guðsteinsson. Fyrir B
– lista Framsóknarflokk, Sigurgeir
Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar.
Fyrir D – lista Sjálfstæðisflokk,
Guðlaugur Gíslason, Gísli Gísla-
son, Martin Tómasson og Guð-
mundur Karlsson. Fyrir G – lista
Alþýðubandalag, Garðar Sigurðs-
son og Hafsteinn Stefánsson sem
flutti ekki til Eyja á ný eftir gos
og Gunnar Sigurmundsson sem
kom inn sem fyrsti varamaður frá
upphafi goss 1973.
Þessum mönnum og mörgum öðr-
um eigum við mikið að þakka og
með því að tilnefna Pál Eyjamann
ársins 2023 erum við að sýna
þessari öflugu sveit þakklæti og
virðingarvott.
En þau voru fleiri tímamótin hjá
Páli á síðasta ári. Fyrir það fyrsta
varð hann áttræður á síðasta ári,
þá voru liðin 50 ár frá því hann
flutti til Vestmannaeyja, 40 ár síðan
hann opnaði Teiknistofu PZ, í
Vestmannaeyjum og síðast en ekki
síst erum við að minnast þess hér
að senn eru 50 ár síðan hann ásamt
5300 Eyjafólki horfðist í augu við
Heimaeyjargosið.
Víða látið til sín taka
Páll er ekki einhamur og hefur
komið víða við. Hann var í mörg ár
félagsforingi Skátafélagsins Faxa,
formaður Norræna félagsins í Vest-
mannaeyjum og sænskur konsúll í
Vestmannaeyjum.
Páll fæddist 12. júlí árið 1942 í
Kaupmannahöfn. Hann var sonur
Zóphóníasar Pálssonar, skipulags-
stjóra ríkisins og Lis Pálssonar
(Nellemann), háskólakennara.
Páll er kvæntur Sesselju Áslaugu
Hermannsdóttur frá Ísafirði, og
þau eiga saman börnin Zóphónías,
Sigríði og Sif.
Páll lauk námi í trésmíði árið
1962 og í byggingartæknifræði
1967 frá Álaborg. Hann var
byggingatæknifræðingur hjá
ráðgjafarverkfræðifyrirtækinu
Studstrup & Östgaard a/s í Álaborg
á árunum 1967-1972. Páll starfaði
svo sem bæjartæknifræðingur í
Vestmannaeyjum árin 1972-76.
Það var einmitt í gosinu og gegndi
hann mikilvægu hlutverki í gosinu
og eftir það. Hann tók við sem
bæjarstjóri á árunum 1976 til1982.
Síðan þá hefur hann rekið ráð-
gjafa- og teiknistofu, Teiknistofa
PZ, í Vestmannaeyjum.
Páll Zóphóníasson Eyjamaður ársins 2022 Í framvarðasveitinni
í gosinu 1973:
Með vonina að vopni risu
Eyjarnar úr öskunni
Bæjartæknifræðingur Bæjarstjóri Skátaforingi Konsúll
Sif Pálsdóttir um Pál föður sinn:
Skapar, teiknar og vinnur að lausnum
FRÉTTAPÝRAMÍDINN2022
M
yn
d:
F
ro
st
i G
ís
la
so
n