Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Qupperneq 6

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Qupperneq 6
6 | | 6. janúar 2023 Páll Zóphóníasson var ráðinn bæjartæknifræðingur í Vest- mannaeyjum árið 1967. Allt frá þeim tíma hefur hann á ýmsan hátt sett sterkan og mótandi svip sinn á bæjarlífið. Sem bæjartæknifræðingur reyndi mjög á faglega hæfileika hans og þar fékk hann sannarlega að njóta þeirra. Einkum reyndi mikið á Pál í Heimaeyjargosinu þar sem hann var í fremstu víg- línu og stjórnaði framkvæmd- um og aðgerðum bæjarins bæði í gosinu og síðan eftir að upp- bygging hófst að nýju. Á þessu ótrúlega og erfiða tímabili í sögu Vestmannaeyja komu einkar vel fram skipulags- og forystuhæfileikar Páls. Eftir að Páll varð bæjarstjóri, 1976 hélt hann áfram sem forystumaður uppbyggingar- innar eftir gos og fórst honum það afar vel, áskorunin var gífurleg en smám saman tók Vestmannaeyjabær á sig þá mynd sem að var stefnt. Eftir að bæjarstjóraárum Páls lauk hefur hann með miklum sóma rekið ráðgjafa- og teiknistofu í Vest- mannaeyjum. Þá hefur Páll um langt skeið tekið mjög virkan þátt í æskulýðsstarfi og verið í forystu fyrir Skátafélagið Faxa. Þar nýtur hann virðingar fyrir störf sín. Ég kynntist Páli fyrst árið 1974 þegar ég fékk kennara- stöðu við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum, nýbúinn að ljúka námi mínu við Háskóla Íslands. Hann er einn þeirra samferðamanna sem mér hefur þótt hvað vænst um að kynnast. Við áttum afar gott samstarf í bæjarstjórn Vestmannaeyja meðan hann var bæjarstjóri og síðan þá eru alltaf fagnafundir þegar við hittumst. Gömlu góðu dagarnir eru rifjaðir upp og við keppumst við að segja hvor öðrum frá og njótum samver- unnar í botn. Páll er heilsteyptur maður og afar hreinskiptin. Hann veit alltaf hvað hann vill, er fylginn sér og stendur við orð sín. Sökum þessa gat ég alltaf treyst honum fullkomlega á mínum bæjarstjórnarárum. Slíkt traust er algerlega nauðsynlegt alltaf þegar samstarf þarf að leiða eitthvað gott af sér. Páll Zóphóníasson er sannar- lega einn þeirra manna sem unnið hefur af mikilli elju að ýmsum stórum framfaramálum í þágu okkar Vestmannaeyinga. Ragnar Óskarsson Ragnar Óskarsson Páll alltaf í fremstu víglínu: Heilsteyptur maður og afar hreinskiptinn FRÉTTAPÝRAMÍDINN2022 „Mér finnst það einkenna Palla hvernig hann hefur alltaf verið góður og hvetjandi við skátakrakkana, alltaf tilbúinn að miðla af þekkingu sinni og rétta hjálparhönd. Fjölmargir eiga frábærar minn- ingar af Palla Zóf úr skátastarfinu, hvort sem það var við foringja- þjálfun hans, frá skátamótum, skíðaferðalögum, göngum eða hvað eina. Það sem einkennir starf Palla er hversu hvetjandi hann er við unga fólkið og sér hæfileika þeirra og hvernig megi fá það til að blómstra og nýta hæfileika sína. Páll Zóphóníasson er frábær leið- togi og leiðbeinandi ungra skáta. Páll hóf þátttöku í skátastarfi á unga aldri og hefur hann alla tíð verið virkur í starfinu. Hann var félagsforingi í Skátafélaginu Faxa frá 1986 og 2010 og var um tíma aðstoðarskátahöfðingi allra skáta á Íslandi og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín fyrir skátahreyfinguna á Íslandi. En auk þessa hefur Palli tekið að sér fjölmörg mikilvæg verkefni fyrir Skátafélagið Faxa. Má nefna sem dæmi að hann hannaði Skátaheimilið við Faxastíg og Hraunprýði í Skáta- stykkinu. En hann hefur unnið ötult starf við að byggja upp og viðhalda skátabyggingum og svæði skátanna suður á Eyju sem og annars staðar. Hann hefur lagt á sig óteljandi vinnustundir til að tryggja að skátaaðstöðunni sé vel við haldið og henti ungu skátunum til að læra og vaxa. Páll hefur unnið að því að gróð- ursetja fjölmörg tré og stuðlað að sjálfbærum vinnubrögðum innan skátahreyfingarinnar. Páll er enn virkur í skátastarfinu og skilur eftir sig gríðarlega jákvæða arfleifð til komandi kynslóða og hann hefur unnið sleitulaust að því að styrkja umgjörð fyrir skátastarf til framtíðar í Vestmannaeyjum og á landsvísu. Hann er ávallt reiðubúinn að rétta hjálparhönd og miðla öðrum af þekkingu sinni og góðvild hans hefur veitt ótal ungum skátum innblástur í gegnum tíðina. Páll er sannarlega mikill leiðtogi og dýrmætur samfélaginu okkar og framlagi hans verður minnst um ókomin ár. Frosti Gíslason – Félagforingi Faxa. Frosti Gíslason Eigum Páli mikið að þakka: Mikill leiðtogi og dýr- mætur samfélaginu Skátarnir Ármann Höskuldsson, Páll Zópóníasson og Frosti Gíslason. Páll ásamt hópi af skátum leið á skátamót í sumar Ragnar Óskarsson skrifar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.