Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Side 8
8 | | 6. janúar 2023 Við sjálfstæðisfólk í Vestmanna- eyjum erum að horfa á eftir annasömu ári. Það sem stendur uppúr að lokum er að samstaðan er mikil. Auðvitað er það ákveðinn lífstíll að vilja búa á eyju á Íslandi sem sjálft er lítil eyja langt norður í Atlandshafi. En hér eigum við heima og njótum þess að vera þar sem friður ríkir og umfram allt er atvinnulífið öflugt og menn- ingarlífið blómstrar. Fyrir kosningarnar í vor var tak- markið var að ná meirihluta eftir eitt tímabil í minnihluta. Því miður tókst ekki ætlunarverkið eftir kosningabaráttu þar sem fram- bjóðendur lögðu á sig mikla og metnaðarfulla vinnu. Niðurstaðan 44,1% atkvæða sem dugði ekki til að komast í hreinan meirihluta. Eftir samtöl við forystumenn E og H lista þá var ljóst að þau ætluðu að vinna áfram saman í meirihluta. Samstarfið við meirihlutann hef- ur gengið með ágætum og nokkur af baráttumálum okkar hafa fengið samhljóm í bæjarstjórn, t.d. stækkun á Hamarsskóla, lækkun fasteignaskatta, kostnaðaraðhalds í fjárhagsáætlun og ekki síst undirbúning að hefja starfssemi á Sköpunarhúsi fyrir ungt fólk þar sem ný viðmið verða sett. En að sjálfsögðu veitum við aðhald í þeim málum sem við teljum stefna í ranga átt. Það er ljóst að kröfur fólks aukast stöðugt um betri þjónustu á öllum sviðum. Við sem störfum í sveitarstjórn erum ekki eingöngu kosin til að skipta kökunni sem er til. Við þurfum líka að hafa sýn á það hvernig kakan getur stækkað og hver sé grunnurinn að því að kakan verði til. Forsenda góðrar þjónustu ríkis og sveitarfélaga er öflugt atvinnulíf. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í farar- broddi í langan tíma. Þar erum við vel sett í Eyjum og atvinnulífið hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum með meiri fjöl- breytileika í störfum en áður. Það er ákveðin áskorun að starfa í minnihluta sveitarstjórnar. En ábyrgð okkar er engu að síður mikil og hefur okkur tekist að mynda ágætis traust og vinnuanda á þessu tímabili í bæjarstjórn með meirihlutanum. Enda eru mörg helstu baráttumálin okkar við ríkið um fjármagn til að sinna innviðauppbyggingu, samgöngum og heilbrigðismálum með þeim hætti sem við teljum ásættanlegt. Þar erum við öll á sama báti í samfélaginu. Í lok árs þakka ég öllum þeim sem studdu okkur til góðra verka í bæjarstjórn, og ætlum við að gera okkar besta til að gera Vestmanna- eyjar að góðum búsetukosti til framtíðar. Á margan hátt má segja að samtakamáttur Vestmannaeyinga sé eitt af einkennum okkar sem hér búum. Þetta er vissulega ekki alltaf sýnilegt en þegar vel er að gáð koma fjölmörg dæmi þess glögglega í ljós. Eitt lítið dæmi um þetta er samtakamáttur ferðaþjónustuaðila hér í bæ sem ákváðu árið 2019 að í stað þess að hver væri í sínu horni að kynna sig og reyna að laða fólk í ævintýraferðir til Eyja, væri ferðaþjónustan sterkari ef fyrirtækin ynnu saman. Sameinuð leituðu þau síðan til bæjarins sem kom með þeim í farsælt kynningar- og markaðsátak sem komu Vestmannaeyjum rækilega á kortið. Í heimsfaraldrinum urðu Vestmannaeyjar þannig einn helsti áfangastaður íslenskra ferðalanga. Samtakamáttur ferðaþjónustunn- ar er til algerrar fyrirmyndar. Þar sjá fulltrúar fyrirtækjanna hvorn annan ekki sem samkeppnisaðila heldur samherja í því að kynna Vestmannaeyjar fyrir gestum okkar. Bærinn hefur byggst upp sem spennandi áfangastaður fyrir löndum okkar og erlendum ferðamönnum. Svo vel hefur tekist til að víða annars staðar á landinu horfa ferðaþjónustuaðilar með aðdáunaraugum til Vestmannaeyja um það hvernig hægt sé að ná árangri. Á komandi ári verða 50 ár liðin frá Eldgosinu í Heimaey og 60 ár liðin frá Surtseyjargosinu. Báðir þessir atburðir mótuðu samfélagið hér í Eyjum um ókomna tíð. Fyrir einhvern undraverðan kraft tóku bæjarbúar höndum saman, mok- uðu bæinn upp og byggðu hann upp. Samtakamátturinn var slíkur að þegar kallið kom voru verkefn- in leyst stór og smá þar sem allir lögðust á eitt. Bæjarbúar sýndu þá vel að þegar við stöndum saman er fátt sem stöðvar okkur. Til að minnast þessara atburða verður næsta sumar afhjúpað lista- verk Ólafs Elíassonar um Heima- eyjargosið. Verkið mun vafalaust vekja mikla athygli langt út fyrir landsteinana enda einn fremsti listamaður heims á sínu sviði sem mun skapa stórkostlega upplifun fyrir alla þá sem heimsækja okkur. Enn bætist því við þá fjölbreyttu flóru afþreyingar, menningar og náttúru sem hér er að finna. Ég óska bæjarbúum öllum farsældar á komandi ári og þakka fyrir það liðna. Kæru Eyjamenn og velunnarar ÍBV íþróttafélags, ég óska ykkur öllum gleði og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samveru og sam- vinnu á árinu sem nú er að líða. Félagið hefur verið með vindinn í fangið síðustu misserin en það lygnir alltaf um síðir. Þrátt fyrir að af og til hafi gustað um félagið á árinu þá dúraði líka inn á milli. Við fengum loksins að halda okkar heittelskuðu þjóðhátíð, TM mót, Orkumót og Eyjablikk- smót sem allt eru nauðsynlegir viðburðir, ekki bara fyrir rekstur ÍBV heldur skapa þeir einnig rekstrargrundvöll fyrir atvinnu- rekstur í þjónustugeiranum hér í Vestmannaeyjum, t.a.m. veitinga- og gististaða. Það er mikill kraftur í starfi ÍBV og félagið býr yfir ótrúlegri þekk- ingu og reynslu þegar kemur að viðburða- og mótshaldi. Rekstur félagsins er umfangsmikill en ábyrg fjármálastjórn, dyggir styrktarðailar, gott samstarf við Vestmannaeyjabæ og eining á milli deilda innan félagsins er forsenda þess að félagið geti sinnt nauðsynlegri uppbyggingu, vaxið og dafnað. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig félag við viljum byggja upp. Síðustu mánuði hefur áhersla ver- ið lögð á að hlusta á félagsmenn í þeim tilgangi að lægja öldurótið innan félagsins og móta skýra framtíðarsýn sem eining ríkir um innan deilda þess. Skipaður hefur verið sáttahópur til þess að greiða úr ágreiningi um fjárskiptingu á milli deilda. Deildirnar tilnefndu sjálfar sína kandídata sem allir vilja hag félagsins sem bestan og verða sáttaviðræður leiddar af óháðum utanaðkomandi aðila sem tilnefndur var af ríkissáttasemjara. Eyjamenn eru ekki þekktir fyrir að gefast upp, þvert á móti fyrir að koma fagnandi og takast á við verkefnin sem fyrir liggja hverju sinni og skiptir þá engu máli hvort þau eru stór eða smá, auðunnin eða torveld. Ég trúi því að það sé bjart yfir árinu 2023 og að ÍBV verði alltaf, alls staðar! Eyþór Harðarson – Oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn: Baráttumál okkar fengið samhljóm í bæjarstjórn Njáll Ragnarsson – Oddviti E-lista Samstaða er sterkasta vopnið Eyþór Harðarson oddvit i D-l ista UM ÁRAMÓT Njáll Ragnarsson oddvit i E-l ista UM ÁRAMÓT Sæunn Magnúsdóttir formaður ÍBV íþróttafélags UM ÁRAMÓT Sæunn Magnúsdóttir, formaður ÍBV íþróttafélags: Trúi á gott ár og að ÍBV verði alltaf, alls staðar!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.