Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Page 15

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Page 15
6. janúar 2023 | | 15 Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í samtali við Eyjafréttir SA stöðugt vera að horfa til þess hvernig hægt er að efla grunnstoðir íslensks atvinnu- lífs og þar með samfélagsins alls en menntamál eru sannarlega ein af þessum stoðum. „Við höfum á síðustu árum talað fyrir mikilvægri þróun á íslensku menntakerfi, bæði hvað varðar kerfislæga þætti og umgjörð menntamála en við höfum einnig beint sjónum okkar að faglegum viðfangsefnum, inntaki náms, áherslum í lestri og öðrum mikilvægum greinum. Verkefnið Kveikjum neistann tekur á öllum þessum þáttum og er að okkar mati mikilvægt innlegg í skólaþróun á Íslandi í dag.“ Samstaðan mikilvæg Halldór segir Kveikjum neistann og samstarfið sem því tengist vera verðmætt og mikilvægt fyrir margra hluta sakir. „Það er sér- staklega verðmætt að fá tækifæri til fara af stað með verkefnið í skólasamfélagi þar sem allir eru tilbúnir til að leggja sitt að mörk- um. Samstarf allra aðila er gömul saga og ný varðandi forsendur árangurs í menntun barna okkar. Þetta höfum við sannarlega séð raungerast í verkefninu í Eyjum þar sem skólasamfélagið allt hefur staðið við bakið á verkefninu og árangurinn er eftir því. Íslenskt menntakerfi í heild sinni er umfangsmikið og verkefni á sviði skólaþróunar oft á tíðum þung í vöfum en hér fáum við tækifæri til að reyna þetta í lítilli einingu og með mikilvægri aðkomu allra hagaðila og með þessu skapast vonandi fordæmi sem aðrir kjósa að fylgja á komandi árum. Annað sem er afar dýrmætt í þessu verkefni er hversu heildstætt það er, þ.e.a.s. það tekur bæði á skipulagsmálum og því hvernig við byggjum upp skóladaginn en líka kennslufræðilegum við- fangsefnum. Eins og nafnið felur í sér er inntakið í verkefninu að kveikja neista á meðal nemenda, virkja áhugahvöt og ástríðu og það verður varla gert nema hugað sé að hvoru tveggja þ.e. skipulagi og umgjörð annars vegar og inntaki náms og kennsluháttum hins vegar. Í þriðja lagi langar mig að nefna það sem ég er hvað ánægðastur með varðandi þetta verkefni sem er sameiginleg sýn skólasam- félagsins, stjórnvalda og íbúa í Eyjum, atvinnulífsins og íslenskra menntamálayfirvalda um mikil- vægi þessara mála. Að verkefninu koma allir þessir aðilar sem skuld- binda sig með fjármagn, tíma, athygli og orku í að vinna að fram- gangi mikilvægra mála í íslensku samfélagi. Það sýnir okkur hvaða árangri er hægt að ná þegar allir leggja saman kraftana með metnað að leiðarljósi.“ Vilja að nemendum líði vel í skólanum Aðspurður um það hvað það sé sem SA sjá fyrir sér að verkefni sem þetta skili af sér sagði Hall- dór. „Við viljum fyrst og síðast sjá að verkefnið leiði til þess að nem- endur fari áhugasamir í skólann þar sem þeir sinna námi af ástríðu. Við viljum að nemendum líði vel í skólanum hvort sem er drengjum, stúlkum, íslenskum börnum eða börnum sem eiga annað móðurmál en íslensku. Við slíkar aðstæður eflast nemendur og líkur aukast á að þeir nái betri árangri.“ Hann segir samfélagið þurfa á því að halda að líðan og námsár- angur í íslenskum skólum verði betri. „Eitt af því sem einkennir öflugustu menntakerfi heims er trúin á að allir geti lært, við trúum því og viljum skapa aðstæður til að svo geti orðið. Við vitum líka að allir eru góðir í einhverju en enginn er góður í öllu. Við eigum að skima eftir styrk- leikum og vinnum í gegnum þá að því að vega upp og bæta úr veikleikum. Við dæmum ekki fisk af því hvernig honum gengur að klifra í tré þó það sé afbragðs mælikvarði fyrir aðrar dýrategund- ir. Sama villa felst í því að brjóta framúrskarandi verkmann og skapandi einstakling niður með ítrekuðum mælingum á leshraða, það kann að leiða til þess að dýr- mæt tækifæri glatast hvað varðar það að rækta hæfileika og færni.“ Skref í rétta átt Halldór hafði þetta að segja að lokum. „Ef íslenskt samfélag á að vaxa og dafna á komandi árum þarf öflugt atvinnulífi og forsenda þess er öflugur mannauður. Við þurfum ólíka hæfileika og ólíka einstaklinga í fjölbreytt verkefni. Við þurfum allar hendur á dekk og grunnurinn í því er að öflugt menntakerfi fyrir alla. Kveikjum neistann er sannarlega skref í rétta átt hvað varðar það mikilvæga markmið.“ Framkvæmdastjóri SA Mikilvægt innlegg í skólaþróun: Sameinað kraftana með metnað að leiðarljósi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ýmis tól eru notuð til að auka áhuga barna á náminu s.s. spil og spjaldtölvur FRÉTTAPÝRAMÍDINN2022

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.