Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2023, Blaðsíða 2
Útgefandi: Eyjasýn ehf. - kt. 480278-0549
Ægissgötu 2 - 900 Vestmannaeyjum.
Ritstjórn og ábyrgð: Ómar Garðarsson og Sindri
Ólafsson - omar@eyjafrettir.is - sindri@eyjafrettir.is.
Umbrot: Leturstofa Vestmannaeyjum ehf.
Ljósmyndir: Blaðamenn Eyjafrétta.
Prentun: Stafræna Prentsmiðjan ehf.
Sími: 481 1300
Netfang: frettir@eyjafrettir.is.
Auglýsingar: auglysingar@eyjafrettir.is
Veffang: www.eyjafrettir.is
EYJAFRÉTTIR er áskriftarblað.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og
annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
„Það var í október sem fjölskyld-
an settist niður og fór yfir framtíð
fyrirtækjanna. Það opnaðist
gluggi þegar Vinnslustöðin
stefndi á að byggja upp nýja
bolfiskvinnslu og endurnýja skip.
Við vorum með hvort tveggja í
höndunum og hugurinn svolítið
farinn í önnur verkefni hjá okkur
öllum. Það lá því beinast við að
tala við Binna í Vinnslustöðinni.
Það hefur alltaf verið markmið hjá
tengdapabba að halda kvótanum
og skipinu í Vestmannaeyjum
svo það var léttir þegar Vinnslu-
stöðin tók vel í þetta,“ segir Daði
Pálsson, framkvæmdastjóri um
ákvörðun fjölskyldu Sigurjóns
Óskarssonar og Sigurlaugar
Alfreðsdóttur að selja útgerðar-
félagið Ós ehf. og fiskvinnslufyr-
irtækið Leo Seafood til Vinnslu-
stöðvarinnar.
„Þrátt fyrir mjög erfiðar ytri
aðstæður á fjármálamörkuðum
og vaxtastig á Íslandi hefur þetta
gengið vel. En þetta hefur verið
mikil vinna síðustu sex mánuði
sem við sjáum nú fyrir endann
á. Fjölskyldan skilur sátt við á
þessum tímapunkti og nú er bara
að horfa fram á veginn í komandi
verkefnum.“
Er ekki eftirsjá? „Auðvitað er
eftirsjá en við teljum okkur hafa
rekið fyrirtækin vel og skiljum
við þau sátt. Við höfum verið með
gott starfsfólk í gegnum tíðina
sem mun halda störfum áfram hjá
fyrirtækjunum.“
Segja má að Leo Seafood sé
barnið þitt. „Það er rétt. Ég er
búinn að vera þar lengst allra og
gengið í öll störf í fyrirtækinu.
Fólkið sem vinnur þar í dag hefur
alist upp með mér og fylgt mér í
20 ár. Í þeim hópi eru stjórnendur
með mikla reynslu.
Óbreyttur rekstur
Eins og lagt er upp með, verður
haldið áfram á sömu braut með
bæði útgerð og vinnslu. Við
höfum byggt fyrirtækið gríðarlega
mikið upp síðustu fjögur árin,
fyrir vel á annan milljarð króna.
Breytt öllu til nútímans og keypt
ný tæki. Tækifærin fyrir Leo
Seafood eru mikil og með öflugt
skip eins og Þórunni Sveinsdóttur
verður sterk fiskvinnslan enn
sterkari,“ segir Daði sem næst var
spurður um uppbyggingu laxeldis-
ins sem fjölskyldan kemur að.
„Við erum á áætlun eins og
stendur þrátt fyrir mjög erfiðan
vetur, mikinn snjó og frost sem
gerði steypuvinnu afar erfiða. Við
stefnum á að taka hrognin inn í
seiðastöðina í botni Friðarhafnar
á þessu ári og byrja að ala upp
seiði. Við þurfum svo að vera
tilbúin með fyrstu kerin austur
í Viðlagafjöru níu mánuðum
seinna. Næsta sumar verðum
við komin nokkuð vel á veg með
uppbyggingu í Viðlagafjöru,“
sagði Daði sem er ánægður með
stöðuna og gang mála.
Ós ehf. gerir út togarann Þórunni
Sveinsdóttur VE 401 og er með
3750 þorskígildi.
Leo Seafood hefur risið upp á
síðustu árum. Þar starfa um 90
manns og framkvæmdastjóri er
Bjarni Rúnar Einarsson.
Salan á Leo Seafood og Ós ehf. Fjölskyldan sátt:
Markmiðið að halda kvóta og skipi
í Vestmannaeyjum
ÓMAR GARÐARSSON
omar@eyjafrett ir. is
Samningar undirritaðir. F.v. Gylfi Sigurjónsson skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur VE, Sigurgeir Brynjar Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar,
Andrea Atladóttir, fjármálastjóri Vinnslustöðvarinnar, Viðar Sigurjónsson skipstjóri, Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir fjármálastjóri Óss og Daði Pálsson
framkvæmdastjóri. Mynd: Addi í London.
Ós ehf. gerir út togarann Þórunni Sveinsdóttur VE 401 og er með 3750
þorskígildi.