Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2023, Blaðsíða 13
19. apríl 2023 | | 13
„Það var árið 1982, ég var 32
ára, að það uppgötvast mein í
kviðarholi. Upphafið var að ég
lá inni á stofugólfi að hlusta á
tónlist. Þá kemur Harpa dóttir
mín, fjögurra ára hlaupandi og
lætur sig vaða á belginn á mér. Ég
fann strax mikið til, við spjald-
hrygginn,“ sagði Sigmar Georgs-
son sem tvisvar hefur tekist á við
krabbamein, 1982 og 2016 og fór
í geislameðferð í bæði skiptin.
Hann segir framfarir á þessum 32
árum séu ótrúlega miklar, farið úr
hálfgerðum hrossalækningum í
miklu mildari aðferðir.
Sárkvalinn leitaði Sigmar til
læknis sem sagði þetta klemmda
æð og ætti að lagast. Það gekk
ekki eftir, verkurinn ágerðist og
leitaði niður í annað eistað. Hann
fer aftur til læknisins sem taldi
rétt að athuga þetta nánar. Fær
tíma fyrir hann á Landakoti og á
hann að mæta daginn eftir. „Mér
leist ekki á það. Páskar framundan
og mikið að gera á Tanganum en
annar tími var ekki í boði,“ sagði
Sigmar sem flaug til Reykjavíkur
um morguninn og ætlaði til baka
um kvöldið. En það varð ekki.
Stórgripasprauta
Eftir rannsóknir kemur læknir til
Sigmars og segist vera búinn að
kalla út skurðstofuna á morgun.
Þá tók við mikill undirbúningur.
„Morguninn eftir er ég skorinn
og lagður inn á eftir. Lá inni yfir
páskana, í allt viku eða tíu daga.
Þá kemur læknirinn til mín og
segir meinið illkynja. Ég fór beint
í rannsóknir og svo byrjaði undir-
búningur fyrir geislameðferð.“
Og þetta voru gömlu tækin í
orðsins fyllstu merkingu. Fyrst
varð að finna alla eitla frá klofi og
upp að öxlum. „Ég lá á bekk og
það voru opnaðar æðar á ristunum
á mér. Þær tengdar við stórgripa-
sprautu sem dældi í mig litarefni.
Þetta tók lungann úr deginum og
var mjög kvalafullt. Læknarnir
voru með venjulegar skinnur sem
þeir límdu á mig, bæði aftan og
framan þar sem eitlarnir voru.
Þá var ég tattóveraður í gegnum
götin sem mynduðu tvær raðir frá
öxlum og niður í klof. Breiðastar
í miðjunni og mjókkuðu til
endanna,“ segir Simmi og hlær en
þarna var undirbúningurinn rétt
byrjaður.
Þá var smíðað mót úr áli sem
sett var í sjálft geislatækið sem
var í laginu eins og merkingarnar
á líkama Sigmars. „Næst var gert
mót af líkama mínum úr stórum
sekk sem var fylltur af einhverju
úraþanefni. Var ég látinn leggjast
ofan á pokann. Þar með var komið
hið besta skapalón af mér og þar
gat ég hvorki hreyft legg né lið.
Lá eins og í spennutreyju.“
Skapalónið var sett upp á
bekkinn í geislatækinu og stillt af
og blýhlunkur settur upp í tækið.
„Þar með gat fyrsta meðferðin
hafist en þær urðu í allt 40 eins og
þegar ég veiktist aftur 2016 nema
að tæknin var allt önnur. Í hvor-
ugt skiptið þurfti lyfjameðferð.
Meinið var skorið í burt og síðan
geislameðferð til vonar og vara.“
Þetta eru mikil átök á líkamann
segir Sigmar. „Það var hrikalega
erfitt þegar þeir voru að finna
eitlana með litarefninu. Ofan á
sprautunni var sandpoki til að
hafa stöðugan þrýsting. Þetta
voru hrossalækningar en skiluðu
rangri.
Miklar framfarir
Geislatækin í dag eru afar
fullkomin og stjórnast gegnum
öflugan tölvubúnað og er geisla-
svæðið forritað fyrir viðkom-
andi sjúkling. „Maður leggst á
tækjabekkinn og fólk sér um að
maður liggi rétt og geislatækið
er á hringlaga armi sem fer á
viðkomandi svæði og eins og í
mínu tilfelli fer hring um bekkinn
á mjaðmasvæðinu og stoppar
öðru hvoru og sendir geisla og allt
þetta tekur örfáar mínútur. Mikið
af frábæru fagfólki fylgir manni
allan tímann og gefur manni góð
ráð og kannar heilsufarið. Nú er
einnig kominn í notkun jáeindars-
kanninn sem Kári Stefánsson gaf
Landspítalanum og í þeim skanna
er hægt að greina af mikilli
nákvæmni æxli eða meinvörp sem
mögulega hafa náð að dreifa sér
um líkamann.“
Þrisvar á nokkurra ára fresti
frá 1993 fékk Sigmar blóðtappa
í bæði lungun sem rakið var til
skemmda á æðakerfi í kviðarholi.
„Lungun hafa háð mér síðan, er
alltaf á lungnalyfjum en er þó
ekki slappari en það að ég labbaði
á 1200 til 1300 metra fjall í síð-
ustu viku. Var eins og smiðjubelg-
ur á leiðinni en komst á toppinn.“
Árið 2016 var það blöðruháls-
kirtillinn sem ekki var í lagi. „Allt
var ferlið miklu einfaldara en í
fyrra skiptið. Byrjaði með mynda-
töku á Landspítalanum. Og ég var
heppinn. Hefði þetta gerst ári fyrr
hefði þurft að senda mig til Sví-
þjóðar en þarna voru komnir tveir
sérfræðilæknar sem ráða við þetta
og meðferðin er manneskjulegri,“
sagði Sigmar.
Gullkúlur vinna verkið
„Það er settar 35 gullkúlur, minni
en hrísgrjón í langa nál sem kem-
ur þeim þeim fyrir í blöðruháls-
kirtilinum. Það voru sett þrjú sett í
mig og svo er skotið á kúlurnar og
þær vinna verkið. Maður veit ekki
af þessu,“ segir Sigmar og notaði
sömu rútínu og hann kom sér upp
í fyrra skiptið.
Vaknaði eldsnemma á morgnana,
fékk sér að borða, slappaði af áður
en hann labbaði upp á Landspít-
ala. „Eftir það tók ég góðan rúnt,
lagði mig í klukkutíma og þá voru
mér allir vegir færir. Þannig var
þetta í bæði skiptin en það fyrra
tók meira á,“ segir Sigmar og
hrósar öllum sem að þessu komu
og hann telur sig hólpinn.
„Maður er að kynnast fólki sem
hefur þurft að fara í þessar hörðu
lyfjameðferðir sem eru algjört
víti. Það reynir mikið á líkamann
og ég er heppinn að losna við
það.“
Ég er ákaflega þakklátur og
stoltur af starfsemi Krabbavarnar
í Vestmannaeyjum sem er rekið
af áhugasömu fólki sem aðstoðar
krabbameinssjúklinga sem eru
í meðferð með ferðastyrkjum
og fjárhagsaðstoð við húsaleigu
hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
Einnig er félagið vikulega með
opið hús í Arnardrangi við Hilm-
isgötu , þarf sem fólk hittist og
ber saman bækur sínar og sækir
andlegan styrk til hvors annars
sem er mikils virði. Kvenfólkið
hittist á þriðjudögum milli kl.
13.00 og 15.00 og karlarnir á
miðvikudögum frá kl. 19.30 til
21.00,“ segir Sigmar að endingu.
Sigmar Georgsson Greindist 1982 og 2016:
Tölvutæknin tekin við af
hrossalækningum fyrri tíma
” Ég er ákaflega þakklátur og
stoltur af starfsemi Krabbavarnar
í Vestmannaeyjum sem er rekið
af áhugasömu fólki sem aðstoðar
krabbameinssjúklinga sem eru í
meðferð með ferðastyrkjum og
fjárhagsaðstoð við húsaleigu hjá
Krabbameinsfélagi Íslands.