Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2023, Blaðsíða 15
19. apríl 2023 | | 15
„Ég held að menn fari ekki í orku-
skipti fyrr en þeim verði tryggð
forgangsorka og fyrirkomulagi
á orkusölu verður breytt. Þegar
þessi áfangi næst verður að
finna milliverð sem seljendur og
kaupendur geta sætt sig við. Þetta
hefur verið í umræðunni lengi og
þá vegna raflýsingar hjá garð-
yrkjubændum sem hafa ekki séð
sér hag í að setja upp raflýsingu á
óskerðanlegum taxta. Þá yrðu þeir
ekki samkeppnishæfir við innflutt
grænmeti. Það hlýtur að breytast
núna því það er umhverfisvænna
að rækta hér á landi en að flytja
inn grænmeti,“ segir Willum
Andersen, tæknilegur rekstrar-
stjóri hjá Vinnslustöðinni sem
farið hefur í saumana á orkunotk-
un og kolefnisspori félagsins síð-
ustu tuttugu árin og sett í stærra
samhengi.
Willum segir að til geta uppfyllt
samninga um orkuskipti þurfi
að leggja tvo nýja strengi til
Vestmannaeyja. „Skoðum þetta út
frá Vinnslustöðinni og miðum við
mesta álag. Allt á fullu á loðnu-
vertíð, þá erum með á forgangi
með 6,2 MW álag fyrir utan
rafskautaketilinn. Ef við tökum
seinni rafskautaketilinn í notkun
og keyrum bræðsluna bara á raf-
magni þyrftum við 26,2 MW fyrir
Vinnslustöðina í heild.
Landsnet hefur sagt að árið 2030
ætli þeir að hafa forgangsorku
til Vestmannaeyja 50 MW sem
er ekki nóg. Ísfélagið þarf ekki
minna en við til að standast
kröfur um orkuskipti. Ísfélagið og
Vinnslustöðin þurfa þá samanlagt
50 MW og laxeldið sem hér er að
rísa 15 MW. Þá er annar iðnaður,
bærinn sjálfur og sjóvarmadælu-
stöðin eftir. Það er mín skoðun er
að við þurfum að minnsta kosti
100 MW af forgangsafli árið 2030
fyrir Vestmannaeyjar. Þangað til
eru ekki nema sex eða sjö ár en
þetta þarf að gera ef við ætlum að
standa við alþjóðlegar samþykktir
um orkuskipti,“ segir Willum og
bætir við að þetta eigi ekki ein-
göngu við Vestmannaeyjar heldur
standa allir frammi fyrir þessu um
allt land.
Það þarf því að virkja meira?
„Það sem fer mest í taugarnar á
mér eru vinnubrögðin á Alþingi
þar sem rifist er um einhverja
orkupakka og hvaða virkjunar-
möguleikar eigi að fara í biðflokk
og nýtingarflokk. Á sama tíma er
ekki verið að virkja í landinu til
að mæta orkuskiptum sem búið
er að samþykkja. Það tekur tíu
ár að undirbúa hverja virkjun og
sterk öfl í samfélaginu beita öllum
brögðum til að stoppa allar fram-
kvæmdir. Ég segi, eigum við að
lifa af landinu eða á landið að lifa
á okkur? Allir á rafbíla, og svo er
hvergi virkjað til að koma þeim á
milli staða.“
Orkuskipti kalla á raforku
Willum segir að við svo verði
ekki búið. „Orkuskipti kalla á
raforku. Það þarf ekki að ræða
það frekar. Það er allt gott að
segja um orkuskipti en það verður
ekki bæði sleppt og haldið. Það
er rætt um rafmetanol sem lausn á
loftslagsvandanum en það er enn-
þá langt í að hægt verði að knýja
skip áfram með rafmetanoli. Þær
lausnir sem eru á borðinu í dag
til framleiðslu eru mjög meng-
andi. Til að framleiða tíu til 20
kílóvattsstundir af metanoli þarftu
100 kílóvattsstundir af rafmagni.
Er það umhverfisvænt þó um sé
að ræða endurnýjanlega orku?
Nei, það er umhverfissóðaskapur
sem hvergi kemur fram í um-
ræðunni. Það er sameiginlegt með
öllum þessum nýju orkugjöfum
sem eiga að koma í staðinn fyrir
olíu er lélegt orkuinnihald. Mjög
dýrir í framleiðslu. Ef menn
myndu stefna á að knýja fiskiskip-
in með þessu eldsneyti þá yrði að
breyta lögum um fiskveiðistjórn
með tilliti til stærðar báta og
vegna þess hversu orkuinnihaldið
er lítið þarf mun stærra tankapláss
í þessa báta til að koma því fyrir.
Willum Andersen Umræða um orkuskipti á villigötum:
Þarf tvo nýja strengi og 100 MW
til Eyja fyrir 2030
Allir á rafbíla kallar á meiri raforku Ekkert virkjað
Rifist um orkupakka Sterk öfl á bremsunni
Bræðsla VSV er með tvo rafskautakatla sem nýtast illa vegna skertrar raforku. Mynd Addi í London.
Willum Andersen. Mynd Addi í London.
ÓMAR GARÐARSSON
omar@eyjafrett ir. is