Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2023, Blaðsíða 9
19. apríl 2023 | | 9
því sem nær dregur jólum. Þá er
langmesta salan.“
Grupeixe – Eigið fyrirtæki
í Portúgal
Eftir að fiskurinn kemur til
Portúgal tekur Grupeixe, fyrirtæki
í eigu Vinnslustöðvarinnar við
fiskinum. „Þar er hann þurrkaður
og pakkað í smærri pakkningar,
mest í 25 kílóa kassa. Það er fyrir
hinn hefðbunda hluta markaðar-
ins. Saltfiskur er einnig útvatnaður
og frystur, slíkt er þó ekki gert hjá
Grupeixe, enn sem komið er. Sala
á útvötnuðum fiski fer vaxandi
vegna breytinga á neysluvenjum.
Fólk eyðir minni tíma í matargerð,
ekki síst unga fólkið. Það jákvæða
er að það heldur áfram að borða
saltfisk en vill fá hann sem mesti
tilbúinn. Saltfiskurinn skiptir
það máli og er hluti af menningu
Portúgala. Hann er eftirsóttur fyrir
bragðið, gæðin og hvað hann
stendur fyrir.“
Saltfiskur fyrir Spánarmarkað er
unninn með öðrum hætti. Sprautu-
saltaður, stendur mun skemur í
saltinu og er með aðra eiginleika
en Portúgalsfiskurinn. „Miklu
minni verkun, annað útlit, hvítari
og með eiginleika sem Spánverj-
um finnst skipta meira máli.“
Vinnslustöðin selur yfir 5000
tonn af saltfiski til Portúgal þar
sem Grupeixe vinnur fiskinn.
„Áherslan er að vinna íslenskan
fisk og fisk frá Vinnslustöðinni en
kaupum fisk frá fleiri framleið-
endum, íslenskum og norskum.
Grupeixe kaupir líka hausaðan
frystan þorsk sem er flattur og
saltaður þar. Það er allt önnur
vara, neðar í gæðastiganum, þótt
vissulega sé það góð vara.“
Stærsti markaður fyrir ufsann er
í Brasilíu og aðrir markaðir sem
skipta máli eru eyjar í Karab-
ískahafinu og í Afríku, aðallega
í gömlu portúgölsku nýlendun-
um, Mosambik og Angóla. „Þar
er hefð fyrir neyslu á söltuðum
fiski.“
Fjölþjóðlegt samfélag
Sverrir segir þetta mikið ferli og
sjálfur fylgist hann með fiski sem
kemur til vinnslu hjá þeim þar til
hann fer í verslanir erlendis. „Við
vinnum mjög náið með okkar
fólki hjá Grupeixe þar sem Nuno
Araujo er framkvæmdastjóri
og okkar maður í öllu þar. Hjá
Grupeixe vinna rúmlega 40
manns, þar á meðal gott fólk í
framleiðslu og sölu sem við höf-
um dagleg samskipti og samstarf
við, förum yfir stöðuna og tölum
mikið saman.“
Nú er vertíð í hámarki og um
70 manns sem vinna við fram-
leiðsluna í Eyjum. „Það er mikið
að gera núna og vinnudagurinn
býsna langur. Venjulegur vinnu-
dagur er frá sjö á morgnana til
þrjú á daginn en á þessum tíma
byrjum við að vinna klukkan
fimm og jafnvel fyrr og oftast
unnið til fimm á daginn. Mjög
langir dagar og unnið fimm til
sex daga vikunnar. Mikil vinna
en fólk er til í slaginn, kemur
hingað til að vinna. Það er um 30
manna kjarni sem er hérna allt
árið og svo er fólk sem kemur á
vertíð, margir frá útlöndum, auk
Íslendinga. Margt fólk kemur
frá Portúgal, Póllandi, Úkraínu,
Suður Ameríku en einnig víðar
að. Allt er þetta fólk sem stendur
sig vel og er viljugt en því verður
ekki á móti mælt að þetta er erfið
vinna,“ sagði Sverrir að endingu.
Öflugur hópur í söltuninni. Frá vinstri: Michal Labus, Kristján Möller, Ania Ewa
Kiczula, Agnieszka Kiczula, Grzegorz Witold Oredek og Daniela Götschi.
Fremstu tvær frá vinstri: Magda Ciuska og Barbara Wanecka. Öll pólsk nema
Kristján og Daniela sem er frá Sviss.
Laugardaginn fyrir páska í mikilli
kótelettuveislu kynnti sjómanna-
dagsráð, undir forystu Ríkharðs
Zöega Stefánssonar hugmynd
að minnismerki um drukknaða
sjómenn. Er því ætlaður staður á
Skansinum og á því verða rúmlega
480 nöfn sem ná aftur á þrettándu
öld. Ríkharður fékk öflugan hóp í
lið með sér og liggur mikil vinna
að baki. Hönnnuður er Bjarki
Sigurjósson og sér Vélsmiðjan Þór
um smíðina. Minnismerkið verður
á steyptum stöpli sem myndar vítt
V. Verða þrjár plötur á hvorum
helmingi, tveggja metra háar og
samanlögð breidd er níu metrar.
Verða þær tvöfaldar og eru nöfnin
skorin út í þá fremri og lýst upp
þannig að lesa má nöfnin jafnt að
degi sem nóttu.
„Það má segja að Hallgrímur
Rögnvaldsson, veitingamaður og
Alfreð Alfreðsson eigi hug-
myndina sem strax greip mig
heljartökum,“ segir Ríkharður.
„Ég kynnti hugmyndina fyrir
sjómannadagsráði sem leist vel á.
Næsta skref var að fá fólk í lið með
okkur og þeir sem ég talaði við
voru strax tilbúnir. Verkið er mikið
og vandasamt en nú erum við
komin með yfir 470 nöfn.
Þá var komið að því að finna
merkinu stað og fá einstaklinga
og fyrirtæki til að styrkja okkur.
Niðurstaðan var að setja það
upp á Skansinum og með góðri
aðstoð hefst þetta. Verður merkið
vígt annan júní, föstudaginn fyrir
Sjómannadag,“ sagði Ríkharður
og má sjá stöpulinn sem búið er að
steypa.
Nöfnin verða í andlátsröð og
eru fyrstu nöfnin frá árinu 1251.
Í undirbúningi er gerð forrits þar
sem fólk getur sest á sérhannaða
bekki sem Frosti Gíslason á hug-
myndina að. Getur fólk þá hlustað
með snjalltæki á upplýsingar sem
þar verður að finna. „Þar erum við
að horfa á margra ára verkefni en
með meiri upplýsingum eykst gildi
minnismerkisins,“ sagði Ríkharður
að lokum.
Minnismerki um drukknaða sjómenn á Skansinum:
Alls rúmlega 480 nöfn frá árinu 1251