Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2023, Blaðsíða 17
19. apríl 2023 | | 17
aftur upp í efstu deild. Við
fórum taplausar í gegnum mótið
sem er frábær árangur. Ég var
mjög ánægð í FH og félagið á
alltaf stað í hjarta mér, rétt eins
og ÍBV. Það er gott að enda
ferilinn á góðum nótum,” sagði
Sísí Lára.
Alltaf heiður að klæðast
bláu treyjunni
Sísí Lára á að baki samtals 50
leiki með landsliðum Íslands,
U-17, U-19 og A landsliðinu.
,,Það eru forréttindi og mikill
heiður að spila fyrir landsliðið.
Ég man eftir fyrstu lands-
liðsferðinni með U-17 ára
landsliðinu þegar við fórum til
Færeyja. Við vorum með mjög
sterkt lið og komumst í loka-
keppnina sem haldin var í Sviss
og við kepptum á móti sterkum
þjóðum, Spáni og Þýskalandi.
Ég spilaði 30 landsleiki fyrir
bæði U-17 og U-19. Ég spilaði
minn fyrsta A-landsleik 2016
og fór með landsliðinu á EM í
Hollandi 2017. Það er klárlega
einn af hápunktum ferilsins.
Ég spilaði 20 A-landsleiki og
það var alltaf mikill heiður að
klæðast bláu treyjunni,” sagði
Sísí Lára.
Hvað stendur uppúr þegar þú
lítur til baka?
,,Þegar ég lít til baka yfir
ferilinn minn þá stendur alveg
margt upp úr eins og að fara
á EM, landsleikirnir, bik-
armeistaratitillinn með ÍBV,
Noregsmeistaratitillinn með
Lilleström, vinna Lengju-
deildina og komast upp í efstu
deild með FH. Ég eignaðist líka
góðar vinkonur í gegnum fót-
boltann sem ég mun halda í að
eilífu. Það er mjög dýrmætt og
það eru mínar bestu vinkonur
í dag. Á ferlinum kynntist ég
frábæru fólki sem starfar innan
knattspyrnuhreyfingannar, hvort
sem það eru þjálfarar, liðstjór-
ar, starfsfólk hjá liðunum og
sjálfboðaliðar. Allt er þetta fólk
sem vinnur mikil og góð störf,”
sagði Sísí Lára.
Komin heim
Sísí Lára flutti eftir tímabilið í
fyrra aftur heim til Vestmanna-
eyja ásamt kærasta sínum, Ísaki
Rafnssyni, sem leikur handbolta
með ÍBV. „Það er gott að vera
komin aftur heim til Eyja. Ég
er í mastersnámi í kennaranum
og samhliða því er ég umsjónar-
kennari í 5. bekk. Mér finnst
það ótrúlega gaman. Ég er farin
að hlaupa eitthvað, er komin í
hlaupahóp hjá Frikka sem er
mjög skemmtilegt. Það er gott
að finna einhver ný áhugamál
og mæta á æfingar með hópi af
fólki og er það svona eins og
að mæta á fótboltaæfingu. Ég
stefni svo á að vera dugleg að
spila golf og svo bara njóta lífs-
ins,” sagði Sísí Lára að lokum.
Eyjamenn hafa ekki farið vel af
stað í Bestu deildinni, töpuðu
2:1 fyrir Val í fyrstu umferðinni
og 3:0 gegn KA í þeirri seinni.
Áttu strákarnir mjög góðan fyrri
hálfkeik gegn Val og komust yfir
og áttu ótal færi. Í seinni hálfleik
gáfu þeir eftir og fengu á sig tvö
heldur ódýr mörk.
KA var sterkara liðið og úrslitin
sanngjörn. Það hefur þó verið
margt jákvætt í leik ÍBV sem
hægt er að byggja á en ákveðið
áhyggjuefni hvað hópurinn er
þunnskipaður, til að mynda voru
einungis fjórir útileikmenn á
bekknum á móti KA og því má
ekki mikið út af bregða varðandi
leikbönn eða meiðsli.
Karlarnir enn án sigurs
Guðjón Ernir Hrafnkelsson í harðri baráttu við norðanmenn sem
voru einfaldlega betri. Mynd Skapti Hallgrímsson
ÍBV vann fyrsta leikinn í slagnum
við Stjörnuna í átta liða úrslitum
Olísdeildar karla í handknattleik í
Vestmannaeyjum á laugardaginn,
37:33. ÍBV leiddi frá upphafi og
var með fjögurra marka forskot í
fyrri hálfleik, 21:17.
Næsti leikur var í TM-höllinni
í Garðabæ í gærkvöldi og þar
sem réðist hvort Stjarnan næði
að knýja fram oddaleik. Mikil
stemning er fyrir úrslitunum og
allt gert til að fá fólk í Eyjum á
leikinn. „Alvöru stuð og stemning
hefur einkennt ÍBV í úrslitakeppni
undanfarin ár og núna verður
engin breyting á,“ segir í tilkynn-
ingu frá ÍBV. Sumir segja ÍBV
líklega Íslandsmeistara en leiðin
er löng og ljón á veginum. En þeir
eiga möguleika.
Mörk ÍBV gegn Stjörnunni:
Rúnar Kárason 8, Kári Kristján
Kristjánsson 8/7, Arnór Viðarsson
7, Sigtryggur Daði Rúnarsson 3,
Janus Dam Djurhuus 3, Theodór
Sigurbjörnsson 3, Nökkvi Snær
Óðinsson 2, Dagur Arnarsson
1, Ísak Rafnsson 1, Sveinn Jose
Rivera 1.
Varin skot: Pavel Miskevich
11/1, 37,9% – Petar Jokanovic
3/1, 16,7%.
Úrslitakeppnin komin
á fullt í Olísdeild karla
Kári fagnar einu af átta mörkum sín-
um í fyrsta leiknum gegn Stjörnunni.
Mynd Sigfús Gunnar
Sísí var fyrirliði FH þegar liðið fór upp í efstu deild.
Sísí hampar bikarmeistaratitlinum
með ÍBV 2017.