Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2023, Blaðsíða 11
19. apríl 2023 | | 11
Krabbavörn í Vestmannaeyj-
um lætur ekki mikið yfir sér en
starfsemin er mikilvæg og mun
umfangsmeiri en flesta grun-
ar. Það kom fram á opnu húsi
Krabbavarnar í Akóges 30. mars
sl. þar sem kynnt var það sem
sjúklingum og aðstandendum
þeirra stendur til boða af hálfu
félagsins. „Félagið Krabbavörn
í Vestmannaeyjum hefur það
hlutverk að styðja við einstaklinga
sem greinast með krabbamein í
Vestmanneyjum og aðstandendur
þeirra. Það stuðlar að fræðslu
og menntun um krabbamein og
krabbameinsvarnir, eflir krabba-
meinsrannsóknir, beitir sér fyrir
leit að krabbameini á byrjunar-
stigi, styður framfarir í með-
ferð krabbameina og umönnun
krabbameinssjúklinga,“ sagði
Kristín Valtýsdóttir um félagið
sem var stofnað var 25. apríl 1949
og endurvakið 3. maí 1990.
Aðsókn var góð og margt athygl-
isvert kom fram, m.a. hvað sjúk-
lingum stendur til boða hjá HSU
í Vestmannaeyjum. Fólk sagði
frá reynslu sinni af baráttunni
við krabbamein sem er ekki einn
sjúkdómur heldur birtist hann í
mörgum myndum. Upphafið er þó
það sama, fruma byrjar að fjölga
sér óeðlilega og því fyrr sem
gripið er inn er von um bata meiri.
Einn hápunkturinn var þegar
áhöfnin á Dala Rafni kom færandi
hendi. Færði Krabbavörn 500.000
krónur sem var afrakstur sölu á
dagatali þar sem skipverjar sátu
fyrir misjafnlega léttklæddir.
„Við þökkum innilega fyrir
frábært kvöld sem fór langt fram
úr væntingum og fram fór þörf
umræða sem átti erindi til allra.
Við þökkum innilega fyrir fjár-
stuðning sem okkur var veittur af
áhöfninni á Dala Rafni, magnaðir
peyjar. Við þökkum Einsa kalda
fyrir veitingar kvöldsins sem
hann gaf til styrktar félagsins og
Akóges lagði til húsnæði félaginu
að kostnaðarlausu. Hjartans þakk-
ir sendum við til allra þeirra sem
hugsa til félagsins,“ sagði stjórnin
eftir fundinn.
Fjölmennt á opnu húsi Krabbavarnar:
Skjól og stuðningur við sjúklinga
og aðstandendur
ÓMAR GARÐARSSON
omar@eyjafrett ir. is
SAMANTEKT
Hátt í eitt hundrað manns sóttu fundinn sem var mjög upplýsandi.
Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir,
formaður Krabbavarnar flutti
athyglisvert erindi um eigin
reynslu af baráttunni við krabba-
mein sem var ansi hastarleg. „Ég
greindist með þríneikvætt illkynja
krabbamein á þriðja stigi árið
2014. Það var mjög ört vaxandi.
Mér voru gefnar fimmtíu prósent
líkur á að ég myndi lifa það af og
að miklar líkur væri á endurkomu
þess innan sex ára,“ sagði Sigga
Stína eins og flestir þekkja hana.
„Það var auðvitað mikið högg að
greinast. Ég fór í meðferð í ágúst
2014 sem lauk í ágúst 2015 og
hér stend átta árum seinna,“ bætti
hún við og sagði það er eitt að fá
krabbamein og annað að læknast
en þá byrji vinnan við að ná fyrri
heilsu.
„Í mínu tilfelli sködduðust
lungun við geislana og því er ég
með minna þol en áður og get
því miður ekki bætt það. Er með
skerta lifrarstarfsemi, á til að fá
blöðrur í munninn ef ég borða t.d
eitthvað sterkt, mjög sætt eða mat
með e-efnum þar sem slímhúðin
er léleg. Einnig hafði meðferðin
áhrif á sjónina ,“ segir Sigga Stína
sem hafði frumkvæðið að karla-
kvöldum hjá Krabbavörn sem
eru alla miðvikudaga kl.19:30 að
Arnardrangi. Þar hittast karlar
með krabbamein og aðstandendur
einu sinni í viku og ræða málin.
Segir Sigga Stína að það megi
ekki gleymast að ef maki greinist
með krabbamein geti verið gott
að hitta aðra sem hafa gengið í
gegnum svipaða reynslu.
„Upphafið var að karlar voru að
koma til mín á skrifstofu Sjóvár
og vildu ræða málin, oft þau
viðkvæmustu. Þá sá ég að það
vantaði stað og stund þar sem þeir
gætu hist og spjallað saman um
sína líðan. Nú hittumst við viku-
lega og þar er allt uppi á borðum.
Hjá flestum er það mikil sorg að
greinst með krabbamein. Lífið fer
úr skorðum og þá getur verið gott
og ekki síst fyrir karla að hafa
vettvang til að ræða málin,“ sagði
Sigga Stína sem vildi bæta við að
opinn hittingur er alla þriðjudaga
kl.13:00 til 5:00 að Arnardrangi.
Ef þú vilt gerast styrktaraðili hjá
Krabbavörn Vestmannaeyja er
hægt að skrá sig sem félagsmann
og kostar það 2.500 kr á ári, ekki
há fjárhæð en getur hjálpað mörg-
um, hægt er að láta skrá sig inná
facebooksíðu félagsins eða greiða
inná reikning félagsins.
Reikningsnúmer 0582-26-2000
kt. 651090-2029
Stjórn Krabbavarnar Vestmanna-
eyja þakkar öllum fyrir þann kær-
leik sem þeir hafa sýnt félaginu.
Sigga Stína Eitt að veikjast Eftirköstin líka erfið:
Gefnar helmingslíkur á að lifa
af fyrir átta árum
Stendur enn og hafði frumkvæði að sérstökum karlakvöldum
Sigurbjörg Kristín.