Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.2023, Blaðsíða 6
6 | | 19. apríl 2023
Leikfélag Vestmannaeyja
frumsýndi á dögunum söngleik-
inn Rocky Horror við frábærar
viðtökur. Verkið er eftir Richard
O´Brien og var það fyrst frumsýnt
árið 1973 í London. Söngleik-
urinn hefur síðan verið sýndur
víðsvegar í heiminum við miklar
vinsældir.
Rocky Horror er verk nr.183
hjá Leikfélagi Vestmannaeyja ,
en þess má geta að það var sýnt í
Eyjum árið 1999 og tóku þrír sem
taka þátt núna einnig þátt í þeirri
uppsetningu, þau Zindri Freyr
Ragnarsson, Ingveldur Theodórs-
dóttir og Helgi Tórshamar.
Leikstjóri er Árni Grétar Jó-
hannsson og er þetta í fjórða sinn
sem hann leikstýrir hjá Leikfé-
laginu. Verk sem hann hefur áður
leikstýrt eru Benedikt Búálfur,
Klaufar, Kóngsdætur og Blúndur
og Blásýrur.
Ingveldur Theodórsdóttir segir
að það sé mikið verk að setja upp
svona leikrit og þar eru margar
hendur á bakvið, en hópurinn sem
er að setja sýninguna upp telur um
40 til 50 manns. Við erum með
hljómsveit, algjörir fagmenn þar á
ferð, strákarnir í Molda auk gesta
ásamt frábærum söngþjálfara sem
er hún Jórunn Lilja Jónasdóttir.
Boðið er upp á bæði hefðbundn-
ar sýningar og partý sýningar. Á
partý sýningum hvetur Leikfé-
lagið gesti að koma í búningum.
Seldir eru pokar með ýmsum hlut-
um sem notaðir eru á ákveðnum
stöðum í leikritinu og auðvitað
hvetja þau fólk að vera lifandi og
taka þátt með því að syngja með.
Gaman er að segja frá því að
verkið hlaut styrk frá Samtökum
Sunnlenskra Sveitarfélaga (SASS)
til þess að setja upp sýninguna og
styðja við hinsegin menningu og
hinsegin umræðu innan samfé-
lagsins út frá verkinu.
Rocky Horror er lifandi,
skemmtileg og flott sýning í alla
staði sem enginn sem hefur aldur
til ætti að láta framhjá sér fara.
Salurinn hefur verið þéttsetinn
á öllum sýningum hingað til.
Leikfélagið leggur upp með 12
sýningar og áætluð lokasýning er
30. apríl. „Ef áfram verður uppselt
á sýningar þá erum við að skoða
að hafa fleiri sýningar, við förum
ekki að hætta fyrir fullu húsi“,
segir Ingveldur.
Hvetjum við alla sem vilja sjá
stórskemmtilega sýningu að
styðja við bakið á frábæru leikfé-
lagi sem lagt hefur mikla vinnu í
verkið að næla sér í miða.
Leikfélagið Rocky Horror slær í gegn:
Lifandi, skemmtileg og flott sýning
DÍANA ÓLAFSDÓTTIR
diana@eyjafrett ir. is
Leikendur eiga hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu.
Hljómsveitin Molda á Partý sýningu. Þeir eiga sinn þátt í að lyfta sýningunni
í hæstu hæðir.
Zindri Freyr Ragnarsson, Arnar Gauti Egilsson og Albert Snær Tórshamar
í hlutverkum sínum.