Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2023, Page 8

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2023, Page 8
8 | | 15. júní 2023 Gleðilegt smur Toyota Kauptúni stendur fyrir smurherferð dagana 19 - 23. júní í Vestmannaeyjum. Við verðum til húsa að Flötum 21. Bókið tíma á info@toyota.is eða í síma 570 5070 Toyota Kauptúni info@toyota.is 570-5070 Á fundi fræðsluráðs í mars 2022 voru skoðaðar leiðir til að mæta þeim áskorunum sem bærinn stóð fyrir varðandi aukna þörf á leikskólaplássi. Ákveðið var í framhaldinu að byggja við Sóla og fram- kvæmdir við skólann hófust í október 2022. Í upphafi átti framkvæmdum að ljúka í janúar 2023. Drógust þær þó á langinn þar sem reiknað var með tilbúnum einingum, en svo reyndist ekki. Fram- kvæmdum er að mestu lokið, þó enn vanti upp á að klára frágang og hluta af ungbarna- lóðinni en nýr kjarni opnaði í mars 2023. Kostnaður og framkvæmd Helga Björk Ólafsdóttir leikskóla- stýra á Sóla segir að áður en farið var í framkvæmdir við stækkun á húsnæðinu sáu þau fram á biðlist- ar myndu lengjast og því var farið að huga að hvernig væri hægt að bregðast við. Á fundi fræðsluráð var fyrst formlega vakin athygli á auk- inni þörf á leikskólaplássum og hvernig mætti bregðast við. Á öðrum fundi fræðsluráðs var mál- inu síðan vísað til bæjarráðs og umhverfis- og framkvæmdarsviðs til að kanna kaup eða leigu á lausum einingum. Upphaflega var lagt til 40-60 milljónir í fram- kvæmdaráætlun í viðbyggingu á leikskólanum Sóla. Þar sem framkvæmdum er ekki lokið er ekki hægt að gefa upp heildar- kostnað sem stendur. Málinu var vísað til fjárhagsáætlunarvinnu næsta árs og vinnu við þriggja ára áætlun. Bæjarráð tók málið fyrir á fundi og var þá meðal annars lagt til að drög við viðauka fjárhags- áætlun 2022 verði lögð fram til að mæta kostnaði sem af þessu hlýst. Áframhaldandi kostnað- ur vegna viðbyggingar verður tekin inn í fjárhagsáætlun 2023. Á framkvæmdar tímabilinu urðu aðeins óverulegar breytingar sem gengur og gerist þegar fram- kvæmdir standa yfir. Þar sem um ræðir bráðabirgða byggingu þurfti ekki leyfi upprunalegs arkítekts fyrir viðbyggingunni. Ákvörðun um viðbygginguna á Sóla hafði ekki áhrif á nýjan samning við Hjallastefnuna um leikskóla- þjónustu, en kostnaður eðlilega eykst þar sem verið er að kaupa meira leikskólarými af Hjalla- stefnunni, segir Brynjar Ólafsson framkvæmdarstjóri umhverfis- og framkvæmdarsviðs. Staðan í dag Nýr kjarni í leikskólanum Sóla var opnaður um miðjan mars 2023. Þar sem árgangar hafa stækkað síðustu ár og sú stefna bæjarins að koma öllum 12 mánaða börnum inn á leikskóla hefur í för með sér aukna eftirspurn eftir leikskóla- plássum. „Við náum nokkurn veginn að halda því markmiði“, segir Helga Björk. Öll börn fædd árið 2021 eru komin með pláss og börn fædd í janúar til ágúst 2022 hafa fengið pláss eða boð um pláss eftir sum- arfrí. Nýji kjarninn getur tekið við 16-18 börnum. Leikskólinn Sóli starfar eftir Hjallastefnunni þar sem kjarnar eru kynjaskiptir. Nýji kjarninn er stúlknakjarni og fyrrum ungbarnakjarninn er nú drengjakjarni. Niðurstaðan varð sú að við- byggingin við leikskólann yrði að kennarastofu og fyrrum kennarastofan gerð að nýjum kjarna, það rými er eins og aðrir kjarnar í húsinu. Starfsfólk leikskólans gat stjórnað hvernig rýmið yrði settu upp og segja þau jákvætt að geta gert þetta eftir sínu höfði. „Það væri hagkvæmara ef kennarar kæmu meira að upp- setningu á leikskólahúsnæði“. Við nýja kjarnann er pallur sem hugs- aður er fyrir kerrur þeirra barna sem sofa úti, en nýtist einnig sem auka kennslurými. Markmið leik- skólans er að sundurgreina hópa og vera ekki með öll börn á sama stað á sama tíma og því er gott að hafa auka afmörkuð rými. „Það vær dásamlegt ef allir kjarnar væru með útskot og lóðin bíður uppá það, þetta er bara spurning um pening og ákvörðun“, segir Helga Björk. Staðan í leikskólanum getur verið mjög sveiflukennd. Um tíma voru laus pláss í leikskólanum en í dag er hann fullsetinn. Við búum á eyju og ef biðlistar lengjast þá getum við ekki boðið börnum pláss á öðrum svæðum. Skólarnir þyrftu í raun að hafa auka rými til að geta tekist á við þessar aðstæð- ur frekar en að þrengja að okkur. Til að bregðast við aukinni þörf á leikskólaplássi var ákvörðun tekin að hluti af árgangi 2018 byrjuðu fyrr en ella á Víkinni. Fyrsti hópurinn fór frá okkur 15.maí og sá næsti í byrjun júní, segir Helga Björk. Heimgreiðslur í boði Bæjarráð Vestmannaeyja sam- þykkti í ágúst 2022 að greiða sérstakar heimgreiðslur til forráðamanna barna á aldrinum 12-16 mánaða frá 1. september 2022, hvort sem forráðamaður þiggi leikskólapláss á því tímabili eða ekki. Heimgreiðslur eru einnig í boði fyrir þá forráðamenn sem ekki fá leikskólapláss eftir 16 mánaða aldur. Helga segir að heimgreiðslur geti skipt foreldra miklu máli. Það eru foreldrar sem velja heimgreiðslur og vilja vera enn þá á biðlista. „Við erum alltaf að tala um tíma barnanna í örygginu heima“. Ef heimgreiðslur væru örlítið hærri, forráðamenn þurfa ekki að borga leikskólagjald og möguleiki er á að nýta skattkort maka, væru ef til vill fleiri sem myndu nýta sér þessa leið. Aðstæður eru auðvitað misjafnar en ef það eru einhverjir sem vilja vera lengur heima að þá rýmkast til fyrir þá foreldra sem þurfa nauðsynlega á plássi að halda. Kennarar finna gríðar- legan mun á 12 mánaða barni annarsvegar og 16 mánaða barni hinsvegar sem hefja leikskóla göngu sína. „Það er bara jákvætt að við höfum tvo valmöguleika, segir Helga Björk. Áskorun fyrir leikskólastarfið Það er mikil áskorun fyrir leikskólana að taka við svona ungum börnum. Það er margt sem þarf að læra inn á og aðlaga að þeirra þörfum. „Skólar eru að yngjast, það er bara takturinn í samfélaginu“. Kennarar eru í góðu samstarfi við aðra leikskóla og skiptast á hugmundum hvað virkar vel. Mjúkar þrautabrautir, könnunarleikur og verðlaust efni hefur reynst þessum yngsta hópi vel. Mikilvægt er að fá fagfólk strax fyrir yngstu börnin segir Helga Björk að lokum. Opnuð var ný deild á leikskólanum Sóla í mars Allir kjarnar saman á söngfundi. Drengir í leik með kubba af stærri gerðinni. DÍANA ÓLAFSDÓTTIR diana@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.