Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2023, Page 11

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2023, Page 11
15. júní 2023 | | 11 sem hringdi beint í mömmu sína. „Það var allavega kominn apríl eða maí þegar við förum loks heim. Snögglega breyttist þetta og öll löndin í kringum okkur voru farin að loka landamærunum sínum og við urðum frekar hrædd um að festast hérna. Við náðum að borga einhverjum rútubílstjóra til að keyra okkur til Vínarborgar en nokkrum tímum áður en við ætluðum að leggja af stað þá var búið að aflýsa fluginu okkar þaðan til Íslands” segir Lísa en þá var pantað í næsta flug sem var frá Búdapest. „Ungverjarnir voru samt rosalega strangir með lokununa á landinu þeirra en á þessum tíma var frændi minn, Þórir Ibsen, sendiherra Íslands fyrir Slóvakíu og Ungverjaland. Hann náði að redda okkur undan- þágu til að fara beint á flugvöllinn þar í landi. Við vorum ekki einu sinni komin með undanþáguna þegar við lögðum af stað” segir Lísa en hún og samnemendur hennar mættu við landamærin um miðja nótt þar sem þau þurftu að mynda einfalda röð í fylgd hermanna með riffla sem mældu hitann í þeim. Ef einhver hefði verið með svo mikið sem kommu yfir venjulegan líkamshita hefði sá hinn sami verið synjað um inngöngu í landið. Engin krufning Eitt af því sem dregur Íslendinga í námið í Martin er verklega kennslan sem boðin er upp á. Strax á fyrsta ári fá nemendur að kryfja lík í verklegri kennslu í líffærafræði. Heil vika fer í krufn- inguna sem endar á viðamiklu prófi. „Helmingur árgansins náði að fara í krufningu en svo lokaði skólinn. Það var heldur engin krufning á 2. ári vegna Covid. Maður var spenntur fyrir anatómí- unni því maður var búinn að heyra hvað hún væri mikið verkleg. Það læra líka margir best á að sjá hlutina, en þetta hafðist. Maður fann sér aðrar leiðir” segir Lísa. Na zdravie! „Þvílíka tungumálið. Ég er ekki góð í slóvakísku” segir Lísa. Nemendur fá kennslu í slóvakísku fyrstu tvö námsárin, en þeim er svo hent beint í djúpu laugina þar sem þau þurfa að tala tungumálið við sjúklinga á háskólasjúkrahús- inu. Hún sé þó í handbolta úti og segist hafa lært mikið af slóvakís- ku félögum sínum þar. „Að sjálfsögðu eru alltaf tungumála- örðugleikar og það er algjört lottó þegar maður lendir á sjúkling sem talar ensku. Þú stekkur í djúpu laugina en þú nærð að fljóta. Í fyrstu tímunum á 3. ári þegar við byrjum að fara inn á spítala þá hugsar maður hvernig í fjandan- um er maður að fara að komast í gegnum þetta, en svo bara kemur þetta eins og allt annað.” Að sögn Lísu er „na zdravie” sem merkir „skál” eitt það mikilvægasta að kunna í tugumálinu. Verkið lofar meistarann „Við erum rosalega heppin í Eyj- um með heilbrigðisstarfsmenn. Allir þeir hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og læknar hafa verið ekkert nema viljugir að hjálpa mér að læra og gefa mér tækifæri til þess að standa á eigin fótum. Ég var nokkrar vikur á heilsugæsl- unni í fyrrasumar og þar reyndi ég að einbeita mér af því ef það var kannski krakki með eyrna- bólgu að fá þá að kíkja í eyrað á honum. Þannig lærir maður. Ég gat sagt þér öll einkenni af eyrnabólgu, hitinn og hvað við sjáum í blóðprufum og svoleiðis en fyrir það hefði ég ekki getað sagt þér hvað ég sé þegar kíkt er í eyrað á barninu. Að næla sér í eins mikla reynslu og maður getur er lykillinn. Sérstaklega þegar maður er svona heppinn að hafa aðgang að svona litlu samfélagi, sem Vestmannaeyjar eru, þá færðu að sjá svo miklu meira og það er einhvern veginn allt svo nánara” segir Lísa sem við kveðjum hér að sinni en hún þurfti að flýta sér heim að horfa á mágkonu sína, Ástu Björt Júlíusdóttur, spila gegn Haukum í handbolta. Lísa og Hallgrímur í Búdapest. Handboltaliðið æfir einu sinni í viku og leikur sirka 4 leiki fyrir og aðra 4 leiki eftir áramót. Lísa er fyrst frá vinstri. Lísa í fullum skrúða.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.