Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2023, Page 14

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2023, Page 14
14 | | 15. júní 2023 Á föstudeginum bar hæst Sjó- mannagolf sem Ísfélagið hefur boðið upp á síðustu 17 ár. Fjöl- menni var við vígslu minnisvarð- ans á Skansinum. Um kvöldið var svo rokkað feitt á tónleikum Skonrokks í Höllinni. Dagskrá laugardagsins hófst með dorgveiðikeppni SJÓVE og Jötuns á Nausthamarsbryggju. Vegleg verðlaun fyrir stærsta fiskinn, flesta fiska og fleira. Þátttaka var góð en veiðin hefði mátt vera meiri. Sjaldan eða aldrei hafa fleiri ver- ið á Sjómannafjörinu á Vigtartorgi á laugardeginum þar sem séra Viðar byrjaði á að blessa daginn. Sjómannahátíðin í Höllinni á laugardagskveldi fyrir sjómanna- dag hefur unnið sér sess sem glæsilegasta samkoma ársins í Vestmannaeyjum og skemmtunin núna stóð fyllilega undir vænting- um. Dagskráin á sunnudaginn var hefðbundin. Byrjaði með skötu- veislu á Sælandi, kaffi og Konna hjá Stefáni og Svövu, sjómanna- messu, minningarathöfn við Landakirkju og lauk með dagskrá á Stakkó þar sem sjómenn voru heiðraðir og Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysvarnaskóla sjó- manna hélt hátíðarræðuna. „Dagurinn í dag er gjörsamlega dauður dagur.“ Þessi orð segi ég alls ekki vegna þess að dagurinn í dag sé tilgangslaus eða í kjölfar ölæðis gærkvöldsins og ég segi þau heldur ekki sjómönnum til vanvirðingar. Þessi orð hefði langafi minn þó hiklaust haft um daginn í dag. Mér er ekki kunnugt um að langafi minn hafi verið þunglyndur eða glímt við aðra andlega veilu sem leiddi til þessara orða en þó er viss ástæða fyrir þeim,“ sagði séra Viðar í predikun sinni sjómannames- sunni þar sem hluti sjómanna- dagsráðs átti eftirminnilega innkomu í miðri messu. Þarna vitnaði Viðar í langafa sinn, Hallmar Helgason sjó- mann á Húsavík sem lést árið 1990. Litríkur karl sem fannst rauðu dagarnir þvælast fyrir. „Honum fannst alltaf að þeir dagar þar sem menn störfuðu ekki neitt og væru ekki úti á sjó væru dauðir dagar og sjómanna- dagurinn var einn af þeim. Ekki var starfað á sjómannadegi í þá tíð og heilt yfir hefur það lítið breyst,“ sagði Viðar sem man ekki eftir þeim gamla. „Það eina sem ég veit um hann eru þær sögur sem hafa gengið manna á milli í fjölskyldunni. Ég veit t.d. og hef séð á ljósmyndum að hann hafði ákaflega stórar hendur. Á byggðasafninu á Húsavík er m.a.s. hægt að sjá málaða mynd af honum og þar leyna sér ekki stórar krumlur hans. Riffillinn sem hann heldur á á myndinni er frekar líkur skammbyssu í höndum hans.“ Fjölbreytt og fjölsótt dagskrá sjómannadagshelgina Þau mættu í skötuna, Greg Huges frá San Fransiskó, Hilmar Snorrason, Áslaug Hansen kona hans og Marilyn Huges. Mynd: Ómar. Konur í Eykyndli afhjúpuðu minnisvarðann á Skansinum. Þar eru nöfn yfir 500 sjómanna og annarra sem farist hafa á sjó. Mynd: Addi í London. Verðlaunahafar í dorgveiðikeppninni, Jóel Huginsson, Gabríel Gauti Guð- mundsson, Ívar Skæringur Vignisson og Hólmfríður Eldey Guðnadóttir. Mynd: Addi í London. Langafinn og dauðir dagar Þétt setinn salur Hallarinnar á Sjómannaskemmtun. Mynd: Addi í London. Samantekt: ÓMAR GARÐARSSON

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.