Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2023, Side 15

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2023, Side 15
15. júní 2023 | | 15 Vel á fjórða hundrað manns voru á sjómannaskemmtuninni í Höll- inni á laugardagskvöldið þar sem boðið var upp á glæsilega dagskrá sem Halli melló stjórnaði af skör- ungsskap. Maturinn, sem Einsi Kaldi og hans fólk reiddi fram frábær að venju. Magni mætti með gítarinn. Una og Sara tóku lagið og Herbert Guðmundsson kom öllum í gír fyrir ballið þar sem Á móti sól ásamt Ernu Hrönn lék fyrir dansi. Hápunkturinn var uppboðið á Sjómannabjórnum sem í ár var nefndur eftir Stjána á Emmu, Kristjáni Óskarssyni og var sleginn á 850 þúsund. Fjölskylda Stjána bætti um betur, skellti 150 þúsundum í púkkið og rennur upphæðin, 1 milljón óskipt til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Maggi Meló var uppboðshaldari og eins og á alvöru uppboðum voru áhugasamir í símanum. Rikki, Ríkharður Zöega sá um þann þátt uppboðsins. . Mynd: Addi í London. Einn af hápunktum sjómanna- dagsins er þegar stéttarfélög sjómanna heiðra félaga fyrir vel unnin störf á sjó. Athöfnin var að venju á Stakkagerðistúni og var í höndum Valmundar Valmundsson- ar, fyrrum formanns Sjómannafé- lagsins Jötuns í Vestmannaeyjum og nú formaðs Sjómannasam- bands Íslands. Skipstjóra- og stýrimannafé- lagið Verðandi heiðraði Sigurð Ólafsson sem hætti á sjó á síðasta ári eftir 42 ára sjómennsku. Síðast á Heimaey VE. Jötunn heiðraði Friðrik Helga Ragnarsson sem kom víða við á löngum sjómanns- ferli. Vélstjórar heiðruðu Steinar Pétur Jónsson fyrir farsælt starf á löngum sjómannaferli. Sértaka viðurkenningu Sjómannadagsráðs fékk Gunnlaugur Erlendsson, kaf- ari, skipstjóri á björgunarbátnum Þór og fyrrum sjómaður sérstaka heiðursviðurkenningu fyrir þjón- ustu við sjómenn. „Þegar dauðinn sækir að og skilur eftir djúp för í okk- ar garði þá þörfnumst við huggunar og friðar. Og hann hefur vissulega tekið einn af sonum þessarar byggðar í ár. Við minnumst með söknuði og virðingu vélstjórans Ólafs Más Sigmundssonar sem stundaði sjóinn frá unglings- aldri. Hann var að vitja bátsins síns þegar hann lést við Nausthamarsbryggju á ferð sinni um höfnina þann 11. apríl síðastliðinn,“ var meðal þess sem Guðni Hjálmarsson, sagði í hugvekju við athöfn við minnisvarða um drukkn- aða, hrapaða og þeirra sem farist hafa í flugslysum að lokinni sjómannamessu við Landakirkju. Það var barnabörn Ólafs Más, sem lögðu krans við minnis- merkið. F.v. Ólafur Már Harðar- son, Lucy Fonseca, Christian Fonseca Ólafsson, Ragnhildur Ólafsdóttir og Stefán Jökull Jóhannesson Stjáni á Emmu sleginn á 850 þúsund Kynjaverur á Sjómannafjörinu á Vigtartorgi. Mynd: Addi í London. Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysvarnaskóla sjómanna hélt há- tíðarræðuna. Mynd: Addi í London. Una og Sarah sungu sig inn í hjörtu gesta á sjómannaskemmtun í Höll- inni. Mynd: Addi í London. Ólafs Más minnst Sigurður, Friðrik Helgi, Steinar Pétur og Gunnlaugur heiðraðir Gunnlaugur, Sigurður, Friðrik Helgi og Steinar Pétur voru heiðraðir í ár. Mynd Addi í London.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.