Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2023, Page 8
8 | | 21. september 2023
„Hér eru menn frá Póllandi,
Lettlandi, Danmörku, Noregi
og Rúmeníu. Allt karlmenn
nema ein kona sem kemur
einstaka sinnum. Píparar,
rafvirkjar og aðrir iðnaðar-
menn að mestu sem vinna
inni í Botni og austur í fjöru.
Líka menn frá Þjótanda sem
sér um jarðvegsvinnu og
Íslendingar sem bora eftir
sjó austur í fjöru. Flestir búa
hér en nokkur fyrirtæki hafa
starfsmenn sína í skiptikerfi,
þeir vinna þá hjá okkur í þrjár
til sex vikur og fara svo heim
og koma aftur þegar næsti
hópur fer heim,“ segir Sólveig
Rut Magnúsdóttir, starfsmað-
ur LAXEY (ILFS) sem hefur yfir-
umsjón með búðum félagsins
við Helgafell. Í daglegu tali
kallað Hótel Helgafell sem er
á austurhluta Helgafellsvallar.
Alls eru íbúðirnar 88 í tveimur
tveggja hæða lengjum. Fyrstu
íbúarnir fluttu inn í maí.
Þetta eitt sýnir umfang
Laxeyjar í Vestmannaeyjum
sem er að reisa seiðaeldisstöð
innst í Friðarhöfn og laxeldis-
stöð í Viðlagafjöru. Gert er ráð
fyrir fyrstu hrognunum í haust
og næsta sumar á eldisstöðin
að vera tilbúin að taka á móti
fyrstu seiðunum. Það er því
mikið að gera á öllum víg-
stöðvum hjá Laxey en þetta er
stærsta einstaka framkvæmd í
Vestmannaeyjum frá upphafi.
Í dag eru starfsmenn um 120.
Gert er ráð fyrir að verkið taki
allt að sjö ár og segir Sólveig að
eitthvað sé um að menn vilji fá
fjölskyldurnar til sín. „Það er að
aukast og þetta eru menn sem ætla
sér að vera allan tímann. Taka
íbúðir á leigu og eru barnafjöl-
skyldur í þessum hópi,“ segir
Sólveig og nefnir Renāte sem sér
um þrif í búðunum sem dæmi.
Maður hennar vinnur inni í Botni
og eiga þau tvo stráka, átta og
ellefu ára. „Þeir byrjuðu í skóla
í gær og voru mikið spenntir.
Finnst æðislegt að vera að byrja í
skólanum.“
Núna er allt fullt á Hótel
Helgafelli en hvernig gengur
að stýra hótelinu? „Það gengur
ágætlega en nóg að gera. Það hafa
engir stórir árekstrar orðið og allir
sem hér búa hafa komið vel fram
gagnvart mér. Ég úthluta herbergj-
um, skrifa leigusamninga og sé
um að allt sé í lagi. Mikil vinna
hefur verið í kringum vinnubúð-
irnar svona til þess að byrja með
enda erum við að tala um rekstur
á 88 herbergjum, ég hef mikið
verið að skjótast á kvöldin til þess
að taka á móti nýjum starfsmönn-
um og redda þeim hlutum sem
þarf að græja“ segir Sólveig
sem að endingu sýndi íbúðir og
aðstöðu sem er í boði.
Íbúðirnar eru ekki stórar en
vistlegar, með svefnplássi og
snyrtiaðstöðu. Stór setustofa er í
hvorri lengju og rúmgóð kaffi- og
eldunaraðstaða með borðum og
stólum.
Safna fyrir nýju húsi í Lettlandi
„Þetta er sjöunda árið sem að
maðurinn minn er við vinnu
á Íslandi. Laun eru mjög lág í
Lettlandi en verð í búðum eru þau
sömu og hér á landi þannig að við
ákváðum að flytja okkur um sess
til Íslands. Önnur ástæða fyrir því
að við erum hérna er draumurinn
um að byggja okkar eigið hús
heima” segir hin lettneska Renāte
Heisele sem sér um þrif á búðun-
um við Helgafell.
Renāte er gift Sandris sem vinnur
við smíðar á seiðastöðinni. Saman
eiga þau drengina Deivids sem
er í 6. bekk og Endijs sem var að
byrja í 3. bekk. Fjölskyldan flutti
til landsins milli jóla og nýárs og
Fjölþjóðlegt samfélag við
rætur Helgafells
SALKA SÓL ÖRVARSDÓTTIR
salka@eyjafrett ir. is
ÓMAR GARÐARSSON
omar@eyjafrett ir. is
Sólveig Rut Magnúsdóttir hefur yfirumsjón með búðunum við jaðar Helgafells.
Í þessari íbúð er allt til alls.