Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2023, Page 10
10 | | 21. september 2023
Matey sjávarréttahátíð verður
haldin í annað sinn um helgina.
Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í
fyrra og stóð hún sannarlega fyrir
sínu að sögn Frosta Gíslasonar
sem er einn af frumkvöðlum
hátíðarinnar og verkefnastjóri
hennar frá upphafi. Markmið
hátíðarinnar er meðal annars að
stimpla Vestmannaeyjar inn sem
helsta mataráfangastað Íslands,
bjóða upp á fjölbreyttar afurðir
af fiski og lengja ferðamanna-
tímabilið.
Samstarfsverkefni
Matey sjávarréttahátíð varð
upphaflega til í samtali við fulltrúa
ferðamálasamtakanna. Við vorum
við að ræða um matarviðburð í
tengslum við verkefni sem ég hef
unnið að sem kallast sjávarsamfé-
lagið og þau ræddu um hugmyndir
sínar um að lengja ferðamanna-
tímabilið og vera með viðburði
á veitingastöðum bæjarins. Þá
ræddum við að slá hugmyndunum
saman og halda Sjávarréttahátíð-
ina Matey sem yrði samstarfsver-
kefni fiskvinnslufyrirtækjanna,
veitingaaðila, ferðaþjónustuaðila
og fleiri. Hugmyndin var að fá
fiskvinnslustöðvar og veitingar-
staði, ásamt stjörnukokkum frá
mismunandi stöðum með okkur í
lið. “Eitt af markmiðunum er að
Vestmannaeyjar verði helsti matar-
áfangastaðurinn á Íslandi, stimpla
okkur inn sem helsta sjávarsam-
félag Íslands og vekja athygli á
menningararfleið þar sem við
höfum frá upphafi byggðar lifað
á veiðum og vinnslu á fiski, við
viljum að fólk fái að upplifa það
besta frá Eyjum“, segir Frosti.
Sniðið í ár er sama og í fyrra og
munu fjórir gestakokkar matreiða
fjögurra rétta seðil í samstarfi við
fjóra veitingarstaði, Gott, Næs,
Slippinn og Einsa Kalda. Eru þetta
sérvaldir kokkar sem hafa verið
framarlega á sínu sviði og hug-
myndin sú að þeir matreiði fiskinn
og hráefnin á nýjan hátt og með
því skapist ný þekking á veitingar-
stöðunum, ásamt því að þeir taki
með sér nýja þekkingu og hráefni
og kynni fyrir sínu fólki.
Fleiri veitingarstaðir taka þátt í
viðburðinum og munu bjóða upp
á sérvalda fiskirétti þessi helgi.
Næs og Gott munu einnig bjóða
upp á fiskirétt í hádeginu. Brothers
Brewery bruggar bjór í tilefni
hátíðarinnar sem verður kynntur á
opnunarviðburðinum í Eldheimum
þann 20.september og yfir hátíðina
einnig.
Einn vinkill í stærra verkefni
Hátíðin tengir saman margvís-
lega þætti, þótt að í grunninn sé
hún matarhátíð. Aðrir aðilar sem
koma að hátíðinni eru listafólk,
rannsóknarteymi á vegum Háskóla
Íslands, ferðaþjónustan og tón-
listarfólk sem leggur áherslu á að
túlka náttúruna og jafnréttismál.
Allir hafa þau sömu markmið að
miðla áfram þeirri þekkingu að
náttúran er okkar matarkista sem
við verðum að ganga vel um vilj-
um við geta lifað hér áfram.
Frosti segir það afar ánægjulegt
hversu gott samstarf er á milli að-
ila sem koma að hátíðinni. Hátíðin
hefur langan aðdraganda þar sem
sett eru fram skýr markmið til
hverra við viljum ná. „Við erum
að búa til aukna þekkingu, fá inn
nýja þekkingu, deila út þekkingu
á okkar hráefni og skapa nýja
markaði. Markmiðið er að byggja
hvort annað upp, sem á eftir að
skila okkur í fleiri og dýrmætari
ferðamönnum, markaðsetningu á
Matey sjávarréttahátíð
Stimpla okkur inn sem helsta
sjávarsamfélag Íslands
”
Eitt af markmiðunum er að
Vestmannaeyjar verði helsti
mataráfangastaðurinn á Íslandi,
stimpla okkur inn sem helsta
sjávarsamfélag Íslands ...
Frá Mateyjarhátíðinni á síðasta ári. Mynd: Karl Petersson .
Frá Mateyjarhátíðinni á síðasta ári. Mynd: Karl Petersson .
DÍANA ÓLAFSDÓTTIR
diana@eyjafrett ir. is