Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2023, Qupperneq 11

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2023, Qupperneq 11
21. september 2023 | | 11 Kvennalið ÍBV lauk 13 ára veru í efstu deild í knattspyrnu um liðna helgi þegar liðið féll eftir 7-2 tap gegn Tindastól á Sauðárkróksvelli. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi byrjað með látum því staðan var orðin 1-1 eftir tæpar þrár mínútur. Eftir það tóku stólastelpur öll völd á vellinum og skoruðu sex mörk áður en ÍBV náði að klóra í bakkann. ÍBV fylgir því Sel- foss niður um deild þetta árið. Liðið hafnaði í áttunda sæti í sumar af tíu liðum áður en skipt var í efri og neðri deild. Uppskera deildarinnar var fimm sigrar og þrjú jafntefli í 18 leikjum. Í neðri hlutanum náði ÍBV liðið einungis í sigur gegn Selfoss sem ekki dugði til að halda liðinu í efstu deild. Markahæst í sumar fyrir liðið var Olga Sevcova með sex mörk. Liðið hefur verið nokkuð stöðugt í deild þeirra bestu síðustu ár og árangurinn jafnan verið um miðja deild. Kvennalið ÍBV hefur ekki tapað sæti sínu í efstu deild frá því árið 2006 þegar ákveðið var að draga liðið úr keppni skömmu fyrir mót vegna manneklu. Einungis einu og hálfu ári eftir að liðið fagnaði bikarmeistaratitli en liðið lauk tímabilinu 2005 í þriðja sæti efstu deildar. KFS fallnir í fjórðu deild KFS lék einnig sinn síðasta leik í á tímabilinu um liðna helgi en hann var einnig sá síðasti í 3. deild að sinni. Niðurstaðan var 0:3 tap gegn Víði og fall í 4. deild en liðið hafnaði í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar þar sem markatala réð úrslitum. Liðið krækti í sex sigra og þrjú jafntefli í sumar í 22 leikjum. Þrír leikmenn deila með sér markakóngstitli KFS þetta sumarið en það eru þeir Sæbjörn Jóhannsson, Eyþór Orri Ómarsson og Daníel Már Sigmarsson, en þeir skoruðu allir fjögur mörk fyrir liðið. KFS hefur leikið í 3. deild síðustu þrjú tímabil. Strákarnir í harðri baráttu Meistaraflokkur karla ÍBV á enn í harðri fallbaráttu þegar fjórir leikir eru eftir af tímabilinu. ÍBV tókst með jafntefli á sunnudag að lyfta sér upp úr fallsæti í bili á kostnað Fram en liðin mætast á Hásteinsvelli á laugardag klukkan 14:00. Það er því ljóst að hvert stig skiptir máli í baráttunni fram undan og stuðningur áhorfenda mikil- vægur í komandi leikjum. fiski og sýna hversu vel er hugsað um fólkið okkar og náttúruna.“ Opnun í Eldheimum Opnunarhátíðin fór fram í gær í Eldheimum þar sem forsvarsmenn hátíðarinnar sögðu frá tilurð henn- ar, fyrirtæki buðu upp á smakk, Brothers Brewery kynnti bjórinn sinn, ásamt því að Birgir Nielsen frumflutti verkið sitt Whales of Iceland. Listasýningin „Konur í sjávarsamfélagi“ var einnig opnuð í Eldheimum í gær og er hún opin alla helgina. Félögum í Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja var boðið að taka þátt þar sem áhersla er lögð á að vekja athygli á fjölþættum störfum, hlutverkum og verkefnum kvenna í sjávarsam- félögum. Sýningarstjóri er Gíslína Dögg Bjarkadóttir listakona í Vestmannaeyjum. Einstök og eftirsóknarverð upplifun Markmið hátíðarinnar er að bjóða öllum þeim sem hana sækja upp á einstaka upplifun. Gestakokk- arnir fá að kynnast hráefninu og veitingarstöðunum og ferða- þjónustan býður upp á ferðir um Eyjuna. Frosti segir hátíðina afar eftir- sóknarverða hjá gestakokkum og hafi allir þeir sem komu í fyrra viljað koma aftur í ár. Umfjöllunin um Matey hefur verið afar góð og mikil áhersla er lögð á jákvæða upplifun fyrir alla, „þannig náum við að breiða út boðskapinn og markaðssetja okkur til lengri tíma.“ Vekur upp nýjar víddir Þó hátíðin sé aðeins haldin í annað sinn í ár er hún sífellt að vaxa og fá meiri athygli. Frosti segir þetta hafi komið skemmtilega á óvart og vakið upp nýjar víddir. „Hátíðin endurspeglar líka staðina á áhugaverðan hátt, það eru miklar pælingar milli gestakokka og veitingarstaðanna og áhugavert að sjá hvað kemur út úr þessu öllu saman.“ Fólk sem sækir hátíðina fær mismunandi upplifun á hverj- um stað og í fyrra voru margir sem sóttu fleiri en einn stað. „Í ár erum við líka með breiðari línu í hráefnis framboði því fiskvinnslustöðvar hafa verið að sameinast. Núna verður til dæmis hægt að fá rækjur á Matey vegna samruna Ísfélagsins og Ramma ehf.” Tökum þátt og breiðum út boðskapinn Að lokum vill Frosti hvetja heima- menn til þess að taka þátt og tala hátíðina upp. „Til þess að svona hátíð getið verið aftur og við get- um fengið til okkar heimsklassa kokka þurfum við að taka þátt. Við erum líka að fjárfesta í framtíð- inni, markaðsetja Vestmannaeyjar, auka lífsgæði okkar og lengja ferðamannatímabilið.“ Meistaraflokkur karla á enn í harðri fallbaráttu. Mynd: Sigfús Gunnar Kvennalið ÍBV hafði ekki oft ástæðu til að fagna í sumar. Mynd: Sigfús Gunnar Knattspyrna: Falla allir?

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.