Stuðlaberg - 01.04.2022, Side 3

Stuðlaberg - 01.04.2022, Side 3
STUÐLABERG 1/2022 3 Kveðskapur af léttara taginu Til lesenda Á síðasta ári kom út bókin Ekki var það illa meint, ljóð og lausavísur eftir Hjálmar Freysteinsson. Bókin er um tvö hundruð og fimmtíu blaðsíður í stóru broti. Innihald hennar er að langmestu leyti fullkomlega alvörulaus galgopaskapur og létt grín enda fékk bókin afar góðar viðtökur og rokseldist. Hjálmar var löngu orðinn landsþekktur fyrir lausavísur sínar sem höfðu birst í bókum, blöðum og safnritum ýmiss konar oftar en tölu verði á komið. Vinsældir hans lágu einkum í tvennu, annars vegar var hann afar fundvís á fyndnar hliðar á málum og gat dregið fram sjónarhorn sem komu stöðugt á óvart en hins vegar var hann orðfær og hafði sérlega góð tök á bragforminu. Íslendingar hafa alltaf verið veikir fyrir alvöruleysinu. Þegar litið er yfir söguna má sjá að sú tegund kveðskapar, sem hér er rætt um, hefur fylgt okkur lengi. Bjarni Borgfirðingaskáld, sem uppi var um 1600, orti öfugmælavísur. Þar tíðkast að hafa endaskipti á öllum hlutum svo rækilega að útkoman verður tóm endileysa, skipin hoppa um fjöllin, selur og hestur þreyta glímu, maðkarnir saga sundur tré, það er jafnvel hægt að beisla flærnar og skaflajárna köttinn. Mikill fjöldi er til af þessum vísum og er talið að ekki séu þær nærri því allar eftir Bjarna heldur hafi skrifarar og aðrir eftirkomendur hans bætt við, í hans nafni. Það bendir til þess að markaður hafi verið fyrir þennan kveðskap. Fólk virðist hafa hlegið að þessum ósköpum og fundist þetta gaman. Káinn er líklega er frægastur allra okkar skopskálda fyrr og síðar. Hann var elskaður og dáður af öllum sem til hans þekktu. Vísur hans fengu vængi og flugu manna á milli, voru lærðar og sungnar og skemmtu fólki beggja vegna Atlantshafsins. Enn er verið að vitna í Káin, nær níutíu árum eftir að hann kvaddi þennan heim, og vísur hans orðnar hluti af sameiginlegum menningararfi þjóðarinnar. Marga fleiri mætti nefna. Ísleifur Gíslason á Sauðárkróki varð landsþekktur fyrir grínaktugan kveðskap, sama má segja um Bjarna Jónsson úrsmið á Akureyri, Egil Jónas son á Húsavík og marga fleiri. Grínið hrífur, fólk þyrstir í gleðina, alvöruleysið og hláturinn. Þegar gleðigjafinn Gísli Rúnar Jónsson leikari kvaddi þetta líf árið 2020 lá eftir hann handrit að fjögur hundruð og fjörutíu blaðsíðna bók með limrum sem voru einmitt af þessu tagi. Bókin kom út það sama ár, seldist upp og var endurprentuð þegar í stað. Þórarinn skáld Eldjárn hefur verið meira eða minna á þessum nótum allan sinn höfundarferil við miklar vinsældir og að lokum má nefna bók Bjarka Karlssonar, Árleysi alda, sem kom út árið 2013. Nánast allt efni þeirrar bókar er glens og grín, skopstælingar á þekktum kveðskap, gaspur og kímilyrði, ort af fljúgandi hagmælsku og orðfærni. Sú bók var endurprentuð sjö sinnum áður en yfir lauk. Stundum er gert lítið úr kveðskap sem er ortur til að koma fólki til að hlæja. Sagt er að slíkt sé „af léttara taginu“ hvernig sem ber nú að túlka það. En þá er rétt að hafa í huga tvennt, annars vegar það að til að gera fyndna vísu þarf kunnáttu og orðfærni sem er hreint ekki öllum gefin. Í annan stað skal á það minnt að fátt er betra fyrir mannlífið en glens og gamanmál. Vísur grínistanna, snillinganna sem geta snúið alvörumálum og áhyggjuefnum upp í gleðilæti og hlátrasköll, eru perlur sem létta lífið og gera heiminn að betri dvalarstað. Þegar grannt er skoðað má auk þess oftar en ekki finna meiri alvöru, speki og boðskap undir hjúp gamanseminnar en ætla mætti við fyrstu sýn. RIA. 1. Ar - 2. Af - i i fór glað - með ur D afa' A - á ið sjó, dró a upp í úr fyrst - þess - a um kast - kald - i a dró. sjó. A D A Ar - sem i fyrr klædd - í i D sjó - a inn í sökk þurrt, sagð - all - i að ir bragð - fór - i: u „Kær - það - a an þökk.“ burt. A D A Ari fór með afa' á sjó, a í fyrsta kasti dró. A sem fyrr í sjóinn sökk sagði að bragði: „Kæra þökk.“ Afi glaðurA-ið dró upp úr þessum kalda sjó. Ari klæddi a í þurrt, allir fóru þaðan burt. A Ása Ketilsdóttir Þjóðlag Stemma úr Eyjafirði (Lagboði: Hyldu ísar hafflötinn) Tilvalin s mar- gjöf BOKAFELAGID.IS

x

Stuðlaberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.