Stuðlaberg - 01.04.2022, Qupperneq 6
6 STUÐLABERG 1/2022
fremst en í 4. og 6. línu er hann í annarri
kveðu. Hér getur að líta liprar kvenkenningar;
dúka Freyja, seima Nanna, sunna unnarbáls,
gullskorð. Allt yfirbragð vísunnar ber vott
um heita og skilyrðislausa ást skáldsins til
konunnar sem kveðið er um.
Vísuna orti Páll til Ragnhildar, dóttur Björns
vinar síns, einhvern tíma þegar hún var
kornung og ólofuð í heimahúsum en hann
harðgiftur Þórunni Pálsdóttur. Ástar saga
þeirra tveggja er með algjörum ólíkindum.
Eins og fyrr kom fram bjuggu Páll og Þórunn
í einhvers konar félagsbúskap við Björn
Skúlason um nokkurra ára skeið. Þar kynnist
Páll Ragnhildi og það virðist hafa verið á
allra vitorði að þau voru ástfangin hvort af
öðru. Þó ber öllum heimildum saman um
það að hjónaband Páls og Þórunnar hafi
verið með ágætum. En Þórunn fékk minna
af ástarljóðunum, sumir segja ekkert, aðrir
benda á að henni gætu tilheyrt nokkrar línur í
einu kvæði. Það er allt og sumt.
Ekki var allt sem Ragnhildur fékk frá Páli ort
undir dróttkvæðum hætti. Næst er draghent:
Hálfu vil ég heldur missa
hvarmasteina mína
en þeir sjái aðra kyssa
armleggina þína.
Á hverjum vil ég degi deyja
og dauðans kvalir reyna
heldur en mín hjartans meyja
hugsi’ um aðra sveina.
Og Páll bregður fyrir sig fleiri háttum:
Fyrst satt ég ekki segi
svo er best ég þegi,
en eg get ekki þagað
af því hjartað dagað
hefur uppi hjá þér
og hleypur aldrei frá þér.
Það að nátttrölli orðið er,
ástin mín kær, í faðmi þér.
Hér er kominn einn af þeim bragarháttum
sem þróuðust af dróttkveðunni strax á mið
öldum. Innrímið er horfið og endarím komið
í staðinn. Þessi háttur hefur, eins og á við um
flesta íslenska bragarhætti, ekkert sérstakt
heiti. Í þessari vísu bregður skáldið út af
hættinum í tveimur síðustu línunum. Fram
að því eru þrjár kveður í línu en lokalínurnar
eru lengri, líkt og tilfinningarnar beri hann
ofurliði. Hann bætir einni kveðu við hvora
línu til að ástarjátningin komist fyrir.
Eftir að Páll og Þórunn fluttu aftur í
Hallfreðarstaði fór Ragnhildur til Reykjavíkur
og dvaldist þar um tíma. Talið er líklegt að
Þórunn og Bergljót frænka hennar, móðir
Ragnhildar, hafi komið því til leiðar „vegna
ósæmilegra ástamála á bænum“ eins og
segir í inngangi Þórarins Hjartarsonar að
Ástarljóðum Páls. Þessi brennheita ást, sem
birtist í hverju snilldarljóðinu á eftir öðru,
hefur varla farið fram hjá öðru heimilisfólki.
Næstu árin yrkir Páll hvert saknaðarljóðið
eftir annað. Hér yrkir hann langhendu:
Legsteinn sem var settur á leiði Páls
og Ragnhildar í Hólavallagarði í
Reykjavík í fyrra.
J.R
.