Stuðlaberg - 01.04.2022, Síða 9

Stuðlaberg - 01.04.2022, Síða 9
STUÐLABERG 1/2022 9 Verbúð í viðtæki mínu Dægurvísur Að þessi sinni var hagyrðingum falið að yrkja um Verbúðina, sjónvarpsþættina sem settu mark sitt á þjóðfélagsumræðuna um nokkurra vikna skeið. Anna Dóra Gunnarsdóttir, fyrrverandi lyftara stjóri, var ekki búin að sjá þættina og gerði því samvisku samlega skil: Ég velti því fyrir mér fjarræn í lund hvort fari ég í það að horfa um stund á Verbúð í viðtæki mínu. Að umhugsun lokinni ætla þó má að alls ekki nenni ég þætti að sjá um angur og eilífa pínu. Rebekka Hlín Rúnarsdóttir jarðfræðingur upplifði þarna eitthvað alveg nýtt: Fræði lífsins las af dug, lítið var af bulli. Í fæst þau skipti flaug í hug að fiskur hrygndi gulli. Viktor A. Guðlaugsson skólastjóri sagði: Verbúðarandinn eins og vofa með okkur lifir og fátt er breytt. Menn trúa þeim helst sem lífsgæðum lofa og leggjast í sæng þar sem best er veitt. Steinn G. Lundholm eftirlaunaþegi yrkir: Í verbúð oft var álag steikt en á kvöldin gaman. Mikið drukkið, mikið reykt og mikið lúllað saman. Sigurður Júlíus Grétarsson, prófessor í sálfræði, orti limruna Óvænt vertíðarlok: Þegar Ingvar drakk sig í dá, enda með dömlu af spítt’ uppí bláenda og Sveppi handslitinn var sviðinn og bitinn, ég sveif út úr heimi sjáenda. Embla Rún Hakadóttir þroskaþjálfi skilaði skemmtilegri samhendu: Framhjáhöld og fyllerí. Fiska eitthvað smotterí. Karlastand og kelerí. Kvótabrask er lotterí. Höskuldur Búi Jónsson jarðfræðingur dregur upp fremur dökka mynd af ástandinu: Í viðtækjum virtist oft bræla og í verbúðum rugl eða þvæla, yfir gróða misjöfnum og gleði í höfnum, gaus svo upp drulla og æla. Jarl Sigurgeirsson í Vestmannaeyjum rifjar upp þegar hann var sextán ára og byrjaði að snafsa sig í þrjúkaffinu í vinnunni, lýsir svo framhaldinu í vísunum sem á eftir fara: Heim ég kom um kvöldmatinn kátur var og léttur. Bætti út í brúsann minn brátt ég gerðist þéttur. Við tók djamm og herlegheit, hress með sjúss og kvinnu. Mánudags­ svo ­morgun leit mættur klár í vinnu. Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippus­ dóttir í hlutverkum sínum í Verbúðinni.

x

Stuðlaberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.