Stuðlaberg - 01.04.2022, Síða 13

Stuðlaberg - 01.04.2022, Síða 13
STUÐLABERG 1/2022 13 Bjólfskviða – fornenskt kvæði Halldóra B. Björnsson þýddi Halldóra B. Björnsson fæddist í Litla­Botni á Hvalfjarðarströnd vorið 1907, dóttir hjónanna Helgu Pétursdóttur og Beinteins Einarssonar, næstelst átta systkina. Beinteinn og Helga fluttu í Grafardal árið 1909 og bjuggu þar til ársins 1929. Öll voru börn þeirra hagmælt. Út hafa komið ljóðabækur eftir sex þeirra, auk bókarinnar Raddir dalsins með ljóðum allra systkinanna átta frá Grafardal. Hún kom út 1993. Halldóra gekk í Hvítárbakkaskóla í tvo vetur. Hún vann nokkur ár á póst­ og sím­ stöðinni í Borgarnesi þar sem hún kynntist Karli Leo Björnsson. Halldóra og Karl Leó gengu í hjónaband árið 1936. Um tíma bjuggu þau á Siglufirði og ráku þar saumastofu. Vorið 1939 fluttu þau til Reykjavíkur en Karl lést tveimur árum síðar. Þau eignuðust eina dóttur, Þóru Elfu Björnsson, sem hefur einnig fengist nokkuð við ritstörf. Halldóra starfaði mikið að félagsmálum, var meðal stofnenda Menningar­ og friðar ­ samtaka íslenskra kvenna og sat í stjórn Rithöfundasambands Íslands þar sem hún gegndi stöðu formanns í tvö ár. Þá sat hún í ritnefnd tímaritsins 19. júní og ritstýrði bókinni Pennaslóðir sem hefur að geyma smásögur eftir ellefu íslenskar konur. Þá tók hún mikinn þátt í starfi Samtaka herstöðvaandstæðinga. Stærstan hluta starfsævi sinnar vann Halldóra við skjala vörslu á lestrarsal Alþingis, eða frá 1944 til aprílloka 1968. Halldóra hóf ung að yrkja og skrifa. Fyrsta bók hennar, Ljóð, kom út 1949. Sex árum síðar gaf hún út bernskuminningar sínar, Eitt er það land. Teikningar í bókinni eru eftir Barböru Árnason. Næsta bók hennar kom út árið 1959 og ber heitið Trumban og lútan. Sú bók hefur að geyma þýðingar Halldóru á ljóðum kínverskra, grænlenskra og afrískra skálda. Árið 1968 komu út tvær ljóðabækur eftir Halldóru, Við sanda og Jarðljóð. Í þeirri seinni gerir Halldóra ýmsar formtilraunir og býr meðal annars til tilbrigði við edduhætti. Þess má geta að við nokkur ljóða Halldóru hafa verið gerð sönglög. Þar má nefna lag Jórunnar Viðar við hið þekkta ljóð Karl sat undir kletti og lag Fjölnis Stefánssonar við ljóðið Litla barn með lokkinn bjarta. Halldóra B. Björnsson lést haustið 1968 eftir erfið veikindi. Þá hafði hún lokið við handrit að tveimur bókum sem út komu að henni látinni. Sú fyrr útgefna heitir Jörð í álögum og hefur að geyma fimm sagnaþætti úr byggðum Hvalfjarðar, bernskuslóðum hennar. Sú bók kom út árið 1969. Hin bókin, sem kom út árið 1983, er þýðing Halldóru á hinu fornenska kvæði Bjólfskviðu.

x

Stuðlaberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.